Morgunblaðið - 12.10.2008, Page 56

Morgunblaðið - 12.10.2008, Page 56
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 286. DAGUR ÁRSINS 2008 Borgarleikhúsinu Fló á skinni Heitast 10°C | Kaldast 2°C  Austan 10-18 m/s, hvassast við suður- ströndina. Hægari á NA-landi. Fer að rigna, þurrt fyrir norðan. » 8 ÞETTA HELST» Eflumst sem þjóð  Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki málsókn á hendur breska ríkinu vegna aðgerða þess gegn Kaupþing Singer & Fried- lander. Hann telur að gera þurfi breytingar á ýmsum reglum við- skiptalífsins. » Forsíða Vongóður um lausn  Össur Skarphéðinsson er ánægð- ur með viðræður við hollenska sendinefnd um íslenska innláns- reikninga í Hollandi. Hann telur að lausn sé í sjónmáli og verður hún kynnt innan tíðar. » 2 Hlaup í Skaftá  Hlaup hófst í Skaftá í gær og var búist við því að hlaupið yrði í stærra lagi. Varað var við brennisteins- mengun við upptök Skaftár og fólki ráðlagt að vera þar ekki á ferli. » 2 Brýnt að leita til IMF  Ólafur Ísleifsson háskólakennari í hagfræði telur brýnt að leitað verði eftir láni og aðstoð hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Aðkoma sjóðsins kunni að draga að fleiri lánveit- endur. » 6 SKOÐANIR» Staksteinar: Tómið á bak við orðin Forystugrein: Stolt eða samvinna? Reykjavíkurbréf: Heilbrigðara þjóðfélag Ljósvaki: Frábærir þessir svörtu … UMRÆÐAN» Fá má bætur meðan leitað er að … Með viðtalið á hreinu Sýnum mjólkandi mæðrum stuðning Sitt er hvað evra og ESB Arfleifðin Rödd smáborgarans ATVINNA » FÓLK» Rumer Willis var algjör lúði. » 54 Að mati Jónasar Sen voru minningar- tónleikar um Vil- hjálm Vilhjálmsson nokkuð vel heppn- aðir. » 48 GAGNRÝNI» Hefði mátt gera betur TÓNLIST» Motion Boys hreyfðu við fólki. » 52 FÓLK» Gary Barlow vill vera frægastur í flugvél. » 51 Rúrí er heiðurs- listamaður Sequenc- es í ár og ætlar af því tilefni að fremja mikinn gjörning í kvöld. » 49 Fjöltækni- gjörningur MYNDLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Íslendingar þrjóskir og … 2. „Sparkað í liggjandi (Ís)land“ 3. Rússar og IMF sameinist um lán 4. Bretar knésettu … fyrirtæki … ÞÓTT Silja Aðalsteinsdóttir hafi í áratugi verið viðloðandi þá menn- ingu, sem jafnan er meira í háveg- um höfð en svokölluð dægur- menning, setti hún sem unglingur svo mikið mark á þá síðarnefndu að henni hefur verið reistur minn- isvarði á Poppminjasafninu í Duus-húsi, menningarmiðstöð Reykjanesbæjar. Á sýningunni Saga rokksins í 50 ár er tveggja vikna ferill henn- ar sem dægurlagasöngkonu tí- undaður á veggspjaldi ásamt mynd af henni frá þessum tíma. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag sviptir Silja, bókmenntafræð- ingur, rithöfundur, þýðandi og nú útgáfustjóri hjá Máli og menn- ingu, hulunni af þessu tímabili í lífi sínu. Hún var aðeins sextán ára og ein tíu ungmenna sem árið 1960 voru valin úr hópi fjörutíu unglinga, sem komu eftir auglýs- ingu í prufu hjá KK sextett. „Við æfðum stíft og sungum með hljómsveitinni á sveitaböll- um, í Hlégarði, á Selfossi og víðar flest kvöld í tvær vikur,“ segir Silja m.a. Í viðtalinu ljóstrar hún jafnframt upp ástæðu þess að henni þótti meira gaman í rútunni til og frá böllunum heldur en að syngja. Framtíðarsöngkona Hápunkturinn fyrir ungu söngvarana voru tónleikar í Aust- urbæjarbíói í lok september. Gagnrýnendur gerðu í stórum dráttum nokkuð góðan róm að frammistöðu Silju. Í [dagblaðinu] Tímanum sagði að ekki hefðu all- ir átt erindi upp á svið, en Silja Aðalsteinsdóttir ætti greinilega framtíð fyrir sér. Haukur Morth- ens söngvari var ekki alveg eins ánægður, sagði hana hafa verið feimna, óstyrka og oft hafa fipast. Silja viðurkennir að hann hafi haft svolítið til síns máls, hún hafi verið mjög feimin – og í rauninni hafi hún aldrei unnið almennilega bug á feimninni, þótt ekki örli eins mikið á henni þegar hún flytji texta eftir aðra. Í seinni tíð syngur Silja helst þegar hún straujar. | 18 Silja var poppstjarna þegar hún var 16 ára Dægurlagastjarna Silja Aðalsteinsdóttir um það leyti sem hún söng með KK-sextettinum víða um land. Morgunblaðið/G.Rúnar Menningarvitinn Silja Aðalsteins- dóttir er þekktari fyrir annað en poppsöng í seinni tíð. GUÐJÓN Davíð Karlsson leikari þurfti aldrei að opna orðabók alla sína skólagöngu. Hann fletti bara upp í föður sínum, Karli Sigur- björnssyni biskup. „Það var nokk sama hvert fagið var, tungumál, saga, efnafræði, alltaf var pabbi með svörin á reiðum höndum,“ seg- ir hann. Karl segir son sinn hafa leikið sig gegnum lærdóminn. „Sem dæmi þá lærði hann Gísla sögu Súrssonar ut- an bókar og lék bardagasenurnar með miklum tilþrifum. Þarna sá maður að hann hafði þetta „tal- ent“.“ | 20 Morgunblaðið/RAX Það er leik- ur að læra Auratal Í SÍÐASTA mánuði keypti fólk sem var að undirbúa hús sitt fyrir vetr- arveðrin efni til þess að þétta múr. Fólkið lagði leið sína í BYKO og keypti þar efni sem fyrirtækið Mat- hys framleiðir og heitir Fill Coat, Sibres, 5 lítra dós. Umrædd dós kostaði rösklega 22 þúsund krónur. Fólkinu fannst þetta dýrt og ákvað að opna ekki dósina með þessu dýra efni af því að það taldi að það hlyti að hafa verið tvíslegið inn í kassann. Síðan fór fólkið á net- ið til þess að athuga hvað umrætt efni kostaði í útlöndum og sá þá á heimasíðu breskrar málningar- vöruverslunar að varan kostaði 33 pund. Í framhaldi af þessu fór fólkið í Húsasmiðjuna og fann umrætt efni, nákvæmlega eins dós á rösklega tíu þúsund krónur. Daginn eftir var farið með hina dýru dós úr BYKO aftur í verslunina og henni skilað og við þau skil var staðfest að hún hafði verið slegin inn á réttu verði. Þarna munaði því um 12 þúsund krónum á sömu vöru. Á gengi pundsins þennan umrædda kaup- dag var dósin á rétt um 6.000 ís- lenskar krónur. gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.