Morgunblaðið - 25.09.2008, Page 29

Morgunblaðið - 25.09.2008, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2008 29 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ÆTLA ÚT AÐ NJÓTA NÁTTÚRUNNAR ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA ÉG ER EKKI HRIFINN AF NÁTTÚRUNNI Í STÓRUM SKÖMMTUM FRÍÐA, KOMDU OG NÁÐU Í KÖTTINN ÞINN! ÞÚ ÆTTIR ÞÓ AÐ MINNSTA KOSTI AÐ SKAMMAST ÞÍN! ÞETTA ER HRÆÐILEGT... ÉG GET EKKI GENGIÐ UM MEÐ ÞENNAN KÖTT Í ALLAN DAG KALLI ER NÚ MEIRA FÍFLIÐ! HANN ÁTTI AÐ HALDA Á HONUM! HANN PLATAÐI MIG! FARÐU AÐ SOFA! ER Í LAGI AÐ ÉG HORFI Á NÆSTA ÞÁTT? NEI! ÞÚ ÞARFT AÐ SOFA! MÁ ÉG HORFA Í KORTER Í VIÐBÓT? EN TÍU MÍNÚTUR? EN EF ÉG HORFI BARA Í FIMM MÍNÚTUR Í VIÐBÓT? FARÐU AÐ SOFA! ÉG ÆTLA BARA AÐ HORFA Á NOKKRAR AUGLÝSINGAR Í VIÐBÓT! ÞETTA ER UPPÁHALDS AUG- LÝSINGIN MÍN ÞETTA VAR ORÐIÐ FREKAR AUMKUNARVERT MÉR FINNST SKEMMTILEGT AÐ KASTA STEINUM OG KLIFRA Í TRJÁM HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGT AÐ GERA? MÉR FINNST SKEMMTILEGT AÐ HUGSA OG LESA BÆKUR MAMMA HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR... ANDSTÆÐUR LAÐAST HVOR AÐ ANNARI VARAÐU ÞIG! HANN ER ENGINN VENJULEGUR BOXER... HANN ER KICK BOXER ÉG TALAÐI VIÐ KENNARANN HANS KALLA OG HÚN SAGÐI AÐ HANN ÞYRFTI BARA HVATNINGU VIÐ ÞURFUM AÐ GERA ÁÆTLUN. VIÐ ÞURFUM AÐ FINNA JAFNVÆGI Á MILLI FRÍÐINDA OG REFSINGA. VIÐ SKULUM EKKI FLÆKJA ÞETTA OF MIKIÐ EF ÞÚ KEMUR STÆRÐFRÆÐIEINK- UNNINNI ÞINNI UPP Í „A“ FYRIR LOK MÁNAÐARINS FÆRÐU 5.000 kr. FRÁBÆRT! LÁTUM OKKUR SJÁ... ÆTTI ÉG AÐ FARA INN EÐA ÆTTI ÉG AÐ BÍÐA EFTIR KORDOK HÉRNA ÚTI? EF ÞÚ VILT GERA ÞAÐ SEM ER BEST Í STÖÐUNNI ... ÞÁ KEMUR ÞÚ HONUM AÐ ÓVÖRUM HVER Í HEIMINUM ERT ÞÚ? Velvakandi GOTT er að vera búinn að hreinsa niðurföllin fyrir þessa miklu rigning- arviku sem nú er spáð. Starfsmenn Reykavíkurborgar vinna hér við það. Morgunblaðið/Valdís Thor Niðurföllin hreinsuð Óbreyttir borgarar í stríðs- átökum – ekki einfalt mál NOKKUÐ hefur verið um fréttir af falli óbreyttra borgara í stríðs- átökum í Austurlöndum að und- anförnu. Það er ekkert nýtt að óbreyttir borg- arar séu drepnir í stríðsátökum. Nú er mikið rætt um hryðjuverk í Austurlöndum nær. Sumum loft- árásum í seinni heimsstyrjöld- inni, t.d. loftárás Breta á Dresden, mætti líkja við hryðjuverk. Liðs- menn vestrænna herja og banda- menn þeirra, sem eiga í átökum við skæruliða og uppreisnarmenn í þess- um löndum, og stuðningsmenn al- Quaida, liggja undir ámæli um að gera árásir á óbreytta borgara. Þetta er ekki einfalt mál. Íslensk kona sem býr í landi fyrir botni Miðjarðarhafs lýsti t.d. aðferðum Hisbollah þegar þeir skjóta eldflaugum á Ísrael. Hún kallaði þá heigla. Aðferð þeirra er að fara með skotpallana inn í íbúða- hverfi, skjóta eldflauginni og hafa sig síðan á brott. Ísraelar svara með því að skjóta til baka á þann stað sem árásareldflaugin kom frá. Óbreyttir borgarar eru þannig gerðir að fórn- arlömbum og andstæðingarnir, í þessu tilfelli Ísraelar, eru sakaðir um að gera árásir á óbreytta borgara. Gott að nota slíkt í áróðursstríðinu. Bókstafstrúarmenn islamista af- saka þessa hegðun sína með því að vísa í heilagt stríð gegn villu- trúarmönnum og að fórnarlömbin séu því píslarvottar sem eigi vísa paradísardvöl fyrir bragðið. Sama gildir um þá sem falla í sjálfsmorðs- árásum, en flestir þeirra eru trú- bræður árásarmannanna. Skæru- liðar Hamas í Palestínu beita sömu aðferðum. Al-Quaida-liðar og stuðn- ingsmenn þeirra í Írak beita einnig þessum aðferðum og nú eru talib- anar í Afganistan farnir að fara að dæmi þeirra. Þegar óbreyttir borg- arar falla í stríðsátökum er auðvelt að nota það í áróðursskyni og sökin oftast talin vera þeirra sem eru að svara fyrir árásir sem þessar. Þetta er þekkt úr Víetnam-stríðinu þar sem óbreyttir borgarar og jafnvel börn voru notuð til þess að fremja hermdarverk á hermönnum Banda- ríkjamanna og samherja þeirra. Her- menn Viet-Kong dulbúnir sem bændur gerðu oft árásir á hermenn úr launsátri. Börn voru jafnvel notuð í þessu skyni. Drengur á reiðhjóli hjólar framhjá hópi hermanna sem sitja við götu fyrir utan veitingahús og drengurinn varpar að þeim hand- sprengju sem grandar þeim og hjól- ar svo á brott. Margt fleira í þessum dúr var al- gengt í því stríði. Afleiðingin var spenna og taugaveiklun hjá her- mönnum bandamanna sem kusu að taka enga áhættu, skjóta fyrst og spyrja svo á eftir. Þetta eru atriði sem fólk verður að hafa í huga þegar deilt er á hermenn vesturveldanna fyrir dráp á óbreyttum borgurum. Slíkir atburðir eru einnig daglegt brauð annars staðar í heiminum, t.d. í Afríku, í Súdan, Kongó og Sómalíu þótt vestrænir stríðsmenn komi þar hvergi nærri. Þessu verður ekki breytt fyrr en SÞ koma sér upp her- sveitum sem hægt er að senda til slíkra svæða til þess að skakka leik- inn. En á meðan stórveldin hafa neit- unarvald í öryggisráðinu er engin von til þess að SÞ verði alvöru al- þjóðasamtök. Stríð er alltaf óhugnað- ur en það er of einfalt mál að kenna bara öðrum aðilanum um allt sem miður fer. Hermann Þórðarson, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Hermann Þórðarson Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Blöðin kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, botsía kl. 10, tölvukennsla kl. 10.30, vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50, myndlist kl. 13 og Grandabíó kvik- myndaklúbbur og bókmenntaklúbbur, ís- lenskar nútímabókmenntir kl. 13. Árskógar 4 | Opin smíðastofa kl. 9, botsía kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leik- fimi kl. 11, handavinna kl. 12.30 og myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Fyrirlestur í umsjón Evu Hreinsd. og Erlu Erlingsd. hjúkr- unarfræðinga kl. 13.30. Hárgreiðsla, böðun, leikfimi, almenn handavinna, myndlist, dagblöð, fótaaðgerð, bókband. Dalbraut 18-20 | Lýður Benediktsson leikur á harmonikku. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Námskeið í framsögn, upplestri og grunnatriði leikrænnar tjáningar verður á þriðjud. kl. 17.30 og hefst 14. okt. ef næg þátttaka fæst. Farið verður í flutn- ing á bundnu og óbundnu máli. Leiðb. Bjarni Ingvarss. Skráning í s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, rammavefnaður í handa- vinnustofu, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30 og myndlistarhópur kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna og ganga kl. 9, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Myndlist/málun kl. 9 fullb., gönguhópur kl. 11, karlaleikfimi kl. 13, handavinna kl. 13. Bingó á Garðaholti kl. 19.30 fyrir þá sem eru skráðir. Rúta frá Garðabergi kl. 19.15 og Jónshúsi kl. 19.20. Hraunbær 105 | Postulínsmálun, bað- þjónusta kl. 9, botsía kl. 10, leikfimi kl. 11, félagsvist kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9-16, botsía kl. 10, félagsvist kl. 13.30, aftur af stað kl. 16.30 með Björg F. Böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Línudans í Húna- búð, Skeifunni 11, Rvk. kl. 16.30-18. Uppl. í síma 564-1490, 554-2780 og 554- 5330. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug á morgun kl. 9.30. Korpúlfsstaðir, vinnustofur | Lista- smiðja, gleriðnaður og tréskurður á fimmtud. kl. 13 og föstud. kl. 9 og 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og æfingar kl. 9.45, botsía karlaklúbbur kl. 10.30, handverks- og bókastofa kl. 13, botsía kvennaklúbbur kl. 13.30. Hárgreiðslustofa s. 552-2488, fótaaðgerðastofa s. 552-7522. Laugardalshópurinn Blik, eldri borg- arar | Leikfimi fyrir eldri borgara í Íþróttahúsi Ármanns-Þróttar kl. 11. Norðurbrún 1 | Handavinna hjá Halldóru 9, leirnámskeið hjá Hafdísi kl. 9 og 13. Hárgreiðslustofa s. 588-1288, fótaað- gerðarstofa s. 568-3838. Sími 411-2760 Vesturgata 7 | Fótaaðgerðir, hárgreiðsla og handavinna kl. 9, kóræfing og leikfimi kl. 13, tölvukennsla kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og postulínsmálun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinna frá kl. 13, spilað kl. 13, stó- ladans kl. 13.15. Upp. í síma 411-9450.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.