Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Side 68
64
IV. Kafli úr „Ófeigi“.*
í rauninni er aldrei nokkur fundur haldinn svo í kaup-
fjelaginu, að hann ekki geti gefið efni til margskonar
hugleiðinga um skoðanir þær og stefnur, eða stefnu-
leysi, sem fram koma á fundunum, um afstöðu þeirra
skoðana við tilgang fjelagsins, krapta og framtíðarörlög.
Pví á fundunum koma opt fram afar-hjáléitar og and-
stæðar skoðanir um fiestallt það, er snertir starfsemi og
stjórn fjelagsins, bæði út á við og inn á við; svo and-
stæðar, að þær geta með engu móti haft sameiginlegt
markmið, eða Ieitt þangað.
Nú er stefnumið fjelagsins glöggt og ákveðið, og að
því getur varla legið nema ein bein leið, en skoðanir
þær, sem stundum eru fluttar á fundunum, stefna þó
opt sín í hvora áttina. Er þá ekki nema um tvennt að
gera: annaðhvort stefna ekki allir að sama markinu, eða
mönnum eru ekki ætíð ljósar afleiðingarnar af skoðun-
um sínum, og það hygg eg rjettara; því ólíklegt er, að
sumum skoðunum sem koma fram á fundunum, væri
haldið fram með því öryggi, sem opt á sjer stað, ef
flytjendum þeirra væri vel Ijóst til hvers þær hlytu að
leiða, ef þær næðu fram að ganga.
Þetta er nú ópt afsakanlegt, því starfsemi kaupfjelags-
ins blasir við mönnum frá mjög svo ólíkum sjónarmið-
um. Eitt sjónarmiðið er t. d. heima hjá mönnum. Þar
blasa við þarfir og hagsmunir heimilanna, eða, í hæsta
lagi, deildarinnar. A þessu sjönarmiði er þorri fjelags-
manna staddur, og Iítur fyrst og fremst þaðan á málin.
* »Ófeigur« er skrifað blað, sem gengur meðal fjelagsmanna í
Kaupfjelagi Þingeyinga. Það flytur fundargerðir, verðlagsskrár,
ritgerðir, auglýsingar stjórnarnefndar og fl. Þessi ritgerðarkafli
fylgdi aðalfundargerð fjelagsins þ. á.
S./.