Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 62

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Page 62
58 þrælbundnir vinnunni; nú er margur orðinn þræll iðju- leysisins. Menntalöngun er líklega meiri hjá ungu fólki en áður var, og fræðslutækin fleiri, en því er miður, að ávextirnir af þessu eru of misjafnir. Sumt af þessu menntafólki gerir svo nauðalítið landinu og þjóðinni til gagns. Búnaðarhættirnir stefna nú hröðum fetum að því, að menn neyti sem minnst innlendrar fæðu, er landið getur framleitt, en í skiptuin eru fengnar útlendar korntegund- ir, kaffi, sykur og fl. Menn nota mjólkina minna en áð- ur á sauðfjárbúunum; hún gengur mikið til þess að gera Iömbin að hæfari verzlunarvöru; allt kjötið er síð- an víða selt til útlanda, svo á sumum heimilum sjest það aldrei á borði, nema þegar skepna slasast eða ferst úr »pestinrii«. Ull og skinn fer sömu leiðina, að mestu, en í staðinn er keypt »skótau«, margskonar álnavara og, nú síðustu árin, firnin öll af tilbúnum fatnaði, síðan kvennfólkið fjekkst ekki til þess að læra fatasaum. Nú á tímum er full þörf á því að vjer athugum vel farinn veg og hvað við horfir í framtíðinni. Mörgum mönnum finnst nú vera skollin á óöld i búnaði og lifn- aðarháttum yfirleitt; eðlilega fylgir þá einnig, sem af- leiðing, óöld i allri pólitik landsmanna. Hin almenna saga sýnir það, að þar sem svona hefir verið ástatt hjá einhverri þjóð, og hún hefir ekki bœtt ráð sitt, þá hefir hún fljótlega orðið annari þjóð að herfangi, sem minna hafði vikið frá háttum síns eigin föðurlands, eða þeim kröfum, sem eðli lífsins gerir til hraustra og hugprúðra manna. * * * * * * * * * Til þess að skýra dálítið betur verzlunarafstöðu vora, fyr og nú, set eg hjer smáútdrætti úr verzlunarreikningum þeim, sem að framan eru nefndir, og tek þá einstöku ár með nokkuru millibili, ásamt fáeinum athugasemdum.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.