Morgunblaðið - 25.09.2008, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.09.2008, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SVARTUR dagur í sögu hún- vetnskrar mjólkurframleiðslu eftir 60 ára starf samlagsins,“ segir Magnús Sigurðsson, kúabóndi á Hnjúki og formaður A-Húnaþings- deildar Auðhumlu, um þá ákvörðun Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar (MS) að loka mjólkurbúinu á Blönduósi frá áramótum. Á þessa lund hafa viðbrögð heimamanna ver- ið við tíðindunum. Hefur bæjar- stjórnin óskað eftir fundi með Auð- humlu til að fá nánari skýringar. En forsvarsmenn Auðhumlu segj- ast ekki gera þetta að gamni sínu. Fyrirtækið þurfi að hagræða í rekstrinum og bregðast við miklum hækkunum á öllum aðföngum og kostnaði. Er blessuð krónan nefnd til sögunnar í þeim efnum, að ógleymdum launahækkunum. Dýr- ara sé orðið að vinna úr hverjum mjólkurdropa en áður. Ekki verður bakkað Magnús Ólafsson, forstjóri Auð- humlu og MS, segir að með lok- uninni á Blönduósi sparist tugir milljóna króna en fyrirtækið þurfi á þessu ári að hagræða um 400 til 500 milljónir króna. Hagræðingin heldur því áfram en fyrir sléttu ári varð uppi fótur og fit þegar tilkynnt var um lokun mjólk- urbúsins á Egilsstöðum. Eftir hávær mótmæli heimamanna var sú ákvörðun endurskoðuð að hluta og ostaframleiðslu haldið áfram ásamt dreifingu fyrir Austurland. Miðað við orð Magnúsar forstjóra þá er harla ólíklegt að bakkað verði með ákvörðunina á Blönduósi. Hann segir að Mjólkursamsalan muni áfram hlúa að þeim 33 framleið- endum á svæðinu sem hafi lagt inn mjólk á Blönduósi, alls um 4,2 millj- ónir lítra á ári. Hins vegar sé ekki hægt að halda uppi einhverri dreif- ingu á Blönduósi, líkt og gert hafi verið á Egilsstöðum. Framleiðslan á Blönduósi hafi verið það einhæf. Úrvinnsla mjólkurafurða hefur verið starfrækt á Blönduósi í 60 ár en starfsmönnum mjólkurbúsins hefur fækkað hin síðari ár. Nú starfa þar átta manns, þar af einn mjólk- urfræðingur. Verður þeim boðin önnur vinna, m.a. við úrvinnslu sjáv- arbragðefna sem til stendur að flytja frá Skagaströnd í húsnæði mjólkur- búsins á Blönduósi. Auðhumla á hlut í fyrirtækinu SERO sem starfað hef- ur á Skagaströnd frá 1999. Að sögn Magnúsar verða mjólk- ursöfnunarbílar áfram á Blönduósi en sjálf úrvinnsla mjólkurinnar flyst til Akureyrar. Undanskilin er vinnsla á völsuðu mjólkurdufti, sem notað hefur verið til sælgætisgerðar, og flyst hún á Selfoss. „Við höfum verið á fullu við að hagræða, alveg frá því að félagið varð til á síðasta ári. Meðal annars höfum við lagt nið- ur stórfyrirtæki í Reykjavík sem heitir Osta- og smjörsalan, og við er- um í mikilli tilfæringu á framleiðslu til að gera hana hagkvæmari,“ segir Magnús og tekur dæmi um myglu- ostagerðina sem verið er að safna saman í Búðardal. „Við höfum verið að sérhæfa framleiðsluna til að búa okkur undir frekari samkeppni.“ Hvað með byggðasjónarmiðin? Mjólkurframleiðendur í Húna- þingi eru sem fyrr segir ókátir með þessa niðurstöðu. Magnús á Hnjúki segist hafa heyrt í nokkrum starfs- bræðum sínum og allir lýst miklum vonbrigðum og harmi. „Við teljum að byggðasjónarmið hefðu átt að ráða ríkjum og halda samlaginu opnu. Þetta hefur vofað yfir okkur um nokkurt skeið en við töldum okk- ur vera á lygnum sjó og með það góða framleiðslu til duftgerðar að við yrðum áfram með samlagið,“ segir hann og telur nálægð bænda við afurðastöðvar hafa gríðarlegt gildi fyrir greinina í heild sinni. Dýrara að vinna dropann  Svartur dagur, segir talsmaður kúabænda í A-Húnaþingi um lokun mjólkurbús- ins á Blönduósi  Auðhumla þarf að hagræða í rekstri um 400–500 milljónir króna Morgunblaðið/Steinunn Mjólkurbú Mikil hagræðing hefur verið í mjólkuriðnaði og frá miðju ári 2006 hefur störfum fækkað um 120. Starfsmenn Auðhumlu eru nú um 400. Í HNOTSKURN »Auðhumla er samvinnu-félag í eigu um 700 mjólk- urframleiðenda, stofnað vorið 2007 í kjölfar mikilla samein- inga í mjólkuriðnaði. »Meðal dótturfélaga Auð-humlu er Mjólkursamsalan (MS) sem annast rekstur á mjólkurbúum. Á Auðhumla 85% hlut í MS á móti 15% í eigu Kaupfélags Skagfirð- inga, sem rekur eigið mjólk- ursamlag á Sauðárkróki. »Auk Blönduóss hefur MSverið með starfsstöðvar í Reykjavík, Búðardal og á Ísa- firði, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka, formaður Landssambands kúa- bænda, segir að ákvörðun Auð- humlu og Mjólkursamsölunnar komi sér ekki á óvart. Reksturinn sé orðinn samtengdur með eign- araðild Auðhumlu og Kaupfélags Skagfirðinga að Mjólkursamsöl- unni. „Auðhumla á samlagið á Blönduósi og miðað við það sem hefur verið að gerast annars stað- ar á landinu á það ekki að koma á óvart að ekki sé talin þörf á að reka samlög á Akureyri, Sauð- árkróki og Blönduósi, ásamt Búðardal. Þar að auki er afkoman í mjólkuriðnaðinum slæm um þess- ar mundir og það ýtir meira á menn að draga enn frekar úr kostnaði,“ segir Þórólfur. Hann segist hins vegar skilja mjög vel óánægju kúabænda í Húnaþingi. Eðlilega sjái menn eftir samlaginu sem þeir hafi lagt inn hjá alla sína starfsævi og störf- unum sem fylgja. Sjálfur hafi hann gengið í gegnum þetta þegar mjólkursamlaginu í Borgarnesi var lokað á sínum tíma. Kemur formanni LK ekki á óvart ÖLL olíufélögin hækkuðu eldsneyt- isverðið í gær. Skeljungur og N1 riðu á vaðið og hin félögin fylgdu í kjölfarið. Algengt verð eftir þessa hækkun er 169,70 krónur bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu og 187,80 krónur dísilolíulítrinn. Lægst er verðið hjá Orkunni, eða 168 krónur lítrinn af bensíni og 185 krónur lítrinn af dís- ilolíu. Í tilkynningu frá N1 segir, að þar hafi eldsneytisverði ekki verið breytt síðustu 30 daga þrátt fyrir gríðarlegan óróa á gjaldeyrismörk- uðum og olíumörkuðum. Segir N1 að horfur á olíumörkuðum og gjaldeyrismörkuðum séu neikvæð- ar til skemmri tíma litið og því sé ekki hægt að komast hjá verðhækk- un á þessum tímapunkti. Morgunblaðið/Jim Smart Hækkun Dropinn er dýrari en áður. Enn ein hækk- un á eldsneyti ELDUR, sem kom upp í húsi í Hnífsdal á níunda tímanum í gær- morgun, stafaði af rafmagnsbilun en eldsupptökin hafa verið rakin til rafmagnsleiðslu í timburmillivegg. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en töluvert tjón varð vegna elds og reyks. Heimilisfólk hafði farið í vinnu og skóla rúmlega klukkustundu áð- ur en eldsins varð vart. Það voru nágrannar sem urðu reyks varir frá húsinu og tilkynntu Neyðarlínunni. Kom slökkvilið fljótlega á staðinn. Rafmagn olli eldsvoðanum „HUGMYNDIN er mjög áhuga- verð,“ segir Össur Skarphéð- insson, iðnaðarráðherra, um til- lögu Helga Hjörvar, alþingismanns Samfylkingarinnar, í grein í Morgunblaðinu í gær þess efnis að selja Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir ríkisins. Krist- ján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng. Össur Skarphéðinsson segir að öllu máli skipti að orkulindirnar sjálfar verði ekki seldar og það sé tryggt með nýju orkulögunum. „Þetta er möguleiki, sem ég myndi skoða mjög nákvæmlega, ef tillögur kæmu upp um það,“ segir iðnaðarráðherra og bætir við að málið hafi ekki verið rætt á vett- vangi ríkisstjórnarinnar. Kristján þór Júlíusson segir að sjálfsagt sé að skoða þessar hug- myndir um sölu frá öllum hliðum. Þetta hljómi ágætlega við það sem komið hafi fram í umræðunni hjá forsætisráðherra og Pétri Blöndal á Alþingi. Hins vegar hafi hann fyrirvara á auðlindasjóði. steinthor@mbl.is Áhugaverð hugmynd Össur Skarphéðinsson Kristján Þór Júlíusson STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.