Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 39

Morgunblaðið - 12.10.2008, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 2008 39 ✝ Jón GunnarGíslason fædd- ist á Brimnesi í Ár- skógshreppi 22. maí 1939 . Hann lést á heimili sínu í Vamdrup í Dan- mörku 22. sept- ember síðastliðinn, eftir langvarandi veikindi. Foreldrar hans voru Gísli Zophanías Sölva- son og Jóna Hans- dóttir. Jón Gunnar kvæntist árið 1961 Ólavíu Dag- björt Halldórs- dóttur. Foreldrar hennar voru Hall- dór Lárusson og Jósefína Ágústdótt- ir Blöndal. Jón Gunnar og Ólavía eignuðust fjögur börn, Láru Jósef- ínu, Gísla Rúnar, Sverrir og Örn Ólaf, tengdabörn og níu barnabörn. Útför Jóns Gunn- ars fór fram í Dan- mörku, í kyrrþey að ósk hins látna. Já, þá er komið að kveðjustund hjá okkur pabba. Erfitt að sætta sig við það þar sem svo mörgu var ólokið. Það voru þung sporin hjá mér mánudags- kvöldið 22. september þegar hann hafði kvatt þennan heim og ég gekk að stofuglugganum til að opna hann svo andi hans gæti farið á flug um him- ingeiminn, frjáls eins og fugl. Hann var svo þakklátur yfir því að vera heima hjá henni Ólu sinni og var með ólíkindum hvað þau höfðu klárað sig lengi án aðstoðar í veikindum hans, bara þau tvö. Ekki alltaf sammála en alltaf svo samrýmd. Við vorum sam- ankomin fyrir nokkrum vikum fjöl- skylda mín og bræður Össi og Gísli í Hvidöre. Pabbi ljómaði allur upp og naut þess út í ystu æsar að vera með og taka þátt í okkar líflegu umræðum við matarborðið. Sérstaklega fylgdist hann af lifandi áhuga með framtíðar- plönum dætra minna og hló oft við og kom með góð ráð. Ég og pabbi gerð- um okkur grein fyrir því hvaða örlög voru í vændum og notaði hann tímann til að undirbúa mig fyrir fráfall hans. Mig langar til að þakka honum fyrir það sem hann gaf okkur í vöggugjöf. Forvitnina um umheiminn og þrá til að ferðast, læra meira og upplifa dásamlegan heim bókmenntanna að ógleymdri tónlistinni. Það væri hægt að skrifa margar síður um pabba og tónlist. Hún var honum alltaf kær og tryggur fylginautur. Ótrúlegt hvað hann fylgdist vel með öllum nýjum listamönnum um allan heim. Við vor- um alin upp við mikinn djass og blús og ómar í huga mér Golden Gate- kvartettinn sem pabbi hélt svo mikið upp á. Hann var hafsjór af fróðleik og hringdum við alltaf í hann til að spyrja ráða og fá upplýsingar. Mikið var hann glaður þegar tölvur og internet- ið komu til sögurnar. Þar gleymdi hann sér í þekkingarleit á cyperspace. Enda þessi fátæklegu orð mín með loforði um að við höldum ótrauð áfram í hans anda og tökum hann með okkur í huganum hvar sem við erum í heim- inum stödd. Kveðjum pabba, afa og tengdó með ljóðlínum æskuvinar hans. Blessuð sé minning hans. Á krossgötum stend ég og kann engin svör, nú komin er skilnaðarstund. Svo langt burtu frá mér þú leggur í för og lokað til frelsis er sund. Og hvert skal þá halda ef hamingja mín er handan við ófærugjá. Nú hugurinn fer yfir hafið til þín með heitustu ósk mína og þrá. Víst óráðið flestra er framtíðarstig og fallvölt er gleðinnar skál. En ekkert því breytir hve elska ég þig, það yl gefur dapurri sál. Svo dýrðlega margt er sem minnir þig á, hver minning um þig er svo blíð. Nú bið ég í hljóði með barnslegri þrá um birtu á komandi tíð. (Birgir Marinósson.) Lára Jósefína (Jossý), Þórður, Erla, Tinna og Fanney. Elsku pabbi minn, Jón Gunnar Gíslason, fæddur á Árskógsströnd í Eyjafirði 22. maí 1939 dó mánudags- kvöldið 22. september í faðmi fjöl- skyldunnar, eftir langa og stranga baráttu gegn krabbameini sem varð honum að ofurmegni. Umkringdur ástúð móður minnar ásamt dóttur og perlu hans Jossý; einnig bróðir minn Gísli var viðstaddur. Það var mjög sársaukafullt að fá fréttirnar símleiðis, að vera svo langt í burtu án þess að geta sýnt og gefið stuðning með návist sinni. Mín skil- yrðislausa virðing og þakklæti til allra þeirra sem réttu fram hjálparhönd. Einna helst til systur minnar Jossý og eiginmanns hennar Þórðar, dætra þeirra Erlu, Tinnu og Fanneyjar Rist, einnig Grethu, Geira og Ingu, Bennos og Esther, Egons og Tove ásamt mörgum öðrum. Þegar ég lít yfir lífshlaup pabba þá er það ansi margt sem hægt er að skrifa í minningu hans. Ég hef hins vegar valið að nota þetta tækifæri til skrifa fá orð um mitt persónulega samband sem ég hafði við föður minn. Ást, virðing og réttlæti lýsir vel því sambandi sem ég og pabbi höfðum. Eins og hann tók á móti mér við fæð- ingu kvaddi hann mig á sama máta. Frá því að hann greip mig með eigin höndum á fæðingarborðinu (vegna þess að mér lá svo mikið á að komast loksins í heiminn) og fram á okkar seinustu stund saman í Danmörku, hönd í hönd. Við kvöddum hvorn ann- an á okkar eigin hátt, með ró, vitandi að þetta yrði okkar seinasta. Með virðingu fyrir því sem við höfðum átt og upplifað saman en með ólýsanleg- um söknuði yfir því sem við ekki náð- um sameiginlega fyrir hans ótíma- bæra andlát. Rúmri viku síðar var minn elsku pabbi allur. Hér á Spáni í Andalúsíu höfðum við ætlað okkur að eyða dögum okkar saman. Því miður náðum við ekki að gera það að veruleika. Hins vegar lagði pabbi slóð sína hér eins og hon- um einum var lagið með heimsóknum sínum. Með sinni eilífu þrá eftir Mið- jarðarhafinu, hungri í menningu og þekkingu var honum ávallt vel tekið af öllum. Þann 24. september þegar fréttir af andláti föður míns höfðu náð eyrum flestra vina og kunningja hér á Spáni var honum haldin minningarat- höfn, mér að óvörum. Að spænskum sið var haldin einnar mínútu þögn, en þar á eftir einnar mínútu klappsölv (að sið Spánverja). Og hér stóð ég mitt í minningu föður míns og gerði mér endanlega og fulla grein fyrir að hann hafði snortið svo marga aðra en einungis mig og mína nánustu. Með ást og virðingu að eilífu. Örn Ólafur Jónsson. Jón tengdapabbi lést 22. septem- ber. Ég vil byrja á því að votta fjöl- skyldu og vinum samúð mína. Í starfi mínu sem blaðamaður hef ég hitt margt sérstakt og áhugavert fólk. Þar á meðal Fidel Castro, Boris Yeltzin og Dave Brubeck. Fyrir tæpum fimm ár- um kynntist ég einum af áhugaverð- ustu og minnisstæðustu persónum í mínu lífi, Jóni tengdapabba. Sterkur og hlýr, gáfaður og víðlesinn, já hann var svo sannarlega sérstakur maður. Var og verður alltaf í huga okkar sem þekktum hann. Ég kynntist honum skömmu eftir að ég missti föður minn úr krabbameini. Hann og konan hans Ólavía (alltaf kölluð lilla flicka á Spáni) komu í heimsókn til okkar Össa um jólin 2004. Það var ást við fyrstu sýn. Ég var hreinlega að springa af monti yfir því að þessi mað- ur opnaði sína arma og elskaði mig. Hann var alltaf tilbúinn til að rétta hjálparhönd, leiðbeina og styðja þótt það væru draumórar og óraunhæf plön. Hann kom okkur alltaf á óvart, á öllum sviðum. Til dæmis þegar hann kynnti mig fyrir tónlist rússneska söngvarans Ivans Rebroffs, mér af öllum sem er fædd í Rússlandi. Við gleymum aldrei þegar hann fór upp tröppurnar við dómkirkjuna í Sevilla eins og ungur, ákafur íþróttamaður þrátt fyrir að hann væri 65 ára og þjáður af krabbameini. Við elskuðum hann öll, hans húmor og sterka vilja. Hvernig er hægt að gleyma manni sem sat í stól á sjúkrastofunni því hann gat ekki sofið hálfblindur, þjáð- ur og dauðvona að læra spænska mál- fræði, því að gefast upp var ekki til umræðu. „Ég geri þetta á minn hátt,“ var hans mottó eins og Sinatra söng. Hann elskaði Spán, lífshætti þeirra, forna menningu og stolta þjóðarsál. Spánn tók honum opnum örmum og fagnaði honum, aldrei ókunnugur í þessu landi sólbakaðra kletta og nautaats, lostafulls og tregablandaðs flamengós, ástríðufullra og magnaðra fornra töfraanda. Hann hafði þennan magnaða forna töfraanda í sér eins og okkar bestu nautabanar, flamengód- ansarar og fótboltamenn, eins og Mozart, Glinka og Bizet, og hvert „spænskt“ snilldarverk sem er inn- blástur af þessum tilfinningagim- steini, eins og Nietzsche sem leitaði að þessum anda allt sitt líf, eins og Hemingway og Lorca sem skrifuðu með þennan innblástur að markmiði. Hann tilheyrði þessu, hann vildi flytja hingað, hann átti bara ekki nógu lang- an tíma ólifaðan. En ef ég á að segja satt þá held ég að hann hafi náð því. Á dimmri Andalúsíunótt þegar nætur- galarnir sungu sinn fallega söng opn- aði ég augun og sá hann og guð er mitt vitni. Hann stóð í herberginu í hvítum jakkafötum og með fínan hatt. Ég var ekki hrædd. Hann var svo ánægður og friðsæll að sjá. Seinna sagði Össi mér að hann hefði alltaf langað í svona hatt. Hann á hann núna. Hann er kominn til Spánar í andanum. Hann gerði það aftur á sinn hátt. Með ástarkveðju, Julia Jonsson, tengdadóttir. Jón Gunnar Gíslason Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS PÁLMA ÓLAFSSONAR, Bergstaðastræti 30, Reykjavík. Ása Gunnarsdóttir, Sigurlaug Margrét Karlsdóttir, Kristín Karólína Karlsdóttir, Þorkell Gunnarsson, Ása Karlsdóttir, Kári Steinar Karlsson, Ragnheiður Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KJARTANS KRISTÓFERSSONAR, Skipastíg 12, Grindavík. Sérstakar þakkir sendum við öllum starfsmönnum hjúkrunarheimilisins Víðihlíðar í Grindavík fyrir góða umönnun og hlýhug. Hafdís Guðmundsdóttir, Þráinn Kristinsson, Sigurborg Kristjánsdóttir, Valgerður Áslaug Kjartansdóttir, Guðmundur Árnason, Þorgerður Kjartansdóttir, Ingibjörg María Gísladóttir, Ásta Þorvaldsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR PETERSEN, Hraunvangi 1, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa Karitas og starfsfólki líknardeildar Landspítala, Landakoti. Elín Jóhannsdóttir, Tryggvi Ólafsson, Bryndís Petersen, Leifur Jónsson, Jóhann Petersen, Pétur Jakob Petersen, Auður Héðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, tengdasonar, föður, tengda- föður, afa og langafa, HARALDAR SIGURJÓNSSONAR, Gullsmára 9, Kópavogi. Innilegar þakkir sendum við öllu því góða fólki sem annaðist hann á gjörgæslu og lungnadeild Landspítalans, Fossvogi. Sérstakar þakkir til Óskars Einarssonar lungnalæknis og séra Gunnars R. Matthíassonar. Guð blessi ykkur. Fyrir hönd aðstandenda, Rannveig Leifsdóttir. ✝ Faðir minn, BJARNI JÓSEFSSON, lést 28.09.2008, jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki líknardeildar Landspítalans, Landakoti fyrir einstaklega góða umönnun. Ragnheiður J. Bjarnadóttir og aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, EÐVALD EÐVALDSSON, Ásabraut 7, Sandgerði, lést á Landspítala við Hringbraut 2. október. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki á deild 11 E fyrir ómetanlega aðstoð og umhyggju. Erna Másdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Erna Ruth Bobroff.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.