Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 21
Verð í hærri kantinum
Einfaldleikinn var sömuleiðis ríkjandi í hinum for-
réttinum, parmaskinku vafinni utan um hrærðan geita-
ost og jógúrtsósu.
Forréttirnir voru hins vegar nokkuð dýrir, 2.100 fyr-
ir laxinn og 2.350 fyrir skinkuna. Til samanburðar má
geta þess að á rótgrónasta útsýnisstað landsins, Grill-
inu, þar sem mikið er lagt í matreiðslu og hráefni,
kosta allir forréttir 2.100 krónur.
Lamb og naut freistuðu en í báðum réttunum var
byggt á þremur ólíkum vöðvum, þar á meðal tungu
sem er gott hráefni sem menn leika sér allt of lítið
með.
Lambafillet var bleikt en lundir og tunga gegnelduð,
með þessu bragðmikið og gott ertukrem, perlulaukar
sem gáfu mikið eftir að hafa verið sultaðir í dökkum ís-
lenskum stout-bjór og brúnar kartöflur sem mér sýnd-
ist vera ágætis útgáfa af Pont Neuf-kartöflum. Lamba-
soð var milt og fremur dauft.
Nautafillet var eldað líkt og um var beðið en kjötið
sjálft laust í sér og fremur óaðlaðandi, en smjörmikið
steinseljukrem og ratté-kartöflur ásamt ágætu
appelsínu-rósmarínsoði björguðu réttinum fyrir horn.
Verð var aftur í hærri kantinum – nautið kostaði
4.950 krónur – og því eins og dýrustu réttir á dýrustu
veitingahúsum landsins.
Prik fyrir vínlistann
Súkkulaðiturn var með kakóbragði og Pannacotta í
líki bragðdaufs hlaupbúðings. Ananasísinn með hlaup-
inu og kókosísinn með súkkulaðinu voru hins vegar
góðir.
Capuccino var undarlegt á bragðið.
Þjónusta var kurteis og sæmilega lipur en líkt og á
svo mörgum stöðum í dag greinilega ekki faglærð.
Panorama fær prik fyrir vínlistann sem er mjög vel
valinn þótt ekki sé hann langur. Þarna var að finna góð
og upp í frábær vín og álagning hófleg miðað við það
sem gengur og gerist. Þó var sérstakt hversu hátt hlut-
fall rándýrra ofurvína er á listanum, vína sem kosta
marga tugi þúsunda og jafnvel yfir hundrað þúsund
kallinn. Hlutfall vína á viðráðanlegu verði mætti vera
hærra – við störfum ekki öll hjá bandarískum fjárfest-
ingabönkum (og jafnvel spurning hvað starfsmenn þar
leyfa sér á þessum síðustu og verstu).
Á heildina litið er Panorama ágætis staður, maturinn
er einfaldur en lystugur, verðlagið þó í hærri flokki en
matargerð og þjónusta gefa tilefni til. En útsýnið… vá.
Bara það er virði heimsóknar.
tíska
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 21
Hjálmar Freysteinsson læknir áAkureyri prjónar reglulega
við vísuorðið sígilda: „Margt er það
sem miður fer“:
Margt er það sem miður fer
en mætti halda í skefjum.
Meðan fólki fækkar hér
fjölgar andanefjum.
Hallmundur Kristinsson
tók undir:
Nokkrar stéttir standa ver
ef starfa í sínu fagi.
Margt er það sem miður fer
í mannlegu samfélagi.
Og Hjálmar lagði út af
orðum forsætisráðherra:
Margt er það sem miður fer,
mótbyr ýmsir hreppa.
Raunabót að ekki er
á Íslandi nein kreppa.
Friðrik Steingrímsson
í Mývatnssveit greip það á lofti:
Margt er það sem miður fer,
mun þó nokkurs virði,
að kreppa nánast engin er
í andanefjufirði.
Þá Davíð Hjálmar Haraldsson:
Margt er það sem miður fer,
mörg er hinna snauðu þrautin
og Baldur sem nú ekki er
hjá Eimskip – vantar salt í grautinn.
Og hann bætti við:
Margt er það sem miður fer,
munnhálkan er skrýtin
svo jafnvel það sem uppreist er
aftur leggst í skítinn.
Loks orti Númi Þorbergsson
seint að kvöldi á sínum tíma:
Margt er það sem miður fer,
maður lifandi.
Læs nú varla orðinn er
og ekki skrifandi.
Margt sem
miður fer
VÍSNAHORNIÐ | pebl@mbl.is
Litríki Appelsínurauður kjóll
Christopher Kane kemur til
með að passa vel í sólinni.
Stutt Er stuttur faldur ekki kreppumerki?
Þessi kjóll House of Holland styður þá reglu.
Reuters
Sumarlegt Litríkir silkikjólar frá Basso & Brooke
eiga eftir að njóta sín vel í garðveislum næsta sumar.
Horft í austur Asískir straumar í
blómlegum stíl hjá Basso & Brooke.
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Það er ekki laust við að lægðin á fjármála-mörkuðum hafi að einhverju leyti settsvip sinn á Lundúnatískuvikuna. Hugtöká borð við klæðileika og notagildi virt-
ust að minnsta kosti hönnuðunum sem þar
sýndu ofar í huga en oft áður. Það er jafnvel
ekki úr vegi að segja að Lundúnatískan hafi
verið daufleg að þessu sinni – sérstaklega ef
haft er í huga að hún hefur alla jafna vakið
athygli fyrir frumleika, dirfsku og óheft
hugarflug, enda hafa ekki ómerkari fata-
hönnuðir en John Galliano, Alexander
McQueen, Hussein Chalayan, Matthew
Williamson og Luella Bartley stigið þar
sum af sínum fyrstu tískuskrefum.
Hagnýtnin var þó ekki alls staðar yfir-
þyrmandi eins og þessar myndir bera
með sér og ljóst að það hafa ekki allir
gleymt því að sumarið er og á að vera
tími bjartsýninnar.
Reuters
AP
AP
Lífríkið
Eley Kish-
imoto virðist
sækja inn-
blástur sinn
að þessu
sinni í nátt-
úruna.
Sætt og
sumarlegt
Doppótt
Kjóll fyrir
næturlífið frá
House of Holland.
AP
AP
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafskutlur
-umhverfisvænn ferðamáti