Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 8

Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 8
8 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Krónan er jafn brellin og síldin forðum. VEÐUR Ekki er hægt að segja að samúðmeð Íslendingum vegna hremm- inga þeirra sé yfirgnæfandi sjónar- mið í brezkum fjölmiðlum þessa dag- ana. Þó eru allmargir í hópi hinna skoðanamyndandi stétta, sem hafa tekið upp hanzkann fyrir Ísland.     Tom Braith-waite, blaða- maður Financial Times, skrifar þannig á bloggið sitt að með árás- inni á Ísland hafi Gordon Brown fengið sína „Falk- landseyjastund“. Argentínumenn hafi þó verið verðugur andstæðingur. „Ég horfði á Íslending gráta í Reykjavík á með- an Brown spúði pólitísku eitri sínu,“ segir Braithwaite.     Daniel Hannan, þingmaður Íhalds-flokksins, bloggar líka um Ís- land á vef The Daily Telegraph og segir Gordon Brown að skammast sín. Hann fjallar um peningana, sem brezk sveitarfélög töpuðu á hávaxtareikningum íslenzkra banka og spyr: „Í stað þess að ráðast á bandamann okkar í NATO, af hverju krefjumst við ekki svara frá fjár- málaráðgjöfunum, sem á kostnað skattgreiðenda ráðlögðu sveitar- félögunum að setja peninga skjól- stæðinga sinna inn á þessa reikn- inga? Ættu þeir ekki að bera ábyrgð?“     Blaðamaðurinn Ben H. Murrayskrifar í The Guardian og segir að líkast til sé hver einasti Íslend- ingur reiður Gordon Brown. Ráð- leggur honum að skella sér ekki á Iceland Airwaves ef hann ætli sér að slaka á.     Ætli hinn pólitíski ávinningurGordons Brown af innistæðu- lausum yfirlýsingum um Ísland verði langvinnur? Sumir Bretar virðast vera búnir að sjá tómið á bak við stóru orðin. STAKSTEINAR Gordon Brown Tómið á bak við orðin SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                              * (! +  ,- . / 0     + -                                    12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  !   "      #$ $#                     :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?   %!    &%! %!  %!  &%   &%! &%                         *$BCD                !   "# !   ! !  $  %  &   '(#  *! $$ B *!   '(  )*  *( *      + <2  <!  <2  <!  <2  ' ) $# *, $ -*.#$/   CD !-                      #!   "#  !)  # $    *  6  2  + ! % !# !  ! # ! ,"  !- , .     $    /  B   *   ! *"  !" !     !    1.   ! # $  &    01##**22  $#**3  *, $ *4 %*   $ * %*% Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR BLÓÐBANKINN er eini banki landsins sem aldrei er lokað. Mikið útstreymi hefur verið í bankanum í þessari viku og hann þarf á mörgum viðskiptavinum að halda í næstu viku, að sögn Sigríðar Lárusdóttur deildarstjóra. Að sögn Sigríðar var frekar rólegt hjá þeim fyrri hluta vikunnar en margir svöruðu kallinu á fimmtu- og föstudag. Blóðbankinn þarf að fá 70- 80 blóðgjafa að jafnaði dag hvern til að geta annað eftirspurn eftir blóði. Nú vantar blóðgjafa í öllum flokk- um. Október er allajafna annasamur hjá Blóðbankanum að sögn Sigríðar. „Á þessum tíma eru aðgerðir komn- ar í fullan gang á spítölunum og því mikil þörf fyrir blóð,“ segir Sigríður. Hún hvetur Íslendinga til að sinna kallinu. „Í þessu eins og öðru þurf- um við að halda þétt utan um hvert annað á erfiðum tímum.“ sisi@mbl.is Vantar Þörf er á blóði í Blóðbank- anum en 70-80 gjafa þarf á dag. Mikil þörf á blóði Eftir Albert Kemp Fáskrúðsfjörður | Við messu í Kolfreyjustaðar- kirkju á Fáskrúðsfirði var þess minnst að 130 ár eru frá byggingu kirkj- unnar. Messuhald önn- uðust séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson Hólabiskup og sóknarpresturinn séra Þórey Guðmundsdóttir. Kirkjukór Fáskrúðsfjarðarkirkju söng við undirleik Kára Þormar. Að messu lokinni var gengið frá kirkju að nýju þjónustuhúsi sem byggt hefur verið á lóð kirkjunnar. Húsið hlaut nafnið Pálshús í höfuðið á ljóð- skaldinu Páli Ólafsyni, en hann ólst upp á Kolfreyjustað frá fimm ára aldri. Faðir hans, Ólafur Indriðason, var þar sóknarprestur. Við athöfn- ina í Pálshúsi söng kórinn lög við ljóð Páls við undirleik Kára. Ingigerður Jónsdóttir las minningarbrot um Pál og nokkar lausavísur hans. Að því loknu afhenti hún formanni sóknarnefndar, Baldri Rafnssyni, myndir af þeim fjórum sóknarprestum sem sátu Kolfreyjustað á síðustu öld. Húsið er 50 fermetrar að grunnfleti, timbur og steinsteypa, á þaki er það klætt með torfi. Hallgrímur Axelsson, verkfræðingur úr Kópavogi, kom með sitt fólk og lagði þakið og gaf sína vinnu. Bygging hússins stóð í rúm tvö ár, en tekin var sú ákvörðun að taka ekki lán til verksins. Styrkir komu frá kirkjumálasjóði og kirkjugarðasjóði og frá því sem söfnuðurinn lagði fram. Áætlun gerði ráð fyrir að húsið myndi kosta um 11 miljónir en gera má ráð fyrir verðlagshækkunum. Húsið rúmar um 36 manns í sætum og hentar því vel kirkjunni. Í því er hreinlætisaðstaða sem ekki var til staðar áður. Aðgengi fyrir hjólastóla er komið fyrir við kirkjuna og húsið. Nýtt þjónustuhús Boðið til veislu í Pálshúsi. Morgunblaðið/Albert Kemp Tóku ekki lán fyrir framkvæmdum Kolfreyjustaðakirkja á Fáskrúðsfirði 130 ára HALLI er á Ábyrgðasjóði launa miðað við síðustu áramót og hefur hann þurft auka- fjárveitingu upp á 200 milljónir til að klára þetta ár. Áður en bankarnir féllu gerði sjóð- urinn ráð fyrir 60% aukningu útgjalda frá árinu 2007. Ekki hefur verið haft samband við sjóðinn vegna mögulegrar aðkomu hans að greiðslu launa starfsfólks Landsbanka Ís- lands. „Við höfum ekki fengið að heyra neitt skýrt ennþá,“ segir Björgvin Steingrímsson, deildarstjóri hjá Ábyrgðasjóði launa. Skila- nefnd bankans væri ekki búin að hafa sam- band og því lægi ekki fyrir hversu mikið yrði greitt úr bankanum og að hve miklu leyti rík- ið ætti að koma að málinu. Hann bjóst við því að þetta myndi skýrast fljótlega. Mjög stór biti fyrir sjóðinn Björgvin sagði halla vera á sjóðnum og ef auka ætti útgjöld væri spurning hvort hækka þyrfti ábyrgðagjald. ,,Það er mjög stór biti fyrir sjóðinn ef við þurfum að greiða þessum mikla fjölda og það þyrfti hiklaust að koma til talsverð aukafjár- veiting. Hann sagðist ekki geta sagt til um á þessari stundu hversu stór upphæð þetta þyrfti að vera. Helsu verkefni sjóðsins eru launakröfur vegna þrotabúa og lífeyrisiðgjöld í vanskilum. Halli á Ábyrgðasjóði launa Morgunblaðið/Árni Sæberg Aukafé Ábyrgðasjóðurinn hefur þurft 200 milljónir aukalega til þess að klára árið í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.