Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 56

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Síða 56
52 En, nú er annar vegur til, en þessi dýra og ógeðfelda gata til útlanda, og það er einmitt vegur samvinnufjelags- skaparins heima i sveitunum sjálfum. Löggjafar landsins hafa rutt þennan nýja veg og lagt þá stefnu og undir- stöðu, sem vel má byggja á og endurbæta síðar meir, eptir því sem reynslan bendir til. Enn sem komið er hefir aðalstefnunni ekki verið fundið mikið til foráttu. Samvinna og sjálfforrœði eru aðalmarksteinarnir. Leiðin er sú: að hvert sveitarfjelag, eða fleiri í sam- einingu, hafa heimild til að stofna brunabótasjóð fyrir sig, með endurtrygging í sameiginlegum brunabótasjóði, er Iandssjóður styrkir, og stjórnarráð landsins hefir ept- irlit með. Lögin um þetta efni eru frá 20. Október 1905 (Nr. 26). Eins og þar er ráðgert, hafa síðan komið út reglugerðir, er fylla út lögin og skýra þau; eru þær um brunabóta- sjóðina sjálfa, tilhögun eldstæða m. fl. og um hinn sam- eiginlega brunabótasjóð. Tímaritið vill nú alvarlega hvetja alla sveitamenn, og þá eigi sízt samvinnufjelaga, til þess að athuga lög þessi og reglugerðirnar vandlega, og hagnýta sjer því næst þá heimild og ákvæði þau, sem þar er að finna,— það yrði of langt mál, að flytja hjer ágrip af lögunum og reglugerðunum, sem eru langar og margbrotnar. Menn verða að kynnast þessu sjálfir út í æsar. Sumir telja það ókost, hversu störf sveitarstjórna vaxa mikið við stofnun brunabótaSjóðanna, og það án ákveð- ins endurgjalds. Víst vaxa þessi störf töluvert. En eiga ekki sveitarstjórnir, fyrst og fremst, að bera fyrir brjósti heill fjelags síns og tryggja hagsmuni þess, og þá með- al annars með því, að auka verðskuldað traust annara á fjelaginu, minnka þá hættu, sem stafar af þurfamanna- framfæri, en efla gjaldþolið? Að öllu slíku miða þessi nýju lög. Og hver myndi banna að veita svolitla þókn- un fyrir hin auknu störf, þar sem það væri almennur vilji gjaldenda?

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.