Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 30

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 30
26 arinnar. Nýjum fjelagsmönnum er og veitt inntaka, og því næst gengið til atkvæða um lög fjelagsins. F*á er valin fjelagsstjórn og endurskoðendur. Fjelagsstjórnin velur formann og varaformann úr sínum flokki; hún velur einnig framkvæmdarstjóra, en eigi þarf hann jafn- framt að vera í stjórnarnefnd. Tala stjórnarnefndarmanna er jafnan látin standa á stöku, og kjósa menn helzt, að þeir sjeu búsettir á víð og dreif meðal fjelags- manna. Aðalgrundvallaratriðin í bygging ensku kaupfjelaganna — og sem öll onnur kaupfjelög ættu órjúfanlega að fylgja — má setja þannig fram í stuttu máli: 1. Hver maður getur orðið fjelagi, hvort sem hann er fátækur eða ríkur, og í hvaða stöðu sem hann er. 2. Hver fjelagi hefir eitt — og að eins eitt — atkvæði, án tillits til þess sem hann hefir lagt fram sem veltufje. 3. Rekstursfjeð útvega fjelagsmenn sjálfir, og eru greiddir af því almennir vextir. 4. Kaup og sala fer að eins fram gegn borgun í peningum. 5. Vörunum er úthlutað með hinu almenna söluverði, þegar kaup eru gerð. 6. Hinum hreina ágóða er skipt meðal fjelagsmanna, í hlutfalli við vörukaup þeirra í fjelaginu. 7. Fjelagsmenn sjálfir ráða starfsemi fjelagsins og hafa eptirlitið, með því að velja sjálfir nægilega marga menn í stjórn fjelagsins og kjósa endurskoðendur, er ekki sjeu úr flokki fjelagsstjórnar. Öll þessi atriði þarf að taka skýrt fram í fjelagslögun- um sjálfum. Að öðru leyti er gott að sníða lögin eptir þeim fyrirmyndum, sem almennt hafa gefið góða raun, þar sem viðlíka hefir staðið á.* * Á eptir þessari grein í bókinni eru prentuð kaupfjelagslög, sem víða munu nú gilda í Danmörku, án teljandi breytinga. 5. /.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.