Morgunblaðið - 12.10.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.10.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 21 verða leikari Morgunblaðið/RAX Karl Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1947, eitt átta barna hjónanna Magneu Þorkels- dóttur og Sigurbjörns Einarssonar biskups. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1967 og guðfræðiprófi frá HÍ sex árum síðar. Karl var sókn- arprestur í Vestmannaeyjum frá 1973-74 og í Hallgrímskirkjupresta- kalli frá 1975-97. Hann hefur gegnt embætti biskups Íslands frá árinu 1998. Eiginkona Karls er Kristín Þórdís Guðjónsdóttir bankaritari og eiga þau þrjú börn, Ingu Rut, Rann- veigu Evu og Guðjón Davíð. Guðjón Davíð Karlsson fæddist í Reykjavík 8. apríl 1980. Hann lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum árið 2000 og prófi frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2005. Þá um haustið réðst hann til Leikfélags Akureyrar og lék þar í ýmsum vin- sælum sýningum uns hann fékk fast- ráðningu hjá Leikfélagi Reykjavíkur nú í haust. Unnusta Guðjóns er Ingi- björg Ýr Óskarsdóttir og eignuðust þau sitt fyrsta barn fyrir þremur vikum, son sem nefndur hefur verið Óskar Sigurbjörn. Fermingin Feðgarnir á fermingardegi Góa í Hallgrímskirkju vorið 1994. Prestur Gói hefur leikið hlutverk frá blautu barnsbeini. Hér er hann fjögurra ára að gefa systur sína í heilagt hjónaband. þetta út eins og gengur þegar börn eldast. Ég er samt oft minntur á það að pabbi er prestur og nú biskup. Ég hef þurft að gera ýmislegt í mínu starfi og oft hefur verið spurt: Er eðlilegt að biskupssonurinn geri þetta og hitt? Þannig birtist einu sinni fyrirsögn í blaði: „Bisk- upssonur á brókinni.“ Þetta pirraði mig í fyrstu en nú þykir mér það bara hallærislegt og læt það ekki trufla mig. Þegar upp er staðið er mikilvægast að vera samkvæmur sjálfum sér. Gott Gói, láttu þá finna fyrir því! Ég nýt líka fulls stuðnings heima fyrir og foreldrum mínum þykir ekkert sem ég hef gert á sviði óvið- eigandi. Sama máli gegnir um allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur gegnum tíðina. Ég lærði á píanó og var í kór og aldrei létu mamma og pabbi sig vanta þegar ég kom fram. Ég var líka í handbolta og þar fylgdu þau mér hvert fótmál. Ég var alltaf frekar lítið barn og ég gleymi því aldrei þegar mér var vísað af velli í einum leiknum fyrir að taka heldur hraustlega á strák sem var líklega helmingi stærri. Þá gall í mömmu á áhorfendabekkjunum: „Gott Gói, láttu þá finna fyrir því!“ Fólk starði á hana. Mamma er frek- ar hvatvís kona. Í dag mæta foreldrar mínir á allar leiksýningar sem ég tek þátt í og ég met það ofboðslega mikils enda eru þau fyrirmyndir mínar í lífinu. Pabbi hefur frá því ég man eftir mér verið áberandi í þjóðlífinu en ég hef aldrei velt því sérstaklega fyrir mér að hann sé opinber persóna. Í mínum huga er hann bara pabbi. Ég er stundum spurður: „Hvað segir biskupinn?“ Þá svara ég því jafnan til að ég viti það ekki en pabbi sé bara hress. Það eina sem pirrar mig í sam- bandi við starf pabba er óréttlæti í hans garð. Hann hefur stundum fengið að kenna á því í biskupstíð sinni. Menn geta verið fljótir að snúa út úr fyrir honum og mála hann svartan. Þeir gera sér hins vegar ekki alltaf grein fyrir því að þetta embætti er þess eðlis að það er ekki bara hægt að taka skyndi- ákvarðanir. Það er líka örugglega ástæðan fyrir því að kristnin hefur lifað í allar þessar aldir. Kirkjan er ekki tískubóla og á ekki að vera það. Sjálfur tekur pabbi þessu umtali af miklu æðruleysi og lætur það ekki slá sig út af laginu. Enda veit hann fyrir hvað hann stendur og er sjálfum sér samkvæmur. Hann er laus við allt sem heitir tilgerð og hroki. Það er aðdáunarvert að fylgj- ast með honum sinna sínum skyld- um. Einnig er gaman að sjá hvað er- lendir biskupar, og yfirmenn hinna ýmsu kirkjudeilda, bera mikla virð- ingu fyrir honum. Ég er ofboðslega stoltur af föður mínum.“ orri@mbl.is semi á traustum grunni Fjárfesting... FAGMENNSKA METNAUR REYNSLA www.bygg.is Jónshús 2ja-4ra herbergja íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldri í Sjálandshverfi í Garðabæ. Bílageymsla fylgir flestum íbúðum. Mjög góð staðsetning, fallegt umhverfi og góðar gönguleiðir. OPI HÚS í dag, frá kl. 15-16 Fullbúin sýn ingaríbúð m eð innréttingu m frá Brúná s og gólfefnum frá Agli Árn asyni. Sími 594 5000 STÓRHÖFÐI 27 akkurat.is Sími 562 4250 www.fjarfesting.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF BORGARTÚNI 31 Viggó: 824 5066 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.