Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 59
55
ekki gleymdar. Vjer lifum oss inn í fornöldina, því þá
eru uppi margir glæsilegir menn og þjóðskörungar. F*á
gerist þjóðarsaga. Svo liggur sagan eins og niðri um
marga mannsaldra. Það gerist fátt sögulegt. þjóðin er
að berjast við að hverfa ekki alveg, en þá er optast
undanhald en ekki íramsókn. En svo tekur þjóðarsagan
aptur til máls kringum 1800. Þá er vakningin byrjuð,
og endurreisp ýmsra málefna; þá koma nýir glæsimenn
frani á sjónarsviðið. F*á kemur »móðuhallærið« og »sigl-
ingaleysisárin«, hinar síðustu verulegu þrekraunir þjóð-
arinnar, sem vjer höfum svo ljósar sagnir um, frá afa
og ömmu eða öðrum gömlum og minnugum mönnum.
F’essar raunir stóðst þjóðin furðanlega. Trúin óx á þraut-
seigju þjóðarinnar, og ný trúarsetning fór að greiða sjer
veg: trúin á landið, og sú setning glæddi vonirnar um
viðreisn þjóðarinnar.
Verzlunarsaga vor í síðast liðin 100 ár getur brugðið
birtu yfir margt, sem verið hefir að ryðja sjer til rúms á
þeim tíma. Hún bendir á búnaðarhættina, heimilisiðnað-
inn, viðskiptamagnið, hvaða vörur voru fluttar til út-
landa, hvaða vörur menn fengu frá útlöndum, hverju
þær vörur námu á mann, verðlagið á báða bóga, hvern-
ig mönnum gekk þá að bjargast við landsins eigin gæði,
m. fl. og fl. Með rækilegri athugun á öllu þessu er hægt
að fá margan skemmtilegan fróðleik. Pá koma og eigi
síður fram ýmsar bendingar um það, að hve miklu leyti
vjer höfum »gengið til góðs götuna fram eptir léið«, og
að hverju leyti vjer kunnum að hafa vikið frá því, sem
þjóðhollast hefði verið að fylgja, eptir landsháttum og
allri aðstöðu.
Eg hefi haft undir hendi gamla verzlunarreikninga,
sem geta gefið drög til fræðslu um verzlunarhætti sveita-
bænda í F’ingeyjarsýslu, um all-langt árabil á öldinni
sem leið. Reikningar þessir eru frá hinni gömlu verzlun
Örum & Wulffs á Húsavík, sem enn heldur þar áfram
verzlun. F’eir ná yfir árabilið 1817 til 1857, eða 40 ár