Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.10.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Karl: „Gói er yngstur þriggja systkina og kom mikill aufúsugest- ur til okkar allra. Hann naut þess að systur hans dáðu hann og dýrk- uðu frá fyrsta augnabliki en um leið þurfti hann að þola að vera bangsinn þeirra. Hann bar það allt með mikilli þolinmæði enda var Gói ákaflega ljúft og gott barn. Alltaf stilltur og prúður. Þegar Gói var á öðru árinu hlýddum við foreldrarnir hinni ís- lensku herkvaðningu og fórum að byggja. Það var gert af bjartsýni og óraunsæi eins og hjá svo mörgu ungu fólki á þeim tíma. Til að bæta gráu ofan á svart skall á kreppa þegar verð- bólgan rauk upp úr öllu valdi. Allt var á heljarþröm hjá okkur. Fyrstu æviár Góa ein- kenndust fyrir vikið af dæmalausu basli og ég hef oft velt því fyrir mér hvort það hafi í raun haft góð áhrif á hann. Ég hef a.m.k. ekki þekkt nokkurn ungan mann sem er jafn stöðugur og var- kár í fjármálum. Gói er 100% mað- ur sem tekur aldrei fjárhagslega áhættu. Raunar hefur hann alla tíð lifað í samræmi við orð Biblíunnar um að skulda engum neitt nema elska hver annan. Ég hef dáðst að því hvað honum hefur tekist vel að standast freistingar gylliboðanna sem því miður hafa kaffært marg- an ungan manninn í þessu þjóð- félagi. Stjórinn með krullótta hárið Snemma kom í ljós að Gói hafði góða lund og að hann hafði mikinn áhuga á því að leika hlutverk enda þótt hann væri feiminn og hæglát- ur að eðlisfari. Hann er líka mjög eftirtektarsamur og átti snemma auðvelt með að herma eftir fólki. Þriggja, fjögurra ára var hann far- inn að messa yfir systrum sínum, sem var alveg drephlægilegt, og leika ýmsa málsmetandi menn í þjóðfélaginu, eins og „stjórann með krullótta hárið“. Þá setti hann upp hárkollu. Það kemur því ekki á óvart að Gói hafi snemma ákveðið að verða leikari. Fimm ára gamall var hann einu sinni sem oftar með mér í kirkjunni þegar kona nokkur klappaði honum á kollinn og spurði hvort hann ætlaði ekki örugglega að verða prestur. „Nei,“ sagði Gói ákveðinn. „Ég ætla að verða leik- ari.“ Frá því hvikaði hann ekki. Hann fann snemma sína hillu og fyrir það er ég guði þakklátur. Eins og við þekkjum gengur fólki misvel að finna sig í lífinu. Gói átti mjög gott með að læra og í því sambandi kom leiklistar- áhuginn í góðar þarfir. Hann lærði með því að leika. Sem dæmi þá lærði hann Gísla sögu Súrssonar utan bókar og lék bardagasenurnar með miklum tilþrifum. Það var ótrúlegt hvernig hann gat leikið þessar lýsingar af bókinni. Þarna sá maður að hann hafði þetta „tal- ent“. Gói hefur alltaf átt auðvelt með að læra texta og fara vel með þá. Styrkur hans sem leikari er ekki síst fólginn í vandvirkni og virðingu fyrir textanum. Honum hefur verið vel tekið í íslensku leikhúslífi og það kemur mér alls ekki á óvart. Það er mikil innistæða fyrir því. Talaði allt í einu reiprennandi ensku Talandi um að Gói sé fljótur að læra þá vorum við eitt ár í Am- eríku þegar hann var átta ára. Þegar út var komið kunni hann ekki stakt orð í ensku og fyrsta mánuðinn í skólanum sagði hann víst ekki orð. Við urðum því svolítið hissa þegar hann óskaði eftir því einn daginn að taka með sér bók um Reykjavík í skólann til að sýna krökkunum. Þegar við komum að sækja hann eftir skóla tjáði kennarinn okkur undrandi að hann hefði farið yfir efni bók- arinnar á lýtalausri ensku. Hann hefur greinilega hlustað mjög vel þennan fyrsta mánuð. En eftir þetta skilst mér að Gói hafi ekki þagnað allan veturinn! Áhugamál Góa eru af ýmsu tagi og þegar hann var unglingur fékk hann um tíma óskaplega mikinn áhuga á matseld. Þá stúderaði hann Sigga Hall af kostgæfni og bjó okkur þessar fínu veislur. Bar matinn fram af listfengi enda er Gói gríðarlega vandvirkur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Gói er afar góður félagi og traustur vinur vina sinna. Heið- arlegur og pottþéttur. Það kom líka snemma í ljós að hann er mik- ill húmoristi. Eins og svo mörg börn presta varð hann fyrir því að vera strítt. Ég dáðist að því hvern- ig hann vann úr því og það gerði hann á húmornum. Afvopnaði and- stæðinga sína með honum. Sjálfs- traustið hefur alltaf verið til staðar og við þessar aðstæður sýndi hann mikinn karakterstyrk. Engin miskunn hjá Magnúsi Geir Nú er Gói sjálfur orðinn faðir. Hefur fengið „Óskarinn“ eins og við segjum [nýfæddur sonur hans hefur verið nefndur Óskar Sig- urbjörn, innsk. blm.] og þarf ekki að hugsa frekar um þá vegtyllu. Það hlutverk á hann eftir að axla af ábyrgð en þau Ingibjörg Ýr eru ákaflega samhentir foreldrar. Gói hefur gríðarlega mikið að gera og starf leikarans getur verið ótrúlegur þrældómur, mikið um kvöld- og helgarvinnu eins og gefur að skilja. Það er engin miskunn hjá Magnúsi Geir! En það þýðir um leið að menn hafa trú á honum og Gói er þrekmikill og úthaldsgóður, þannig að ég hef engar áhyggjur af því. Það er líka ánægjulegt að horfa á son sinn verða föðurbetrung en það er hann svo sannarlega orðinn. Honum hefur lengi verið velt upp úr því að vera sonur föður síns en nú held ég að þetta sé að snúast við. Ég heimsótti skóla nokkurn í fyrra og áður en ég kom spurði kennarinn börnin hvort þau vissu hver biskupinn væri. Ekki vissu þau það en einn nemandi var klár á því að sonur hans væri ofboðslega frægur leikari. Ætli ég verði ekki héðan í frá fyrst og fremst þekktur sem faðir hans Góa. Það er mjög góð tilfinning!“ Ákvað fimm ára að Tengsl „Raunar má segja að við séum ská- kollegar, feðgarnir. Það er nefnilega margt líkt með presti og leikara. Við förum báðir í búninga og fylgjum báðir ákveðnu hand- riti!“ segir Guðjón Davíð Karlsson leikari en Orri Páll Ormarsson fékk þá föður hans, Karl Sigurbjörnsson biskup, til að segja hvor frá öðrum. Ætli ég verði ekki héðan í frá fyrst og fremst þekktur sem faðir hans Góa Guðjón Davíð: „Það var ótrú- lega ljúft að alast upp á heimili for- eldra minna. Við erum mjög sam- rýnd fjölskylda. Pabbi var sóknarprestur í Hallgrímskirkju á uppvaxtarárum mínum og það var jafnan í mörg horn að líta hjá hon- um. Samt hafði hann alltaf tíma fyr- ir fjölskylduna. Við brölluðum margt saman feðgarnir og mér eru eftirminnilegar ófáar ferðir í He Man-kastala nokkurn í Grafarholt- inu. Ég var mikill He Man-aðdáandi í bernsku og pabbi sagði mér að ein- hverjir klettar þarna væru He Man- kastali. Hann var alltaf að búa til svona lifandi sögur. Í öllum barnaafmælum var pabbi með þema, vörubílar, rútur, strætó, og skar út og skreytti kökur og teiknaði dúka í samræmi við það af listfengi. Hann er gríðarlega flinkur teiknari og ætlaði á tímabili að verða arkitekt. Ég varð sjálfur pabbi fyrir þrem- ur vikum og vona að ég beri gæfu til að leysa það vandasama hlutverk jafn vel af hendi og faðir minn hefur gert. Mér finnst ég eiga besta pabba í heimi. Uppeldisaðferð þeirra mömmu var sáraeinföld: Að hlusta og vera til staðar. Ég man aldrei eft- ir neinum reglum. Þess þurfti ekki. Alveg ofboðslega fyndinn Pabbi er mikill sagnamaður og segir skemmtilega frá. Það lifna all- ar sögur við í frásögn hans. Hann er líka alveg ofboðslega fyndinn. Kann kynstrin öll af bröndurum. Það nýt- ist honum vel þegar hann stýrir veislum. Þetta hef ég ekki erft frá honum, man ekki nokkurn brand- ara, þannig að þegar ég á að stýra veislum sjálfur hringi ég alltaf í pabba. Af þessu má ráða að pabbi hefði án efa orðið góður leikari, hefði hon- um sýnst svo. Raunar má segja að við séum skákollegar, feðgarnir. Það er nefni- lega margt líkt með presti og leikara. Við för- um báðir í búninga og fylgjum báðir ákveðnu handriti! Pabbi er ákaflega klár og vel að sér. Fyrir vikið þurfti ég aldrei að opna orðabók í skóla. Ég bara fletti upp í honum. Pabbi var sannarlega google.com þess tíma. Það var nokk sama hvert fagið var, tungumál, saga, efnafræði, alltaf var pabbi með svörin á reiðum höndum. Það segir sig því sjálft að pabbi les gríðarlega mikið, þar á meðal efni langt út fyrir sitt fag, og fylgist vel með öllu í kringum sig. Fyrir vikið er afskaplega gaman að tala við hann um allt milli himins og jarðar. Hann er alltaf með á nót- unum. Pabbi er mjög umhyggjusamur að eðlisfari. Einu sinni vorum við fjöl- skyldan saman í vatnsrennibraut- argarði í Bandaríkjunum og hann kostaði kapps um að við börnin sól- brynnum ekki. Hann gleymdi hins vegar alveg sjálfum sér í allri um- hyggjunni og ég hef aldrei séð jafn sólbrunninn mann. Hann var fjólu- blár. Þessi saga lýsir honum vel. Blóðið frussaðist út úr honum Hún er líka til marks um það að hann getur stundum verið svolítið óheppinn. Þegar ég var lítill varð ég vitni að því í sjónvarp- inu að einhverjir menn létu smella með vísifingri í kinnunum. Þetta þótti mér galdri líkast og það var pabba því sönn ánægja að upplýsa að hann gæti þetta líka. Síðan lék hann þetta eftir nokkrum sinnum með góðum árangri eða þangað til hann skar sig með nöglinni í kinnina og blóðið frussaðist út úr honum. Það er með þetta eins og annað, pabbi leggur sig allan fram. Eins og svo mörg börn presta fékk ég stundum að kenna á því hjá skólafélögunum. Það var ekki alltaf létt að vera í skóla við hliðina á Hall- grímskirkju. Ég var kallaður öllum illum nöfnum. Auðvitað leiddist mér þetta og þótti ómaklegt en mér fannst erfitt að tala um það heima. Hélt það myndi særa pabba. Ég lét gusurnar því bara yfir mig ganga og hugsaði með mér: Aumingja krakk- arnir sem láta svona! Síðan fjaraði Fjólublár af umhyggju Það eina sem pirrar mig í sam- bandi við starf pabba er órétt- læti í hans garð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.