Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 25

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 25
21 á sumum stöðum hepnast vel, og verið vinsælt í ein- stöku stærri kaupfjelögum. 9. JViótbárur gegr) kaupfjelögum. »Fátt er svo að öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott,« segir gamalt orð; en það mætti og með rjettu víkja þessu við og segja: fátt er svo að öllu gott, að engir annmarkar fylgi. Petta má þá einnig heimfæra til kaup- fjelaganna: Pau era til skaða fyrir verzlunarstjettina. Kaupfjelag með góðri stjórn gerir einn verzlunarmann óþarfan, eða optast nær fleiri. Pað er einmitt tilgangur kaupfjelaganna, að neytendur njóti sjálfir nokkurra þeirra peninga, sem nú lenda í vösum verzlunarmanna. Er hægt að verja þetta? Já, vissulega. Verzlunarstjettin framleiðir ekkert það, er verðgildi hafi. Rjettmæti hennar byggist á því, að vera nauðsynlegur milliliður meðal framleiðanda og neytanda. Sje hægt að vera án þessa milliliðs, þá er það sparnaður, eigi að eins fyrir neyt- endurna, heldur og fyrir þjóðfjelagið í heild sinni. Nokkur hluti þeirra manna, sem nú vinna að verzlunar- störfum — vinnu, sem ekkert framleiðir —, hverfa þá til þeirra starfa, sem framleiða eitthvert verðmæti: þeir vinna gagnlegt starf fyrir þjóðfjelagið. Að minnsta kosti er engin sanngirni í því að krefjast þess, að verkamenn og aðrir á þeirra reki skuli verða að klípa töluvert af sínum lítilfjörlegu Iaunum til þess að framfæra fjölmenna og efnaða verzlunarstjett. Öllum breytingum á atvinnuvegum manna geta fylgt óþægindi fyrir ýmsa einstaklinga, meðan á breytingunum stendur. En einstaklingarnir geta eigi átt von á því, eða krafizt þess, að nauðsynlegum endurbótum sje sleppt, að eins þeirra vegna. Pess er heldur ekki að vænta, að kaupfjelögin geri alla verzlunarmenn óþarfa, langa lengi. Reir munu halda áfram, sem þjóðfjelaginu eru verulega þarflegir. Hinum fækkar, smátt og smátt, en ekki snögglega. Og hinir

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.