Morgunblaðið - 12.10.2008, Page 26
26 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Nunnurnar og nærfötin
Línsérí, nærfataverslun með meiru, varopnuð um miðjan júlí síðastliðið sum-ar. Katrín og Sif Jónsdætur rekaverslunina. Systurnar eru báðar sér-
lega vel til hafðar og glæsilegur andi Parísar
svífur yfir vötnum. Það kemur því ekki á óvart
þegar Katrín segist hafa búið 30 ár í Par-
ísarborg. Sif flutti hins vegar vestur um haf og
var búsett í Bandaríkjunum um 17 ára skeið.
Vörurnar í versluninni eru aðallega franskar
en einnig frá Ítalíu. Vörumerkin þekkja allir les-
endur tískublaða, Chantal Thomass, Eres og La
Perla en þessi merki hafa ekki fengist í búðum
hérlendis. Nærfötin eru úr silki, gegnsæ, með
blúndum og í ýmsum litum. Einnig er boðið upp
á sundföt, meira að segja sundbol eins og Char-
lotte klæddist í Sex and the City-myndinni.
Líka eru til sölu sokkabuxur og ekki má gleyma
sérstökum regnhlífum frá Chantal Thomass,
sem eru sérlega fallegar og óvenjulegar, en eng-
ar tvær eru eins. Þær segja söluna á regnhlífum
hafa verið góða í haust enda hefur rignt með
eindæmum mikið í höfuðborginni.
Línsérí er sérverslun, sem er á sérstökum
stað. „Markmið okkar var að vera miðsvæðis en
ekki á Laugaveginum þar sem leigan er þrisvar
sinnum hærri en hér. Þetta eru frekar dýrar
vörur, toppurinn á nærfötunum í dag, þannig að
við vildum ekki þurfa að hleypa hárri leigu í
verðlagið. Við viljum að íslenskar konur geti
leyft sér að kaupa svona vörur á sambærilegu
verði og erlendis,“ segir Katrín en víða í útlönd-
um er það þekkt að sérverslanir dafni rétt utan
við mestu verslunargötur.
Einstaklingsþjónusta eftir lokun
Staðsetningin þýðir líka að það er rólegra yfir
búðinni en ella og ekki stöðugur straumur
framhjá glugganum og hægt að skoða í ró og
næði. Ennfremur bjóða syst-
urnar upp á einstaklingsþjón-
ustu eftir lokun og á sunnudög-
um. „Þessa einstaklings-
þjónustu hefur vantað hérna.
Það er persónulegt að kaupa
nærföt og konurnar geta haft okkur út af fyrir
sig,“ segir Sif. Þær stöllur bjóða upp á kampa-
vín til að lífga upp á stemninguna í einstaklings-
þjónustunni og svo koníak ef einhver vill, en
nánari upplýsingar er að finna á linseri.is.
En hvernig finnst systrunum viðhorf ís-
lenskra kvenna vera til undirfatnaðar?
„Mér finnst það hafa verið að breytast und-
anfarin ár. Í Frakklandi og víðar í Evrópu hafa
falleg nærföt lengi verið stór þáttur í klæðnaði
og mér finnst hafa orðið vakning í þessum efn-
um hér. Það dugir ekki lengur að vera bara í fal-
legum kjól heldur verður að eiga réttu nærfötin
við hann,“ segir Katrín og Sif bætir við. „Und-
irföt eru það fyrsta sem þú ferð í, þau eru næst
þér og ættu að vera sérstök. Það er önnur og
betri tilfinning að vera í fínum nærfötum.“
Hugmyndin um nærfatabúðina kom fyrst
upp rúmu ári fyrir opnun. Sif kom með hug-
myndina en Katrín var með samböndin úti,
þekkti merkin og hefur sjálf notað vörurnar.
„Þegar ég var 16 ára var ég búin að ákveða að
fara til Frakklands og fór utan strax eftir stúd-
entspróf,“ útskýrir Katrín, sem strax í mennta-
skóla var kölluð Katrín franska. „Ég hóf nám í
bókmenntum við Sorbonne og tók BA-gráðu og
fór svo í fjögurra ára lögfræðinám við sama
skóla og er búin að vera að vinna síðan. Svo
ílengdist maður úti, kynntist manni og átti sín
börn og fjölskyldulíf,“ segir Katrín, sem flutti til
landsins í sumar. Sonur hennar býr með henni
en dæturnar eru í skóla í Frakklandi.
Sif stofnaði fjölskyldu í Bandaríkjunum en
lengra er síðan hún kom heim. „ Katrín sendi
mér oft nærföt frá Frakklandi,“ rifjar hún upp.
Sif, sem á þrjú börn, lauk BA-
námi í bókmenntum vestra og
diplómaprófi í markaðs- og út-
flutningsfræði frá Háskóla Ís-
lands þegar hún flutti heim til
Íslands fyrir tíu árum.
Vörurnar framleiddar í Evrópu
Línsérí á von á sendingu af silkináttfötum og
-kjólum frá La Perla en systurnar bæta við að
vörurnar í búðinni séu almennt framleiddar í
Evrópu. Meðal þeirra eru franskar hárvörur frá
Leonor Greyl. Katrín hefur lengi notað þessar
vörur og mælir sérstaklega með olíu fyrir hár.
Þær segja stemninguna í Garðastræti góða.
„Það er mjög gott að vera hérna. Stutt að koma
gangandi ef maður er á ferð í bænum og svo er
bílastæðahús við Mjóstræti.“
Hingað til hafa aðallega konur verslað við
þær en það er aldrei að vita nema það fjölgi í
hópi karlkyns viðskiptavina fyrir jólin.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Góðir grannar í Garðastræti Systurnar Katrín og Sif Jónsdætur sveifla regnhlífum frá Chantal Thomass meðan granninn Marianne Guckelsberger stendur glöð hjá.
Fallegt og franskt Þessi nærföt eru frá Eres.
Í húsinu Garðastræti 17 eru tvær skemmtilegar sérverslanir í nábýli, önnur verslar með fínustu nærföt en hin býður upp á vörur frá
klaustrum víðs vegar í Evrópu. Inga Rún Sigurðardóttir drakk te með smárahunangi og þreifaði á silkiundirfötum.
Undirföt eru það
fyrsta sem þú ferð í,
þau eru næst þér og
ættu að vera sérstök.
Klausturvörur selur eins og nafniðgefur til kynna vörur sem fram-leiddar eru í klaustrum. Tvær kon-ur af þýskum ættum reka versl-
unina sem var opnuð í desember í fyrra. Þær
versla milliliðalaust við klaustur í Noregi,
Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni
og Austurríki. Marianne Guckelsberger stóð
á bakvið búðarborðið þegar blaðamaður
heimsótti verslunina en Daniela Gross var
heima við.
„Gróflega má skipta vöruúrvalinu í þrjá
flokka. Við erum með matvörur, snyrtivörur
og listmuni,“ segir Marianne.
Fyrir sælkera
„Við erum með eitt stærsta hunangsúrvalið
á landinu, allt frá bragðmildu og sætu hun-
angi yfir í bragðmikið og sterkt háfjallahun-
ang. Þetta eru allt hreinar sortir.“
Sulturnar í búðinni eru girnilegar en þarna
fæst líka margt annað matarkyns fyrir fólk
sem hefur áhuga á mat og vill prófa eitthvað
nýtt. „Við erum með ferskju- og möndlusultu,
mandarínumarmelaði með hnetulíkjör og
jarðaberjasultu með balsamínu-ediki,“ segir
Marianne en speltkex, dökkt súkkulaði og
hvítt súkkulaðismjör eru einnig á meðal þess
sem boðið er upp á.
„Við Daniela erum báðar kaþólskar og höf-
um persónuleg tengsl í klaustur. Fólk úr fjöl-
skyldunni minni er klausturfólk,“ segir Mari-
anne um hvernig hugmyndin hafi komið til.
„Við vorum að leita að vörum sem er gott að
selja hér. Við höfðum samband við klaustrin
og könnuðum hvort þau væru tilbúin að selja
okkur vörur. Sum flytja ekkert út; það er
ekki sjálfsagt að þau séu tilbúin að selja til
Íslands þó þau framleiði ákveðna vöru. Þetta
er líka heilmikil pappírsvinna fyrir
þau og sum klaustur hafa ekki
mannskapinn í það.“
Marianne segir hafa gengið vel
hjá þeim. „Við höfum fengið glimr-
andi undirtektir frá byrjun og jólavertíðin hjá
okkur var frábær. Vörurnar eru líka fyrir
augað, það er mikið lagt í aðlaðandi og fal-
legar umbúðir.“
Verslað með góðri samvisku
Vörurnar eru í eðli sínu ekki fjölda-
framleiddar. „Þarna liggur engin færi-
bandavinna að baki og varan er ekki seld í
miklu magni. Okkur finnst vera vakning í
þessum málum hérlendis. Fólk spyr um upp-
runa vörunnar, hvort einhver sé hlunnfarinn
eða framleiðslan mengandi. Það er tilbúið til
að borga meira ef það fær góða vöru sem það
getur notað og keypt með góðri samvisku.“
Snyrtivörurnar hafa verið vinsælar, eins og
lavenderkremið og rósasápan. „Við erum með
til dæmis ilmvatn, sjampó og sápur. Margar
snyrtivaranna eru lífrænar og allar vistvæn-
ar. Mjög oft koma hráefnin beint úr klaust-
urgarðinum. Nunnurnar fara bara í garðinn
sinn og tína blóm og búa til sápur. Líka selj-
um við te sem er ræktað í klaustrum. Frá því
á miðöldum hafa klaustur átt stórar land-
areignir og landsvæði til ræktunar.“
Til viðbótar selja Klausturvörur kerta-
stjaka, kerti og handmálaða íkona.
Marianne og Daníela kynntust einmitt í
kaþólsku kirkjunni, sem er skammt frá versl-
uninni við Garðastræti. Sjálf er hún búin að
vera á Íslandi í 20 ár en Daníela í um átta ár.
„Við vorum báðar á ákveðnum tímamótum og
á þeim stað í lífinu að við
vildum breyta til,“ segir
hún um stofnun versl-
unarinnar. „Þessi hug-
mynd fæddist í eldhúsinu
hjá mér yfir kaffibolla. Við fórum síðan á
námskeið hjá Impru fyrir frumkvöðla en við
vildum ekki stökkva í þetta án þess að kunna
eitthvað fyrir okkur í viðskiptum,“ segir
Marianne, sem er ennfremur sjúkranuddari
og starfar einn dag í viku á nuddstofu. Til
viðbótar er hún einn dag í viku í latínunámi
við Háskóla Íslands. „Þegar ég er ekki hér
stendur Daniela vaktina í versluninni. Hún er
ólétt og á von á barni í mánuðinum en þá
mun ég verða hérna ein í einhverjar vikur.
Hún er gift bónda og þau eru með sauð-
fjárbúskap nálægt Akranesi en hún keyrir á
milli. Hún hefur aldrei verið veðurteppt og
þetta hefur gengið vel upp hjá okkur.“
ingarun@mbl.is
Gúmmelaði Ýmislegt matarkyns er í boði.
Nunnurnar fara bara í
garðinn sinn og tína
blóm og búa til sápur.