Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 42

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 42
38 un, sem er ávöxtur af starfi forfeðranna í þúsundir ára. Eins óg það er víst að oss líður nú betur vegna starfa forfeðranna, jafn víst er hitt að vjer eigum að reyna, af fremsta megni, að skila arfinum hinni komandi kynslóð með góðum vöxtum. Það væri ekki að lifa manninum samboðnu lífi, ef hver hugsaði að eins um það, að eiga sjálfur sem þægi- legasta daga. Verulega nýtur starfsmaður verður að finna til þess, að hann stendur i sjálfskuldarábyrgð með kynslóðinni, eigi að eins þeirri, sem nú er uppi, heldur og þeirri, sem horfin er, og hinni, sem fram undan er. Það er skylda fjelagsmanna að byggja fastan grund- völl fyrir þá starfsemi, sem þeir hafa verið að stofnsetja, svo viðtakendur líði engan skaða fyrir þær sakir. Helzt af öllu ættum vjer að bæta kjör þeirra. Góður og ör- uggur varasjóður er traustur grundvöllur fyrir kaupfje- lagsskapinn. Ef, t. d., árlega er lagður lh % af við- skiptaveltunni til varasjóðs, þá er það ekki tilfinnanlegur þungi fyrir fjelagsmenn, en með tímanum getur þetta orðið að álitlegum varasjóð, er hafi mikla þýðing fyrir fjelagið, þegar fram líða stundir. 11. Vörumat við reikningsskil. Pað er ekki fágætt í kaupfjelögunum þegar reiknings- skil eru gerð og eignareikningur saminn, að sú villa slæðist þá inn í, að vöruleifarnar eru taldar með útsölu- verði, en ekki innkaupsverði, sem þó ætti auðvitað að vera. Vörurnar eru auðvitað ekki meira verðar en hægt væri að kaupa aðrar eins fyrir, á sama tíma. í mesta lagi mætti telja flutningskostnað með. Pað er eptir allur annar kostnaður við það, að koma vörunum í verð. Nákvæmast verður að hafa tvo dálka við vörutalninguna; er útsöluverðið sett í annan þeirra, en innkaupsverðið í hinn, eða það verð, sem vörurnar myndu þá kosta við innkaup. Mismunurinn verður þá til frádráttar. F*ó verð-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.