Morgunblaðið - 12.10.2008, Page 23

Morgunblaðið - 12.10.2008, Page 23
22. Þá dempum við lýsingu í kirkjunni og höfum kertaljós. Prestur eða leik- maður fer með bænir. Fólk hefur komið ef erfiðleikar steðja að í lífinu, ástvinamissir eða önnur áföll. Kristin trú er vitaskuld sá grunnur sem við höfum byggt okkar lífsgildi á.“ – Hefur trúin á Guð farið þverrandi á tímum efnishyggju og græðgi? „Það hefur verið fjölgun í þjóð- kirkjunni á undanförnum árum en í prósentum talið hefur verið fækkun vegna þess að hér hafa margir út- lendingar sest að sem eru í öðrum trúflokkum. Margt þeirra sækir þjón- ustu sína í kaþólsku kirkjuna. En býsna marga sjáum við í messunum hjá okkur líka.“ – Hvað með efasemdarfólkið sem hefur sagt sig úr kirkjunni. Ef því líður illa núna getur það þá komið til þín? „Ég segi bara komið fagnandi og prófið hvort þið fáið frið og innri ró í kirkjunni. Kirkjan er bænahús og þangað eru allir velkomnir. Þjóð- kirkjan er afar umburðarlynd, hún útilokar að sjálfsögðu engan, sem þiggja vill þjónustu hennar. Það er heilög og ljúf skylda. Við þurfum líka að passa okkur í samskiptum við annað fólk. Gjaldker- inn í bankanum og afgreiðslufólkið við kassann í búðinni er að gera sitt besta og þetta fólk á ekki sök á hækkandi verðlagi. Ráðgjafar sem ráðlögðu fólki á sínum tíma að leggja inn á ákveðnar sparnaðarleiðir gerðu það í sinni bestu vissu um að þeir væru að leiðbeina fólki rétt til að ávaxta sitt fé. Þetta fólk fær núna á sig ótrúlegustu skamm- arræður og svívirðingar þótt það beri enga sök. Þessu fólki líður líka mjög illa og það er engin ástæða til að magna upp þá vanlíðan. Þess vegna vil ég ítreka þetta með gildi umburð- arlyndis og hlýju í samskiptum okkar. Við erum lítil þjóð og okkur líður miklu betur ef við finnum að við erum fjölskylda, öll á sama báti. Við verðum að treysta hvort öðru.“ Stöndum saman – Eru ekki stjórnmálamenn líka að skjóta hver á annan? „Lýðræðisleg umræða er mikilvæg, en fólk verður líka að kunna að slíðra sverðin og fara ekki í skotgrafirnar, ala á sundurþykkju eða gera tor- tryggilegt það sem er verið að vinna. Við þurfum að standa saman sem ein þjóð og treysta leiðtogum okkar. Ég kann illa við það þegar menn geta ekki snúið bökum saman. Það er þroska- leysi á alvarlegum tímum.“ – Eru ekki allir að leita að söku- dólgum? „Fyrst skulum við nú byggja upp og lagfæra hlutina og skerpa á því á hverju við höfum trú og hverjum við treystum. Hver eru þau lífsins gildi sem við byggjum á. Það er svo margt annað sem gefur lífinu gildi. Þegar það versta er yfirstaðið þá má ræða um sekt og mistök. Sagan dæmir það þegar þar að kemur.“ – En fólk er gríðarlega reitt út í örfáa auðkýfinga sem hafa komið okkur í þessa stöðu. „Við eigum ekki að eyða orku okk- ar í heift og hatur núna þótt ég skilji svo sem þessar tilfinningar. En erum við ekki öll sek? Höfum við ekki hafið lífsstíl óhófs og munaðar upp til skýjanna? Vorum við ekki öll í gleð- skapnum meðan allt lék í lyndi? Hversu margir hafa ekki dýrkað þennan lífsstíl og gleypt hann í sig gegnum glanstímaritin? Ég fer oft gegnum erfiðleika með fólki. Lítið barn deyr og veröld að- standenda hrynur. Þegar maður stendur við opna kistu með nákomn- um ættingjum látins manns þá sér maður hvað skiptir mestu máli í líf- inu. Þá stendur líka fjölskyldan sam- an, eins og þegar barn er skírt, fermt eða við hjónavígslu. Ástvinir okkar skipta okkur öllu máli þegar erf- iðleikar steðja að. Í fyrrasumar var mér og fjölskyldu minni kippt inn í þetta umhverfi þeg- ar tengdadóttir mín með þrjú lítil börn greindist með æxli í höfði. Stórt æxli sem þrýsti á jafnvægistaug. Það var sem betur fer góðkynja og hún gekkst undir aðgerð á Karólinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Aðgerðin tókst vel og ekki annað að sjá en að hún sé á beinu brautinni aftur og þar með öll unga fjölskyldan.“ Erum til staðar – Hefur verið tekin ákvörðun innan kirkjunnar um einhverskonar víð- tæka áfallahjálp fyrir fólkið? „Ég legg áherslu á það að prestar eru alltaf á vaktinni. Við erum alltaf til staðar. Ef einhver hringir og til- kynnir dauðsfall, slys, eða hvert ann- að áfall þá erum við tilbúin. Sums staðar eru prestar í samvinnu við sveitarfélögin með félagsþjónustu og koma til hjálpar þegar nauðsyn ber til. Við blásum ekki í lúðra en erum til taks og það eru allir jafnvelkomnir að leita til okkar. Mikið af starfi okkar er unnið í kyrrþey, persónulega og án almennrar athygli.“ – Hvernig líður þér sjálfum með alla þessa fjölmiðla- og stjórn- málamenn hér allt í kring? „Ég bið fyrir þeim. Þetta ágæta fólk er að vinna sitt starf og ég vona að það vinni vel.“ – Þarf þjóðin að leggjast á bæn? „Það er alltaf gott að biðja. Það finna margir fyrir því hvað það er gott að eiga sér kyrrðarstund, kveikja á kertum og lesa sálm. Ein- hvers staðar er sálmabókin uppi í hillu eða Biblían. Má ég til dæmis benda á sálminn nr. 384 eftir Kristján frá Djúpalæk:“ Vort líf er oft svo erfið för og andar kalt í fang og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir: Kom til mín, og krossinn tekur vegna þín. Hann ljær þér bjarta sólarsýn þótt syrti um jarðarvang. – Hvað með vinnustaðina. Ertu byrjaður að fara á þá með áfalla- hjálp? „Ég er tilbúin að vera á ferðinni alla daga milli vinnustaða og stofnana og vera þar með kyrrðar- og bæn- arstundir. Bara venjulegar bænir sem fela í sér von og trú. Mér finnst það mikilvægt og ég vil þjóna fólkinu í landinu á mínu sviði. Þegar upp er staðið þá er það margt annað og fleira en efnahagsmál sem ræður úr- slitum í lífi okkar.“ na“ Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 23 „Hafðu það ekki meira en 5.000, ég er ekki með meira,“ sagði ég. „Allt í lagi, elskan mín, þá höfum við það upp á krónu,“ svaraði af- greiðslumaðurinn og í nákvæmlega þeirri upphæð stöðvaðist dælan. „Getur þú ekki bara tekið við pen- ingunum svo ég þurfi ekki að fara inn? spurði ég. „Jú, ekkert mál, elskan mín, ég eyði þeim bara í konur og brennivín og afganginum í vitleysu,“ svaraði þessi elskulegi maður brosandi – og með það kvöddumst við. Ég ók í burtu og hugsaði með mér að á með- an fólk héldi góða skapinu væri ekki allt farið sem máli skipti úr þjóð- arbúskapnum. Síðan þetta gerðist hafa hinir herfilegustu hlutir gerst svo ekki veitir af að halda í þá bjart- sýni sem hverjum og einum er eðl- islæg. Eina konu þekki ég sem ekki „grætur Björn bónda heldur safnar liði“. Eftir fyrsta bankaþrotið þá fór hún út í lágvöruverslun til að kaupa vörur sem geymdust, svo fjöl- skyldan hefði nú að borða ef skortur yrði fljótlega á nauðsynjum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi kona bregst snöfurmannlega við, hún keypti sér m.a. heilan stóran poka af hrísgrjónum þegar fréttist af fugla- flensuvánni sem einu sinni var talin ógna heimsbyggðinni. Hún hefur smám saman verið að eta upp hrís- grjónin og það stendur nánast á end- um að núna í þessari vá sem að okk- ur Íslendingum steðjar eru fuglaflensuhrísgrjónin nær búin svo pláss er fyrir nýju vistirnar sem fylla bæði hillur og skápa á heimili þessarar forsjálu og hyggnu konu. Vörur sem keyptar eru á lágu verð- lagi en eru í góðu gildi sparar vafa- laust heimili hennar töluvert mikla peninga þegar upp er staðið. Konur og brennivín Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Er landið að verða olíu-laust?“ spurði fréttamað-ur RÚV fjármálaráð-herra í morgunfréttum á föstudagsmorgun í síðustu viku. Ég sperrti eyrun – bíllinn minn var úti á hlaði, nær vita bensínslaus. Ég greip budduna mína sem í voru akkurat 5.000 krónur og ákvað að fylla að minnsta kosti einu sinni á bílinn áður en ég yrði að fara ferða minna gang- andi eða íhuga að fá mér hest. Ég bjóst við langri röð á bens- ínstöðinni en það var enginn fyrir framan tankana þar sem var þjón- usta. Hins vegar voru búralegir karlar með brúsa þar sem var sjálfs- afgreiðsla. Ég sá í hendi mér að ég hefði ekkert í karlana að gera svo ég ákvað að eyða fimmþúsundkallinum í þjónustubensín. Ekki stóð á að hinn vinsamlegi bensínafgreiðslu- maður kæmi og aðstoðaði mig, enda við góðkunningjar eftir áralöng við- skipti. „Er engin biðröð hjá ykkur?“ sagði ég. „Nei, elskan mín. Hér er allt ró- legt. Hvað viltu fyrir mikið?“ Ég sagði honum upphæðina og hann byrjaði að dæla. Á meðan stóð ég hjá honum í svalanum og spurði hann hvort hann væri búinn að fá sér bensíntunnu – hæg ættu að vera heimatökin hjá honum. „Nei, biddu fyrir þér. Ég fer allra minna ferða í strætó. Það kostar 5.600 krónur kortið, það er hægt að kaupa kort fyrir rúmar 10 þúsund krónur sem dugar í þrjá mánuði, en ég er hræddur um að týna því svo ég kaupi mér bara mánaðarkort,“ svar- aði afgreiðslumaðurinn og horði á tölurnar á bensíndæluskjánum. Þjóðlífsþankar www.ellingsen.is TB W A\ RE YK JA V ÍK \ SÍ A Ullarnærfatnaður frá Devold í miklu úrvali. Gæðavörur á góðu verði. HRÚTAHÚFAN veitir þeim sem hana ber aukinn styrk, að sögn hönnuðarins Arndísar Bergs- dóttur. „Svo er þetta tignarlegt. Það er eitthvað við það að ganga með horn á hausnum sem er ákaf- lega skemmtilegt,“ segir Arndís, sem hefur alltaf verið hrifin af þessu formi. Til viðbótar segir hún hornið vera tákn frjósemi og galdra. „Mig langaði líka að minna á sögu sauðkindarinnar. Á þessum síðustu og verstu tímum á sauð- kindin eftir að spila stærra hlut- verk en áður, hvort sem það er á höfðum landsmanna eða í súpu- pottunum!“ Húfan er hlý og lætur þann sem ber hana falla betur inn í náttúr- una en í borgarlandslaginu er húf- an minning um náttúruna og ef til vill andlega nálægð íslensku þjóð- arinnar við sauðkindina. Engar tvær húfur eins „Eins og kindurnar þá eru engar tvær húfur eins, hver hefur sinn karakter,“ útskýrir hönnuðurinn og bætir við að horn sumra húf- anna séu útprjónuð með íslensku lopapeysumunstri og jafnvel ísett skrauti. Tilgangurinn er að tvinna saman náttúruna, hefðina og nú- tímann. Húfurnar eru allar handgerðar úr íslenskri ull og hornin fyllt með ullarkembu. „Framleiðslan er í mínum höndum eins og er en það lítur út fyrir að ég þurfi að auka framleiðsluna því eftirspurnin er svo mikil,“ segir Arndís, en húf- urnar eru til sölu í versluninni Kraum við Aðalstræti og Kirsu- berjatrénu við Vesturgötu. Arndís er búsett á Akureyri og er lærður fatahönnuður frá Kaup- mannahöfn til viðbótar við að vera félags- og fjölmiðlafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún sér fyrir sér að fá norðlenskar handverkskonur til liðs við sig í framleiðslunni. Hún talar um upprisu íslensks hand- verks og segist ekki flytja fram- leiðsluna úr landi. Hún telur mik- ilvægt að fólk þekki uppruna vörunnar sem það er að kaupa. Líklegt er að fleiri hlutir í sömu línu líti dagsins ljós. Húfurnar komu í verslanirnar í ágúst en á milli tvö og þrjú ár eru síðan Arndís fékk hugmyndina. „Ég fór í fæðingarorlof í janúar og þá skapaðist tími til að framkvæma þetta. Ég vildi láta drauminn ræt- ast og varð að koma þessu út.“ ingarun@mbl.is Þjóðleg Húfan hlýjar líka þeim sem eru með allt á hornum sér. Íslensk hönnun | Hrútahúfur Fyrir forystusauði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.