Morgunblaðið - 12.10.2008, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðlega brjósta-
gjafavikan er nú í
fyrsta skipti formlega
haldin hátíðleg á Ís-
landi. Þema vikunnar í
ár er Stuðningur við
móður: stefnum saman
á toppinn og með þessu
slagorði leitast skipu-
leggjendur brjósta-
gjafavikunnar og
WABA (world alliance for breast-
feeding action) eftir auknum stuðn-
ingi við mjólkandi mæður. Að um-
hverfi þeirra bjóði upp á að
brjóstagjöf sé eina fæða ungbarna til
sex mánaða aldurs og svo með fjöl-
breyttum og næringarríkum mat til
tveggja ára aldurs og jafnvel lengur,
eins og Alþjóða heilbrigðisstofnunin
(WHO) mælir með.
Hvers vegna brjóstagjöf?
Þegar dóttir mín fæddist, fyrir
rúmum 9 mánuðum, vissi ég sama og
ekkert um brjóstagjöf. Ég hafði jú
ákveðið með sjálfri mér að hafa barn-
ið á brjósti, en ástæðan var einfald-
lega sú að mér virtist það svo mun
þægilegra en hita pela með þurr-
mjólk.
Áður en ég átti barnið hafði ég litla
hugmynd um hversu mikilvæg móð-
urmjólkin er ungbarni fyrstu dag-
ana, vikurnar, mánuðina, jafnvel ár-
in. Ég vissi ekki að brjóstamjólk
innihéldi um 300 efni (mótefni, ens-
ím, hormón, auk vítamína og næring-
arefna) sniðin að þörfum ungbarns-
ins og alla þá næringu sem barnið
þarf fyrstu 12 mánuðina (til viðmið-
unar inniheldur þurrmjólk 30 af
þessum efnum).
Stuðningur
og réttar upplýsingar
Þegar kom að því að leggja barnið
á brjóst í fyrsta skipti var það bara
alls ekki svo auðvelt! Hvað var um að
vera? Af hverju byrjaði þessi litla
vera ekki bara að sjúga eins og öll
nýfædd börn áttu að gera? Hvers
vegna hafði enginn látið mig vita að
þetta yrði svona mikið bras? Hvers
vegna hafði enginn sagt
mér að þetta tæki
svona á andlegu hlið-
ina? Eða hafði einhver
sagt mér það? Ég veit
það ekki enn í dag og þó
svo að einhver hefði
sagt mér frá þessu öllu
saman áður en barnið
kom í heiminn hefði ég
ekki skilið það. Einfald-
lega vegna þess að ég
gat ekki sett mig í spor
nýbakaðrar móður,
fullrar af nýjum tilfinn-
ingum og upplifunum, ásamt öllu því
óöryggi sem fylgir því að hefja fyrstu
brjóstagjöfina.
Þess vegna tel ég stuðning frá
upphafi og til loka brjóstagjafar
mjög mikilvægan. Réttar upplýs-
ingar skipta einnig sköpum. Í dag er
vitað meira um brjóstagjöf heldur en
fyrir 20 árum, en það virðist, því mið-
ur, ganga hægt að koma þeim upp-
lýsingum áleiðis til þeirra sem þurfa
þeirra með, þ.e.til nýbakaðra mæðra.
Þeir sem næst standa vilja allt gera
til að létta undir með nýju móðurinni.
Henni eru gefin hin og þessi ráð, sem
því miður eiga ekki alltaf við rök að
styðjast og gætu auk þess átt lítið
skylt við brjóstagjöf. Til dæmis má
nefna hinar óteljandi fæðutegundir
sem mjólkandi móðir ætti að forðast,
til þess að barnið fái síður í magann.
En það sem fæstir virðast vita er að
það er í undantekningartilvikum sem
mataræði móður hefur áhrif á það
hvort barnið „fái í magann“ eða ekki
(og þá helst af völdum óþols og/eða
ofnæmisvalda eins og kúamjólkur
eða jafnvel fisks). Ungbörn fá oft
svokallaða vindverki, sem eiga lítið
skylt við lauk, kál, krydd eða annað
sem móðirin gæti hafa borðað, þar
sem fæðan sem hún innbyrðir er
brotin niður í örsmáar einingar og
aðeins valinn hluti af henni berst í
móðurmjólkina. Það er því ekki á
óöryggi móðurinnar bætandi að hún
þurfi að tipla á tánum yfir því hvað
hún megi eða megi ekki borða.
Gamlar mýtur um brjóstagjöf
Hinar og þessar mýtur lifa því
miður enn góðu lífi, þrátt fyrir bætt-
ar upplýsingar.
Ein sú stærsta sem ég hef orðið
vör við er á þá leið að næringarefni
móðurmjólkurinnar hverfi eftir að
barnið nær 6 mánaða aldri. Að mjólk-
in verði einfaldlega óþörf, jafnvel
óholl og að tími sé kominn til að gefa
eitthvað annað í staðinn. Eins og um
sé að ræða einhverja töfrastund þeg-
ar barnið þarf ekki lengur á þeim
næringar- og mótefnum að halda
sem móðurmjólkin inniheldur. Að
mjólk úr öðru, mun stærra og ólíku
spendýri sé jafnvel betri kostur.
Þetta gæti ekki verið fjær lagi. Við
lifum á tímum upplýsinga og rann-
sóknir á brjóstamjólk hafa sýnt að
næringargildi mjólkurinnar rýrnar
ekki eftir því sem barnið eldist. Hins
vegar breytist samsetning mjólk-
urinnar og aðlagast aldri barnsins.
Meðallengd brjóstagjafar í heim-
inum er 4,2 ár, þrátt fyrir að við Vest-
urlandabúar drögum meðaltalið ansi
langt niður með okkar fremur stuttu
brjóstagjöfum, sem léttilega má
rekja til nútímavæðingar og tíma-
leysis. Alþjóða heilbrigðisstofnunin
(WHO) mælir með brjóstagjöf einni
og sér til 6 mánaða og brjóstagjöf
með fjölbreyttri fæðu til 2ja ára ald-
urs eða lengur.
Stuðningur samfélagsins alls við
mjólkandi móður getur skipt sköp-
um, mjólkandi móðir sem fer út á
vinnumarkað eftir barneignarleyfi á
ekki að þurfa að hætta brjóstagjöf,
mjólkandi móðir á ekki að þurfa að
fara afsíðis til að gefa barni sínu
bestu fæðu sem völ er á og mjólkandi
móðir þarf hvorki á röngum og óvið-
eigandi upplýsingum né gagnrýni að
halda.
Sýnum mjólkandi mæðrum stuðn-
ing frá upphafi til enda.
Með brjóstagjafakveðju.
Sýnum mjólkandi
mæðrum stuðning
Huld Hafliðadóttir
skrifar um brjósta-
gjöf ungbarna
» Stuðningur við
mjólkandi mæður
frá upphafi til enda
brjóstagjafar er und-
irstaða farsællar
brjóstagjafar.
Huld Hafliðadóttir
Höfundur er móðir og áhugamann-
eskja um brjóstagjöf.
Á ÍSLANDI hefur
ríkt fölsk velmegun um
árabil fyrir tilstilli fjár-
glæframanna. Afleið-
ing gerða þeirra hefur
nú leitt til efnahags-
hruns samfélagsins, al-
mennings ekki síður en
glæframannanna
sjálfra. Orsök krepp-
unnar á Íslandi er ekki
upprunnin í Ameríku
heldur er hún sú, að
svokallaðir íslenskir
bankamenn breyttu
innlendum innláns-
stofnunum Íslendinga í
alþjóðlega braskbanka.
Braskbankarnir nýttu
sér ódýr skamm-
tímalán erlendis og
hleyptu gríðarlegu
fjármagni inn í landið
auk óábyrgs fjáraust-
urs erlendis. Þeir end-
urlánuðu hluta fjár-
magnsins almenningi, sem
langtímalán, og stundum í erlendri
mynt, sem var stórvarasamur gjörn-
ingur. Þeir stofnuðu til erlendra
skulda, sem eru tíföld þjóð-
arframleiðslan. Bankamannaskulda
en ekki þjóðarskulda. Ætluðu þeir
nokkurn tíma að standa í skilum? Af-
leiðing fjármagnsflóðsins varð skort-
ur á öllu verðskyni innanlands. Inn-
streymi peninganna hleypti upp verði
fasteigna og hlutabréfa í hæstu hæð-
ir. Sannkallaður Babelsturn var reist-
ur bókstaflega beint upp í skýin. Að
auki stofnuðu braskararnir til skuld-
bindinga erlendis vegna innláns-
reikninga í Englandi og víðar – að því
er virðist án viðunandi innlánstrygg-
inga. Ábyrgðarleysið og græðgin réð
för og margir hrifust með. Allavega
sumir braskaranna seldu kauprétt-
arhlutabréf sín þegar
verð var komið í hæstu
hæðir og komu sér burt
frá landinu með gull-
stangir sínar. Líklega
vissu þeir allan tímann
hvað þeir voru að gera
og hvaða afleiðingar af
því yrðu fyrir land og
þjóð. En þeim stóð alveg
á sama. Svo gerðist ein-
mitt það, sem sumir
höfðu varað við, að
Glitnir gat ekki greitt
reikningana sína, varð
m.ö.o. gjaldþrota. Eft-
irmálann þekkja allir í
atburðum síðustu daga.
Nú er spurningin
annars vegar sú hvernig
tryggja skuli núverandi
hagsmuni samfélagsins
og hins vegar er spurn-
ingin sú hvernig þetta
gat farið svona. Seðla-
banki og ríkisstjórn sýn-
ast vera að taka á núver-
andi vanda af
myndugleika og bjarga
því sem bjargað verður.
Ég trúi því að þeim tak-
ist það með núverandi aðgerðum þótt
sársaukafullar séu. En hvernig gat
þetta skeð? Sé ástandinu líkt við elds-
voða af völdum brennuvarga í bönk-
unum þá hlýtur að verða að svara
einnig þeirri spurningu hvort eld-
varnaeftirlitið hafi brugðist? Hvernig
stendur á því að óreiðumönnum var
gefinn laus taumur, þrátt fyrir við-
varanir kunnugra og þ.á m. sjálfs
seðlabankastjórans, sem varaði við
og þuldi Passíusálminn um ágirndina
sem undirrót allra lasta. Voru engar
eldvarnir? Var það Fjármálaeftirlitið,
sem brást? Var það Alþingi og rík-
isstjórn? Þessu verður að svara skjótt
og vel. Undan því er engin leið.
Hvar var eldvarna-
eftirlitið?
Páll Torfi Önund-
arson skrifar um
stjórn efnahags-
mála
Páll Torfi
Önundarson
»Hvernig
stendur á
því að óreiðu-
mönnum var
gefinn laus
taumur, þrátt
fyrir viðvaranir
kunnugra og
þ.á m. sjálfs
seðlabanka-
stjórans
Höfundur er yfirlæknir blóðmeina-
fræðideildar Landspítala og dósent í
blóðsjúkdómum við læknadeild HÍ.
ÁÐUR en amfetamín
varð ólöglegt keypti
amma mín megr-
unarpillur sem voru svo
hressandi að hún festi
ekki svefn í tvær næt-
ur. Næsta dag fleygði
hún pillunum og var
rúmföst í tvo daga. Á
þessum árum ánetj-
aðist margt grunlaust
fólk þessum pillum.
Lausafjárfaraldurinn
Í dag höfum við grunlaus ánetjast
ódýru lausafé sem sprautaðist inn í
efnahagslífið í gegnum viðskipta-
bankana og blés upp bólu á húsnæð-
ismarkaði. Við vorum grunlaus að
þessir peningar myndu margfaldast í
bankakerfinu með svokallaðri „bindi-
skyldureglu“ Seðlabankans og á
skömmum tíma valda mikilli verð-
bólgu sem legðist ofan á vexti hús-
næðislána með tilheyrandi gjald-
þrotum og efnahagshruni. Þetta
kennir hagfræði 101.
Götusalar lausafjárins
Lögfræði 101 segir að fast-
eignasalar séu lagalega skuldbundnir
að skýra kaupendum frá termítum
sem munu valda þeim fjárhagstapi, ef
þeir vita af vágestunum. Annað er
glæpsamlegt svindl. Maður hefði
haldið að stjórnendur banka sem
selja (lána) lausafé á vöxtum væru
lagalega skuldbundnir að skýra kaup-
endum frá því að verðbólga sem sigldi
óhjákvæmilega í kjölfar
svo mikilla húsnæð-
islána myndi valda þeim
fjárhagstapi, ef þeir
vissu af vágestinum.
Þeir ættu ekki að fram-
reikna 40 ára lán og láta
sem verðbólga muni lík-
lega verða lítil. Á þetta
þarf að reyna fyrir dóm-
stólum og verði stjórn-
endur dæmdir sekir um
svindl eiga þeir að dúsa
í steininum.
Hin sýnilega hönd
lausafjárkreppunnar
Lítið mun breytast með nokkra
götusala bak við lás og slá ef ekki er
litið á hver leyfði þeim að margfalda
allt þetta lausafé. Lög um seðlabanka
leyfa seðlabankastjóra að stýra lág-
marksvöxtum og bindiskyldu bank-
anna. Ef seðlabankastjóri lækkar
bindiskylduna leyfir það bönkunum
að margfalda lausafé sem á skömm-
um tíma skilar sér í aukinni verð-
bólgu. Til að ná verðbólgunni niður
getur hann svo hækkað stýrivexti,
sem er nákvæmlega það sem hann
gerði. Með því að lækka bindiskyld-
una með vinstri hendinni blés seðla-
bankastjóri upp verðbólgubál sem
hann sagðist þurfa að slökkva með
stýrivöxtum hægri handar. Seðla-
bankastjóri hafði í hendi sér að
minnka margföldun lausafjár en lét
frekar vinstri höndina margfalda það
meira og hægri höndina ekkert vita.
Menn eru ábyrgir fyrir fyrirsjálegum
afleiðingum gjörða sinna. Hvort
seðlabankastjóri axlar sína ábyrgð
kemur í ljós.
Forvörn gegn öðrum lausafjárfar-
aldri
Íslendingar liggja nú í fletinu með
ferleg fráhvarfseinkenni, sama hvort
þeir fóru á lausafjárfyllirí eða forð-
uðust lánin. Ríkið mun með miklum
tilkostnaði mýkja lendingu lausa-
fjárfíklanna sem eins og allir fíklar
ætla aldrei aftur á hausinn. Forvörn-
ina er að finna í AA-bók lausafjárfík-
ilsins „The Austrian Theory of the
Trade Cycle“ úr röð austurrísku hag-
fræðinnar sem fyrir „þynnkuna
miklu“ upp úr 1929 spáði fyrir um
þynnkuáhrif bankakerfis sem marg-
faldar lausafé.
Heilbrigt efnahagslíf
Eftir að við venjum okkur af
lausafé sem hægt er að margfalda og
lærum að vernda verðgildi verðmæta
okkar í eðalmálmum og öðru sem
ekki er hægt að margfalda í banka-
kerfinu munum við lifa heilbrigðu
(efnahags)lífi.
Lausafjármagns fíklarnir
Jón Þór Ólafsson
skrifar um lausafé »Með því að lækka
bindiskylduna með
vinstri hendinni blés
seðlabankastjóri upp
verðbólgubál sem hann
sagðist svo slökkva með
stýrivöxtum hægri
handar.
Jón Þór Ólafsson
Höfundur er viðskiptafræðinemi.
Á ÖGURSTUNDU í
íslensku efnahagslífi
ákváðu stjórnvöld í
Bretlandi að frysta
eigur Landsbankans
þar í landi. Bretar
beittu fyrir sig lögum
gegn hryðjuverkum.
Líkur eru á að þessi
aðgerð hafi átt stóran
þátt í að koma stærsta
banka Íslands, Kaup-
þingi, í þrot og auka
tjón Íslands mun meira
en nauðsynlegt var.
Bretar beittu
ákvæðum í lögum gegn
hryðjuverkastarfsemi
og meðhöndla þar með
Íslendinga á þeim
sama grunni. Eftir
þetta er erfitt að talað
um Breta sem „vina-
þjóð“. Í íslensku sögu-
legu samhengi njóta Bretar sérstöðu
meðal þjóða heimsins. Bretland er
eina landið sem við höfum slitið
stjórnmálasambandi við í átökum.
Það var í þorskastríðinu snemma árs
1976. Það er í fyrsta og eina skiptið
sem eitt Nató-ríki hefur slitið stjórn-
málasambandi við annað Nató-ríki.
Í stærra samhengi og í öllu fárinu
um mikilvægi þess að verða hluti af
ESB þá hlýtur maður að spyrja sig
hvort við óskum þess að vera háð t.d.
Bretum sem smáþjóð innan ESB? Er
það skynsamlegt að vera háður vald-
boði, regluverki og duttlungum
„vinaþjóða“ í ESB.
Þurfa Íslendingar ekki
nú eins og áður fyrst og
fremst á treysta á sjálfa
sig, eigin úrræði og
framtakssemi? Það að
vera með stöðugan
gjaldmiðil og öflugt
efnahagslíf er mik-
ilvægt. Það að vera háð-
ur þjóðum eins og Bret-
um er annað. Þessu
tvennu má ekki rugla
saman.
Í dag skiptir öllu máli
að Íslendingar standi
saman andspænis
vandamálinu sem við er
að etja. Nú þarf að setja
niður deilur og ein-
henda sér í lausnir. Við
erum sjálfstæð þjóð og
höfum allt um það að
segja hvernig við
vinnum úr stöðunni og
hversu hröð uppbygg-
ingin verður. Þjóðin er
rík að gæðum sem
skipta máli til framtíðar
og alls engin ástæða til að örvænta.
Það voru gerð mistök, það er liðið
og gagnast ekkert að horfa til þess
núna. Þjóðin þarf á öllu sínu að halda
til að vinna sig sem best út úr vanda-
máli dagsins. Núna er þetta undir
okkur komið og hversu samheldin
þessi þjóð er í erfiðleikum.
Þó svo að mikilvægt sé að eiga
vinaþjóðir þá eigum við ekki að
treysta á þær. Við eigum og þurfum
fyrst og fremst að treysta á okkur
sjálf.
Sitt er hvað
evra og ESB
Stöndum saman
andspænis vanda-
málinu segir Jón
Helgi Egilsson
Jón Helgi Egilsson
»Nú þarf að
setja niður
deilur og ein-
henda sér í
lausnir. Við eig-
um og þurfum
fyrst og fremst
að treysta á
okkur sjálf sem
þjóð.
Höfundur er háskólakennari.