Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 18

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 18
14 þau að meðaltali, að öllum kostnaði frá (Kr.) dregnum, en það er jágóði ....== 22.50 6. Á sláturhúsi eru garnirnar hirtar, og svo fæst líka meira fyrir gœrurnar; geri eg það hvorutvéggja...................................20.00 Þetta, samanlagt, gerir þá tæpar 400 krónur, og það gœti hver bóndi grætt að meðaltali á ári, einungis með samvinnu og fjelagsskap. Eg skal nú strax viðurkenna, að sumar af þessum tölum eru áætlaðar, en þó byggðar á svo sterkum lík- um, að þær verða varla hraktar með sanngirni. Og flestar þeirra eru líka byggðar á eigin reynslu, og hún verður þó ekki hrakin. Og að öllu þessu athuguðu segi eg: Eg skil ekki, mjer er með öllu ómögulegt að skilja, hugsunarhátt þess bónda, sem ekki vill styðja að samvinnu og fje- lagsskap. Eg get ekki fundið neina ástæðu til þess. Og þó er það margt og mikið, sem móti samvinnu er haft, óg vil eg nú, eptir því sem tími vinnst til, drepa á sumt af því. Sumum þykja það rangindi mikil að bola kaupmönn- um frá, og segja, að það sje það sem við kaupfjelags- menn viljum. Já, það viljum við að vísu gera, en mjer finnst það vera svo langt frá því að vera rangt, að það þvert á móti sje það rjetta og gagnlega fyrir þjóðina og landið. Eða, hvaða meining er í því, að láta marga menn lifa á annara framleiðslu? Og hvað framleiða kaupmenn? Getur nokkur bent mjer á að þeir framleiði nokkur gæði úr skauti jarðarinnar? Eg hygg ekki. Og er þá ekki betra fyrir þjóðina að þessir menn starfi að arðberandi vinnu og hjálpi til að ná auði úr skauti jarðarinnar. Eg held því þess vegna fram, að það sje þjóðinni fyrir beztu, að það sjeu svo fáir kaupmenn, sem frekast er unnt. Þá þykja bönd samvinnunnar þung ófrelsisbönd. Mönnum finnst þessi skylda, að verzla við fjelagið, ó-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.