Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, var mjög ánægð- ur með útkomuna af fundi með hol- lensku sendinefndinni sem kom til landsins á föstudag vegna viðræðna um íslenska innlánsreikninga í Hol- landi. „Utanríkisráðuneytið hefur leitt þessar viðræður og á þessari stundu er hægt að segja að þær hafi gengið ákaflega vel,“ sagði Össur um hádegið í gær. „Ég tel að í sjónmáli sé lausn sem byggist á hugmynd sem var þróuð hér síð- ustu daga af nokkrum ráðherrum, sérfræðingum og ráðgjöfum sem kallaðir voru til aðstoðar,“ sagði Össur og sagði þá lausn verða kynnta innan tíðar. „Ég er mjög vongóður um að sú leið sem við höfum ákveðið í þessu máli geti leitt til lausnar á útistand- andi vanda sem við eigum í vegna innlánsreikninga hjá ýmsum þjóð- um.“ Mjög ákveðnir en sanngjarnir Össur sagði hollensku sendi- nefndina hafa verið mjög ákveðna á fundinum og þekkt málið til þraut- ar. „En þeir voru líka sanngjarnir að því leyti til að þeir vildu aðstoða við að finna lausn og buðu upp á aðrir seðlabankar og aðrar þjóðir renna í þá slóð, þannig að hér eiga að vera mjög tryggir möguleikar á að ná aftur upp gjaldeyrismarkaði á tiltölulega skömmum tíma, treysta gengið og fara í umtalsverða vaxta- lækkun í framhaldinu,“ sagði Össur. Að mati hans yrði einnig mjög at- hyglisvert ef Íslendingar yrðu fyrsta ríkið sem færi inn í aðstoð- aráætlun Japana um lán úr 1.000 milljarða dollara gjaldeyrisvara- sjóði. Fundað var einnig með bresku sendinefndinni vegna innlánsreikn- inga í Bretlandi en fundir stóðu enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun. skapandi lausnir,“ sagði Össur. Hann sagði að Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra mundi um helgina eiga frumkvæði að því að tala símleiðis við 4-5 viðskipta- ráðherra annarra landa vegna ís- lenskra innlánsreikninga þar í lönd- um. „Ég vona því að bak helgi verði búið að leiða í jörð obbann af þeim erfiðu diplómatísku vandamálum sem hafa tengst þessum innláns- reikningum.“ Össur lýsti þá þeirri skoðun sinni að Íslendingar ættu að sækja um stuðning IMF og ólíklegt væri á þessu stigi að IMF setti of ströng skilyrði fyrir stuðningi. „Niðurstaða mín er sú að ef við óskum eftir að- stoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni Mjög vongóður um lausnir Össur Skarphéðinsson bjartsýnn vegna Hollandsdeilu og fundað er með Bretum Morgunblaðið/Kristinn Deilur Breska sendinefndin er skipuð embættismönnum breska fjármálaráðuneytisins og Englandsbanka og fleiri. Morgunblaðið/Kristinn Stíft Breska sendinefndin mætti til fundar í utanríkisráðuneytinu í gær- morgun og stíf seta var framundan til að leysa deilur ríkjanna tveggja. Í HNOTSKURN »Milliríkjadeila Breta og Ís-lendinga hófst á mjög snarpan hátt en forsætisráð- herrar ríkjanna vonast eftir lausn. »Breskir fjölmiðlar segja aðhætta sé á að góðgerðar- samtök, sjúkrahús, háskólar og sveitarfélög tapi miklu fé vegna íslenskra reikninga. HLAUP er hafið í Skaftá samkvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum í gær og gert var ráð fyrir því að hlaupið yrði í stærra lagi, að sögn Al- mannavarna. Hætta var á að vegir lokuðust. Hratt óx í ánni við Sveinstind í gærmorgun og gert var ráð fyrir vatnavöxtum í byggð síðar um dag- inn eða í gærkvöldi. Fólki var ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum Skaftár vegna brennisteinsmengun- ar. Upptök Skaftár eru úr Skaftár- jökli í Vatnajökli, austan við Langasjó. Ef verulega vex í ánni er hætta á að vatn flæði yfir veginn við Hóla- skjól rétt við Eldgjá á Nyrðra- Fjallabaki og ef til vill víðar, að sögn Almannavarna. Náið var fylgst með framgangi hlaupsins og sérfræðing- ar Vatnamælinga fóru strax í flug yf- ir upptök Skaftár. „Það vex mjög hratt í ánni,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri al- mannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra. Gert var ráð fyrir því að vatnavextir hæfust í grennd við Kirkjubæjarklaustur í gærkvöldi og að hlaupið næði hámarki í dag. Morgunblaðið/RAX Skaftá Hratt óx í ánni eftir að hlaupið hófst, samkvæmt Vatnamælingum. Varað við brenni- steinsmengun Í HNOTSKURN » Upptök Skaftár eru íSkaftárjökli og undir hon- um er jarðhitasvæði þar sem vatn safnast í tvo katla. » Að meðaltali hleypur úrkötlunum á tveggja ára fresti. » Síðasta hlaup hófst í ágústog kom úr vestari katl- inum. Eystri ketillinn, sem er stærri, hefur verið að fyllast að undanförnu og því var búist við stærra flóði. » Í hlaupinu í ágúst mældistrennslið í ánni 364 rúm- metrar á sekúndu. Meðal- rennslið er 150 rúmmetrar. » Í stærstu hlaupum geturrennslið farið í um 1.800 rúmmetra á sekúndu, sam- kvæmt upplýsingum frá Vatnamælingum. Eftir Guðmund Sv. Hermannsson gummi@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagði á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að með aðgerð- unum, sem stjórnvöld gripu til í byrjun vikunnar, hefði skapast grundvöllur til að snúa vörn í sókn. En þótt mesta hættan væri þannig liðin hjá hefðu Íslendingar ekki náð út úr storminum og mundu áfram sigla úfinn sjó í einhvern tíma. „Það er sameiginlegt verkefni stjórnvalda, Seðlabank- ans, Fjármálaeftirlitsins, aðila vinnumarkaðarins, bank- anna og fleiri að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins stöðvist. Að því er nú unnið hörðum höndum og ég er bjartsýnn á að sú vinna skili góðum árangri,“ sagði Geir. Hann sagði að þótt yfirbyggingin hefði laskast væru undirstöður þjóðfélagsins traustar og á þeim yrði byggð ný sókn á öllum sviðum. Afstaða margra til nýtingar landsins gæða mundi breytast og menn átta sig á því að engin þjóð hefði efni á því að nýta ekki auðlindir sínar innan skynsamlegra marka. Þá væru bundnar vonir við að þorskstofninn næði sér á strik og ný sókn gæti hafist í íslenskum sjávarútvegi. „Nú er það íslenska bjartsýnin og æðruleysið sem gild- ir. Við erum þjóð sem gefst ekki upp þótt móti blási og við munum ná vopnum okkar á nýjan leik,“ sagði Geir. Frjáls og beislaður markaður Geir sagði að það þyrfti ekki að koma á óvart að nú ríkti þórðargleði hjá þeim sem væru andsnúnir markaðs- skipulagi og frelsi einstaklingsins en sjálfstæðismenn yrðu að standa vörð um grundvallarhugsjónir sínar. „Villtur og óbeislaður markaður hefur ekkert með grundvallarhugsjónir Sjálfstæðisflokksins að gera, eins og sumir vilja vera láta. Það er mikill munur á viljugum gæðingi og óbeislaðri ótemju. Við höfum alltaf lagt áherslu á að frelsinu fylgi ábyrgð. Markaðir þenjast út og dragast saman, við göngum í gegnum hagsveiflur. En hagsveiflur hins frjálsa markaðar eru alltaf betri kostur en dauðalínur hins ófrjálsa. Það er að mörgu leyti rétt, sem formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs hefur sagt, að efna- hagslægðin nú hefði aldrei orðið ef við hefðum farið eftir hans ráðum. Við hefðum þá aldrei komist á loft til að byrja með. Í því endurreisnarstarfi sem nú bíður okkar Íslendinga skiptir sköpum að við missum ekki trúna á einkaframtakið og kosti hins frjálsa og beislaða mark- aðar,“ sagði Geir H. Haarde. Morgunblaðið/Kristinn Öldur Geir Haarde segir Íslendinga ekki hafa náð út úr storminum og munu áfram sigla úfinn sjó í einhvern tíma. Sjórinn enn úfinn þótt mesta hættan sé liðin hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.