Morgunblaðið - 25.09.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 25
✝ GuðmundurGuðni Guð-
mundsson fæddist á
Ísafirði 22. maí
1912. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 3. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Guðna-
son, sjómaður á ís-
lenskum og norsk-
um skipum, f. á
Geirastöðum í Bol-
ungarvík 27. nóv.
1876, og Anna Þórðardóttir
saumakona, f. á Kleifum í Seyð-
isfirði við Djúp 20. des. 1873, d. í
Reykjavík 6. mars 1956. Systir
Guðmundar Guðna var Guðrún
húsmóðir í Reykjavík, f. á Ísafirði
23. nóv. 1906, d. 16. ágúst 1984.
Bræður sammæðra eru Sveinn
Ólafsson, vélstjóri í Reykjavík, f. á
Kleifum í Seyðisfirði við Djúp 10.
sept. 1890, d. 24. des. 1961, og Auð-
unn Guðmundur Árnason, bóndi á
Dvergasteini í Álftafirði við Djúp,
f. á Tjaldtanga í Folafæti við Djúp
14. okt. 1901, d. 30. júní 1991. Faðir
Guðmundar Guðna flutti til Nor-
egs, kvæntist og átti börn þar.
Sonur Guðmundar Guðna og
Guðmundínu Bjarnadóttur, f. 16.
maí 1911, er Úlfar Snæfjörð
Ágústsson, framkvæmdastjóri á
Ísafirði, f. á Ísafirði 3. júlí 1940.
Kvæntur Jósefínu Guðrúnu Gísla-
dóttur, f. á Ísafirði 24. jan. 1940.
Þau eiga fjögur börn, Gísla, Úlf og
Axel Guðna (einn sonur er látinn)
og 5 barnabörn.
Guðmundur Guðni kvæntist
Ástu Svanhvítu Þórarinsdóttur, f.
á Vatnsenda í V-Hún. 26. ágúst
1913. Bjuggu þau mestan sinn bú-
skap í húsi sínu við Langholtsveg í
smiðjufólks í Reykjavík, Kvæða-
mannafélaginu Iðunni og Ætt-
fræðifélaginu (heiðursfélagi)
einnig var hann í Rithöfunda-
sambandinu. Hans aðaláhugamál
voru ættfræði, mannfræði, sagn-
fræði og ritstörf. Hann var ágæt-
lega hagmæltur og orti nokkur
ljóð og urmul af tækifærisvísum
sem sumt hefur birst á prenti í bók-
um og blöðum. Hann var að yrkja
fram á síðasta dag lífs síns. Bækur
hans sem gefnar voru út: „Vaskir
menn“ 1968 (sagnfræðilegir þættir
um menn og málefni) og er í
vinnslu til endurútgáfu. „Saga
Fjalla–Eyvindar“ 1970, endur-
útgefin 2004, og „Svignaskarð“
1975. Jörðin var komin í eigu Iðju,
félags verksmiðjufólks í Reykjavík,
sem hugðist nota hana undir or-
lofsbúðir félagsmanna og var því
gefið út vandað kort af jörðinni
með örnefnum sem höfundur fékk
frá fyrri eigendum og þáverandi
ábúendum.
Auk þessara bóka var búið að
tölvutaka verkið „Djúpmenn“ (allir
sem vitað var að fæðst höfðu í Ísa-
fjarðardjúpi), en fyrirtæki útgef-
anda lenti í ósætti og gjaldþroti og
disklingar lentu á vergangi. Hluti
þess hefur verið prentaður út og er
í eigu Ættfræðifélagsins. Stærsta
verkið sem hann vann á vegum
ættfræðinnar var „Eyrarætt“,
niðjatal Ólafs Jónssonar lögsagn-
ara í Eyri í Seyðisfirði við Djúp.
Verkið reyndist of viðamikið fyrir
tíma borðtölvanna og ættfræði-
forritanna en löngu seinna tók
Ættfræðistofan sig til og gaf út
„Vigurættina“ sem er niðjatal
Þórðar, elsta sonar Ólafs, og varð
það 10 bindi. Eldskírn hans í út-
gáfu ættfræðirita var þegar hann
aðstoðaði höfund og útgefanda
Arnardalsættar við að safna mynd-
um og fleira hjá sínum nánustu, þá
kviknaði sá neisti sem aldrei
slokknaði hjá honum fyrr en lífs-
neistinn slokknaði að lokum.
Útför Guðmundar Guðna fer
fram frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Reykjavík. Börn
þeirra eru: 1) Þór-
arinn Bjarki skrif-
stofumaður, f. í
Reykjavík 18. ágúst
1942, kvæntur Krist-
ínu Líndal kennara, f.
í Reykjavík 29. okt.
1945. Þau eiga tvær
dætur, Ástu og Önnu
Mjöll, og 4 barna-
börn, skildu. Kvænt-
ist Álfheiði Alfreðs-
dóttur hárgreiðslu-
meistara, f. á
Djúpavogi 26. okt.
1941. Hún átti tvö börn fyrir, sonur
látinn. 2) Anna Sigrún kennari, f. í
Reykjavík 7. júlí 1946, d. 17. apríl
1990, gift Johan Julnes skólastjóra
og rithöfundi, f. í Aukra í Noregi
17. júní 1944. Þau bjuggu í Aukra.
Þau eiga 3 börn, Hildu, Leif og
Jenny, og 8 barnabörn.
Guðmundur Guðni var í Kvöld-
skóla iðnaðarmanna á Ísafirði,
einn vetur í Kennaraskóla Íslands
og tvo vetur í Iðnaðarskóla Kefla-
víkur. Hann stundaði ýmis störf
fyrir vestan eftir að hann varð
sjálfs síns herra, svo sem landbún-
aðarstörf, sjósókn á trillum og far-
kennslu við Bjarnarfjörð á Strönd-
um. Eftir að hann kom til Reykja-
víkur vann hann ýmsa verka-
mannavinnu, t.d. í kringum herinn
í Reykjavík og Keflavík en 1956
byrjar hann hjá trésmiðjunni Víði í
Reykjavík hjá Guðmundi blinda
Guðmundssyni og var þar uns
hann hætti sökum aldurs rúmlega
sjötugur. Hann var virkur í félags-
málum og á ungdómsárum sínum
við Drangsnes stofnaði hann stúku
og verkalýðsfélag og tók þátt í
störfum leikfélagsins á staðnum.
Eftir að hann kom til Reykjavíkur
var hann virkur í Iðju, félagi verk-
Afi og amma á Langholtsveginum
spiluðu stórt hlutverk í lífi okkar
systra þegar við vorum að alast upp.
Þau pössuðu okkur oft og um tíma
bjuggum við í risinu hjá þeim. Risið
var eins og ævintýraveröld, alls kyns
spennandi hlutir að skoða og upplifa,
og hægt að skríða inni í súðinni milli
herbergja. Afi var iðulega við ritvél-
ina sína en leit þó stundum upp og gaf
okkur sykurmola. Góðar minningar
eru einnig tengdar fjöruferðum og
bíltúrum með afa og ömmu í grænu
bjöllunni. Það er óhætt að segja að
minningar barnæskunnar eru ná-
tengdar minningum um ömmu og afa
á Langholtsveginum. Frá unga aldri
stóð hugur afa til fræðimennsku,
skrifa og skáldskapar en hann gerðist
iðnverkamaður til að sjá fyrir sér og
sínum. Hann náði þó að sinna vel
hugðarefnum sínum meðfram launa-
vinnunni og fannst okkur systrum
sem hann nýtti hverja lausa stund til
skrifta. Afi var alþýðuhetja, ólst upp
við þröngan kost og átti ekki von á því
að lifa langa ævi. Við höfum oft bros-
að að því þegar hann var ítrekað að
búast við ævilokunum handan við
hornið. Hann bjóst ekki við að verða
fertugur, hann átti ekki von á því að
lifa af heilablóðfallið, háskólagráður
barnabarnanna, brúðkaup þeirra,
fæðingu barnabarnabarnanna, alda-
mótin eða aðrar slíkar vörður á lífsins
vegi. En 96 ára varð hann og var
ennþá að fara gangandi í sund um ní-
ræðisaldur, ótrúlega sprækur. Ekki
tókst honum heldur að verða grá-
hærður nema að litlu leyti. Það er
margt í lífsferli afa sem gerir hann að
hetju í okkar augum en jafnljóst er
það að slíkt hefur aldrei hvarflað að
honum.
Ef það er eitthvað sem lýsir afa þá
er það að hann var orðsins maður og
þá hins skrifaða orðs. Amma talaði
reyndar oft fyrir þau bæði og afi bara
skrifaði og skrifaði. Afi samdi margar
tækifærisvísur og fengum við og síðar
börnin okkar að njóta þeirra. Honum
fannst mjög gaman að því þegar blöð-
in birtu eftir hann vísur eða greinar
og hafði gaman af allri vegtyllu.
Þrátt fyrir að hafa ekki mikla trú á
því að hann yrði langlífur var fróð-
leiksþorstinn slíkur að hann hélt
áfram að læra nýja hluti og að vera
meðvitaður um umhverfi sitt fram á
síðasta dag. Þegar helsta vinnutækið
hans, ritvélin, varð úrelt þá lærði
hann bara á tölvu og að nota rit-
vinnsluforrit. Hann las blöðin af ótrú-
legri athygli fram á síðustu ár og
fylgdist þannig með mönnum og mál-
efnum. Hann lagði sig fram um að
reyna að skilja hvað verðbréfamark-
aður væri og fjárfestingasjóður og
fleiri slíkar nútímastærðir. Þegar
sjónin dapraðist og hann hætti að
geta lesið var stutt í andlátið og lýsir
það því kannski best hvað skrif skiptu
hann miklu máli.
Honum var mjög annt um afkom-
endur sína og vildi fylgjast grannt
með þeim og sérstaklega hvernig lær-
dómurinn gekk. Það var einnig sér-
stakt hversu opinskátt hann gat rætt
við okkur barnabörnin um lífið og til-
veruna og góð ráð fylgdu ævinlega
með. Hann var oft glettinn, hreinskil-
inn en yfirvegaður.
Við þökkum afa kærlega fyrir allar
sögurnar, vísurnar og umhyggjuna.
Minningin lifir áfram.
Ásta og Anna Mjöll.
Guðmundur Guðni
Guðmundsson
✝ Rósa SigríðurAðalsteins-
dóttir fæddist á
Ökrum í Reykjadal
16. ágúst 1943.
Hún lést 16. sept-
ember síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Að-
alsteins Jónssonar
bónda, f. 26.5.
1904, d. 25.10.
1986, og Aðal-
bjargar Stefáns-
dóttur, f. 8.2. 1906,
d. 25.8. 1993. Rósa
var yngst 5 systkina. Hin eru
Stefán, f. 14.2. 1929, d. 7.11.
1930, Jón, f. 20.4. 1932, Stefán,
f. 14.9. 1933, d. 1.11. 2004, og
Þór, f. 20.1. 1941. Fjölskyldan
fluttist að Kristnesi í Eyjafirði
1944 og þar ólust systkinin upp.
Rósa lauk stúdentsprófi frá MA
1963 og meinatæknisnámi í
Stokkhólmi 1965.
Rósa giftist 17.6. 1966 Brynj-
ólfi Ingvarssyni lækni. Þau
eignuðust 5 syni, sem eru: 1)
Ingvar Guðni, f. 17.12. 1966.
Fyrrverandi eiginkona Guðrún
Halla Jónsdóttir. Börn þeirra
eru Bergþóra Kristín, f. 16.7.
1989, Brynjólfur, f. 25.3. 1992,
og Sigfríður Aldís, f. 3.4. 1993.
Guðrún Halla á dótturina Marí-
önnu Ósk, f. 18.2. 1982. 2) Jón
Aðalsteinn, f. 30.4. 1968, sam-
býliskona Arnheiður Kristín
Geirsdóttir, f. 24.11. 1969. Börn
þeirra eru Valdís Ósk, f. 23.9.
1994, Elfar Geir, f. 31.10. 1999,
og óskírð, f. 5.8. 2008. 3) Davíð,
f. 15.1. 1970. 4) Brynjólfur, f.
17.9. 1971, sam-
býliskona Sigríður
Hulda Arnardóttir,
f. 28.9. 1973. Þau
eiga Hinrik Örn, f.
27.5. 2002. 5)
Hjálmar Stefán, f.
20.7. 1981, sam-
býliskona Jóna Hlíf
Halldórsdóttir, f.
28.7. 1978.
Rósa ólst upp við
hefðbundin sveita-
störf eins og venja
var um miðja síð-
ustu öld. Hún fór
að vinna á sumrum á Kristnes-
hæli 14 ára gömul. Eftir stúd-
entspróf vann hún sumarlangt á
skrifstofu í Þýskalandi. Annars
urðu Ísland og Svíþjóð dvalar-
lönd hennar. Rósa vann lengst-
um meinatæknisstörf á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
auk heimilisstarfa og barnaupp-
eldis. Hún sóttist ekki eftir veg-
tyllum og henni var ekki gefið
um opinbera sviðsljósið. Rósa
var listfeng. Hún bjó yfir
óvenjumiklum tónlistarhæfi-
leikum sem hún tók í arf frá
báðum foreldrum sínum. Hún
hafði líka yndi af tónlist og gat
sungið vel. Hljóðfæri léku í
höndum hennar, oftast orgel.
Hún var smekkvís á tónlistar-
flutning. Einnig hafði hún
ágæta teikni- og leikhæfileika.
Rósa var heimakær og helgaði
kraftana fyrst og fremst afkom-
endum sínum.
Útför Rósu fer fram frá
Grundarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Úlfur og blómaálfur
undu við það um stundu
að eiga samleið og sögu
í sól. – Eins og vorsins fjólur
lifna úr dái og dafna
og dansa, mun rósakransinn
með angan frá grænum engjum
umlykja kveðjusumar.
Brynjólfur Ingvarsson.
Lengi vel hélt ég að sú kyrrð
sem ríkti yfir Rósu mágkonu
minni, sú varfærni sem hún sýndi
oft gagnvart heiminum, stafaði af
því að hún var alin upp í sveit en
ekki þorpi.
Stundum hefur þó flogið að mér
að gáfur hennar og samband við
náttúruna hafi sagt henni að í þeim
nýja frjálsa heimi sem blasti við
okkar kynslóð þyrfti að fara að öllu
með gát. Því oftar en ekki lýsti úr
stóru brúnu augunum kímni yfir
því hve viðsjáli heimurinn væri líka
forvitnilegur, kostulegur og
skemmtilegur. Vera kann þó að
hún hafi bara stigið út úr einhverju
ævintýri fremur en eyfirsku sveit-
inni, þannig var að minnsta kosti
allt útlit og yfirbragð þessarar fal-
legu stúlku.
Rósa lauk stúdentsprófi og há-
skólaprófi, og starfaði lengst af
sem meinatæknir við sjúkrahúsið á
Akureyri. Hæfileikar hennar voru
margir, hún lék á orgel, var hagorð
og drátthög. Stærsta verkefnið
hins vegar sem lífið fól henni var
að koma drengjunum fimm, sem
hún eignaðist með æskuástinni
sinni honum Brynjólfi, til manns.
Hún nærði þá líkt og forfeður og
-mæður höfðu gert með ljóði, söng
og spili, hlúði að þeim í veikindum
og ræktaði með þeim táp, fjör og
hlýju.
Og alltaf kom það mér jafn mik-
ið á óvart forðum daga í Reyk-
húsum að sjá hana svona stillta,
lágværa, mitt í fjöri karlmannanna
sex; haldandi í einhverja ósýnilega
strengi sem stýrðu flestu til far-
sældar.
Hún hlúði líka að stórfjölskyld-
unni þótt oft væri vík milli vina;
rödd hennar í símanum, tónlist
sem barst með pósti færðu, eins og
nálægð hennar ætíð, fínlegan yl
inn í tilveru okkar; sá ylur verður
aldrei frá okkur tekinn.
María Kristjánsdóttir.
Kveðja frá fyrrverandi
og núverandi starfsfólki
á rannsóknadeild FSA
Gult í grasi,
grænt í sjó.
Rautt í lyngi,
og ró.
Kyrrð í heiði,
hljótt í skóg.
Þögn á firði,
og þó –
utanymur
austanfar
vaggar sumri,
er var.
(Bragi Sigurjónsson.)
Það haustar að. Gróður býr sig
til vetrarsvefns í okkar fagra firði.
Það er lífsins gangur og við vitum
að vorar á ný. En ein er sú rósin
sem hefur endanlega fellt sín blöð.
Hún var falleg og meðan hennar
naut við varð lífið allt fegurra og
ríkulegra.
Endalokin höfðu verið fyrirsjá-
anleg um tíma en samt kemur
sorgin og slæst í för.
Við erum fátækari.
Við minnumst konu sem vann
sín störf við hlið okkar af vand-
virkni og metnaði. Henni var
margt til lista lagt, skarpgreind,
skemmtileg og á stundum sann-
kallað ljón. Mýkt og þokki fylgdu
henni, réttlætiskennd og heiðar-
leiki voru hennar föstu förunautar.
Við ætlum að muna hlátur henn-
ar, muna eftir brúnu augunum,
sem spegluðu svo margt. Muna
samverustundir glaðar og góðar og
þakka fyrir þær.
Nú sefur allt svo vel og vært,
sem var í dagsins stríði sært,
Við látum þetta brotabrot úr
ljóði Davíðs Stefánssonar fylgja.
Það huggar.
Ástvinum Rósu vottum við
dýpstu samúð.
Margrét Ásta Skúladóttir
(Gréta.)
Rósa Sigríður
Aðalsteinsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU CHARLOTTE JÓNSSON.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í
Reykjavík.
Reynir Hólm Jónsson, Anna Stefánsdóttir,
Sigrún Hólm Jónsdóttir, Benedikt Arason,
Haukur Franz Jónsson, Auður Hafsteinsdóttir,
Jón Ingimar Jónsson, Anna Finnbogadóttir,
Stefán Jónsson, Teodora Marinósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir okkar,
ÞORSTEINN JÓNSSON,
Denni,
vélstjóri
frá Ísafirði,
Arnarhrauni 18,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 19. september, verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 26. september kl. 11.00.
Fyrir hönd systkina,
Þorleifur Ófeigur Jónsson.