Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 13 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Prag 2. október frá kr. 49.990 Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta haustsins í þessari einstaklega fögru borg. Bjóðum frábært sértilboð á Hotel Ilf og Hotel Pyramida á ótrúlegum kjörum. Haustið í Prag er einstakt og frábært að heimsækja borgina. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Prag og njóttu góðs aðbúnaðar í ferðinni. Ath. aðeins 10 herbergi í boði á þessum kjörum. M bl 10 47 58 5 Verð kr. 49.990 - helgarferð Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Ilf með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 8.000. Gisting á Hotel Pyramida kr. 54.990. Aukagjald fyrir einbýli kr. 15.000. Frábært helgartilboð - Aðeins 10 herbergi í boði! Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÞEIR talsmenn viðskiptabank- anna sem náðist í í gær kannast ekki við að sparifjáreigendur séu farnir að ókyrrast; að taka út fé af reikningum eða færa þá á milli, í því ölduróti sem er á fjár- málamörkuðum. „Við verðum ekki vör við sér- stakar hreyfingar eða tilfærslur á sparifé,“ segir Már Másson, for- stöðumaður samskiptasviðs Glitn- is, og bætir við að spariinnlán hafi aukist jafnt og þétt hjá bankanum. Spurður um hvaða ráðgjöf sé verið að veita segir Már hana vera einstaklingsbundna og fara eftir aðstæðum hvers og eins. Fólk þurfi að taka mið af sínum að- stæðum; efnahag, tekjum, aldri og fleiru. „Við leggjum mikla áherslu á að veita viðskiptavinum okkar ráðgjöf hvað þetta varðar. Glitnir býður upp á ýmis innlánsform og ýmsar gerðir sjóða með dreifðri áhættu. Vextir eru mjög hagstæðir á al- mennum innlánsreikningum bank- ans,“ segir Már en hæstu óverð- tryggðu vextir hjá Glitni fyrir hærri fjárhæðir eru 16,45% í svo- kölluðu Vaxtaþrepi. Þá er Glitnir með annan innlánareikning, Save- &Save, sem ber 15% vexti án til- lits til upphæðar innstæðu. Mælt með verðtryggðum Már segir að raunávöxtun sveiflist að sjálfsögðu mikið með verðbólgu. „Þótt ákveðið verð- bólguskot sé að ganga yfir um þessar mundir hafa óverðtryggðir innlánsreikningar gefið góða ávöxtun. Sumir kjósa frekar verð- tryggð innlán en hafa ber að í huga þau eru bundin til þriggja ára,“ segir Már. Spurður um hvað starfsmenn Kaupþings ráðleggja sparifjáreig- endum um þessar mundir, segir Benedikt Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi bankans, að fólki sé ráð- lagt að geyma peninga á verð- tryggðum reikningum. „Við núverandi aðstæður eru verðtryggðir reikningar og pen- ingamarkaðsreikningur góðir kost- ir,“ segir Benedikt en bendir á að hafa þurfi í huga hversu lengi eða hvort fólk getur haft peningana bundna. Hæstu vextir á hefðbundnum óverðtryggðum innlánsreikningum Kaupþings eru 15,55% en fyrir stórar fjárhæðir fara vextirnir yfir 16%. Hæstu verðtryggðu vextir eru 7,55%. Morgunblaðið/Golli Bankar kannast ekki við úttektir Verðtryggðir innlánsreikningar sagðir góður kostur í dag Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EF allt fer á versta veg í íslensku efnahagslífi kann að koma til kasta Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Tilgangur sjóðsins er að tryggja inn- stæðueigendum í íslenskum bönkum og sparisjóðum tryggingavernd. Þannig að innistæður hvers og eins og verðbréf hvers fjárfestis skuli að lágmarki tryggð fyrir fjárhæð sem jafngildir rúmlega 20 þúsund evrum ef banki leggst á hliðina í gjaldþroti eða öðrum greiðslu- erfiðleikum. „Ef kemur til útgreiðslu úr sjóðnum og innstæðueig- andi á þrjá reikninga úr einum banka fær viðkomandi eina greiðslu,“ segir Áslaug Árnadóttir, formaður sjóðsins. Að sögn Áslaugar eru hjón ekki tryggð saman þannig að þau fá greitt sjálfstætt. Ef svo ólíklega vill til að nokkrir bankar verða gjaldþrota samtímis eiga inn- stæður viðskiptamanna í viðkomandi bönkum að vera tryggðar. Tryggingarsjóður kemur til bjargar Morgunblaðið/ÞÖK Lágmarkstrygging Innstæður eru tryggðar að lág- marki fyrir fjárhæð sem jafngildir rúmlega 20 þúsund evrum ef banki leggst á hliðina í gjaldþroti. MENN mættu vera orðnir mjög aumir ef þeir myndu ekki tryggja það að íslenskir innistæðueigendur í bönkum hérlendis myndu ekki tapa sínum fjár- munum, að sögn Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Í samtali í Íslandi í dag á Stöð 2 sagðist hann ekki sjá fyrir sér að það gæti gerst að sparifé Ís- lendingar væri ekki tryggt. „Ég get ekki séð fyrir mér það ástand án þess að ég hafi rætt það við nokkurn mann, hvorki við rík- isstjórn né aðra. Ég get ekki séð fyrir mér það ástand að íslensk yf- irvöld myndu ekki tryggja inn- lendar innistæður í bönkum. Því ef þú gerir það ekki þá ertu búinn að tapa niður vilja manna til að spara í næstu 20-30-40 árin.“ Hvað íslensku bankana varðar segir Davíð að þeir hafi staðið sig betur en margir spáðu. „Þó að maður vilji ekki hlakka yfir neinu þá voru það nú grein- endur frá Lehman og Merrill Lynch sem töldu að bankarnir stæðu afar illa. Þessir bankar eru þó horfnir af sjónarsviðinu, en íslensku bankarnir standa enn.“ Davíð segir að þó megi ekki draga fjöður yfir það að núverandi ástand á mörkuðum sé afar erfitt ís- lensku bönkunum. „Þeir hafa þurft að sækja fjár- magn á markaði og menn höfðu kannski búist við því að bankarnir þyrftu að þrauka í 5-6 mánuði. Menn höfðu vonast til þess að þetta lagaðist um síðustu ára- mót og svo hafa menn verið að búast við því að þetta lagaðist frá mánuði til mánaðar og alltaf þrauka bankarnir.“ Segir Davíð að ekki sé annað vitað en bankarnir geti tryggt sér fjármagn inn í framtíðina. Enginn vafi sé á því að þetta þrengi mjög þeirra hag eins og allra annarra banka. Áður hafi menn sagt að ástandið væri verra hér á landi en annars staðar, en nú sjái menn að það sé ekkert annað lögmál sem gildi um íslensku bankana en aðra banka. Segir sparifé Íslendinga tryggt Davíð Oddsson SKULDIR bandaríska fjárfesting- arbankans Lehman Brothers og tengdra félaga við íslensku við- skiptabankana nema samtals um 182,6 milljónum evra, andvirði um 25 milljarða króna. Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu segir að upp- hæðin samsvari um 1,8% af heildar- eiginfjárgrunni bankanna og teljist því ekki áhyggjuefni fyrir fjár- málakerfið á Íslandi. Um er að ræða nánast eingöngu skuldabréfakröfur eða ígildi þeirra en ekki áhættu í formi hlutabréfa eða víkjandi krafna. Þá er í tilkynningunni vakin athygli á því að kröfurnar eru að nokkru leyti á félög sem ekki eru í greiðslustöðvun en tengjast Lehman Brothers. Vænta megi þess að hluti framangreindra krafna innheimtist. Segir FME jafnframt að íslenskir bankar hafi ekki sérstöðu í þessu sambandi þar sem flestir stærri er- lendir bankar hafi upplýst um kröf- ur á Lehman Brothers. Ekki teljandi áhrif Straumur-Burðarás sendi jafn- framt frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Straumur eigi inni tryggingainnstæður hjá félagi tengdu Lehman Brothers að fjár- hæð samtals 65 milljónir evra í pen- ingum og hlutabréfum. Ekki sé ljóst hvort og þá hve mikið Straumur þurfi að afskrifa vegna þessa, en það muni ekki hafa teljandi áhrif á lausa- fjárstöðu Straums. bjarni@mbl.is Reuters Áhrif Gjaldþrot Lehman Brothers mun hafa víðtæk áhrif á fjármálakerfið. Eiga 25 milljarða kröfu í Lehman Ekki áhyggjuefni fyrir fjármálakerfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.