Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 10
6
verka hvern einasta kjötbita eins, og eins og neytandi
óskar, og selja kjötið síðan beint, eða svo beint sem
frekast er hœgt, til neytanda.
Enn er minnst af kjöti sláturhúsanna sent beint ti!
neytanda, og að eins nokkur hluti þess, hjer frá sunn-
lenzku bændunum, seldur beint til sameignarkaupfjelag-
anna dönsku.* En þessi hluti, ásamt þeim sem Larsen í
Esbjerg selur beint til dönsku bændanna, selst alltaf
bezt, og er orsök þess, að 1908 fæst að meðaltali eyrir
meira fyrir það kjöt, sem selt er í Danmörku, en hitt,
sem selt er í Noregi eða annarstaðar.
Gæðum kjötsins er líka enn áfátt, og svo er mikið af
kjöti útflutt, sem er illa verkað og spillir fyrir hinu. Pað
eru enn bændur til, sem vilja heldur láta kaupmennina
fá sitt kjöt, en sláturfjelögin, og með því gera sjálfum
sjer og öðrum skaða. Pað er því nokkuð til takmarks-
ins enn. En að því verður að vinna. Fleiri og fleiri
verða að safna sjer undir merki samvinnunnar og verka
kjöt sitt eins, og það i fjelagi. Pá kemur að því, að það
verður nóg að segja: að í þessari tunnu sje islenzkt kjöt,
til þess að allir þori að kaupa hana, því þá verður
reynslan búin að sýna, að íslenzkt kjöt er alltaf gott.
En hvenær verða allir bændur komnir með, svo hægt
verði að segja þetta? Ef við ekki náum takmarkinu, þá
ná eptirkomendur vorir því, og við skulum Ijetta þeim
veginn, við skulum undirbúa akurinn.
2. Ulliq.
Pó verð útfluttrar ullar árlega' nemi á aðra milíón
króna, þá er þó sáralítið gert til þess að bæta markað
* Hjer er dálítið blandað málum. Sunnlendingar hafa mestmegnis
selt Larsen og fleiri umboðsmönnum, en norðlenzku fjelögin,
einkum Kaupfjelag Eingeyinga, liófu fyrst bein viðskipti við
dönsku kaupfjelögin, sem fara vaxandi.
S. /.