Morgunblaðið - 23.10.2008, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008
Eftir Láru Ómarsdóttur
lom@mbl.is
NORSK sendinefnd mun funda með íslenskum
stjórnvöldum klukkan 9 í dag til að ræða hvernig
Norðmenn geta komið Íslendingum til aðstoðar í
efnahagskreppunni sem hér ríkir.
Nefndin kom til landsins í gær og fundaði stutt-
lega á Radisson SAS ásamt norska sendiherran-
um og fulltrúa Svía. „Tilgangur ferðarinnar er tví-
þættur, annars vegar að kynna okkur aðstæður
hér á landi og hins vegar að ræða við íslensk
stjórnvöld um hvernig Noregur og önnur Norð-
urlönd geta komið Íslendingum til hjálpar“ segir
Martin Skanche, formaður nefndarinnar. Hann
segist ekki geta sagt til um hvað gæti verið fólgið í
slíkri aðstoð fyrr en eftir að nefndin hafi rætt við
íslensk stjórnvöld: „Við erum hér til að kynna okk-
ur hvaða áhrif efnahagskreppan hefur á Íslend-
inga. Kreppan hefur komið við margar þjóðir, þó
enga eins og Ísland, sem virðist hafa verið sér-
staklega viðkvæmt fyrir aðstæðunum“ segir
Martin.
Hefur áhuga á almenningi
Í samtölum við norsku sendinefndina er aug-
ljóst að nefndarmenn hafa mikinn áhuga á hvernig
íslenskum almenningi reiðir af. Þeir vilja vita
hvort áhrifa kreppunnar sé farið að gæta úti í sam-
minnstri röskun fyrir hinn almenna launþega í
landinu. En frumkvæðið verður að koma frá ís-
lenskum stjórnvöldum. Það hafa ekki verið lagðar
fram neinar sérstakar óskir þar að lútandi en vera
okkar hér sýnir að okkur er alvara.“
félaginu. Martin segir það meðal annars tilgang
ferðar nefndarinnar hingað til lands; „Við erum
hér á vegum norskra stjórnvalda og vera okkar
hér sýnir að við viljum hjálpa Íslendingum að
komast upp úr þessu ástandi sem fyrst með sem
Vilja hjálpa Íslendingum
Norsk sendinefnd er stödd hér á landi Vilja kynna sér stöðu mála og bjóða
fram aðstoð Norðmennirnir funda með íslenskum stjórnvöldum í dag
Morgunblaðið/hag
Hjálpfúsir Norðmenn Martin Skanche, formaður nefndarinnar, segir Norðmenn vilja hjálpa.
vinstri smakkar Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri blóðið að
beiðni Jósavins Heiðmanns Arasonar. Á myndinni eru líka
Diðrik Kristjánsson, Þormar Þór Hallgrímsson, Matthías Jen-
sen, Gunnar Andri Gunnarsson, Jónína Sverrisdóttir kennari
og Benedikt Stefánsson. Hægra megin eru Bergur Þór Stef-
ánsson, Karen Rut Brynjarsdóttir, Sindri Snær Jóhannesson
og Elína María Gunnarsdóttir. Í dag verður slátur í hádeg-
ismat skólanum og margir farnir að hlakka til strax í gær.
Nemendur og starfsfólk í Þelamerkurskóla tóku til hendinni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sláturgerð í Hörgárbyggð
ÞAÐ var líflegt í Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð í gær þeg-
ar nemendur og starfsfólk sameinuðust í sláturgerð. Tekin
voru 25 slátur; í bítið var hafist handa við lifrarpylsuna og eft-
ir langar frímínútur var röðin komin að blóðmörnum. Til
UM 4.000 börn og unglingar skráðu sig í gær í áheyrn-
arprufur fyrir hlutverk í Söngvaseiði sem sýndur verð-
ur í Borgarleikhúsinu í vor. Fullt var út úr dyrum en
prufurnar fara fram á næstu tíu dögum. „Það er frá-
bært að sjá þennan mikla áhuga á leikhúsinu sem end-
urspeglast í þessari gríðarlegu þátttöku,“ segir Sváfnir
Sigurðarson, markaðsstjóri Borgarleikhússins.
Ljóst er að margir krakkanna fá ekki að standa á
sviði leikhússins þegar vora tekur og syngja „do er dós
af djásnum full“ þar sem aðeins fjórtán börnum verður
boðið að taka þátt í uppfærslunni. Þau munu skipta
með sér hlutverkum von Trapp-systkinanna sjö. Að
sögn Sváfnis mætti í gær fjöldi barna sem hefur sótt
námskeið í leiklist, söng og dansi. ylfa@mbl.is
Morgunblaðið/Frikki
Beðið Löng röð myndaðist við Borgarleikhúsið þegar um 4.000 börn og unglingar skráðu sig í áheyrnarprufur.
4.000 skráðu sig í prufur
Fjórtán börn verða valin í hlutverk von Trapp-systkinanna
STEINGRÍMUR
J. Sigfússon, for-
maður Vinstri
grænna, segist
hafa um það
heimildir að
norska sendi-
nefndin sé komin
hingað til lands
m.a. vegna skrifa
hans í norska fjöl-
miðla á dögunum.
Það hafi sett „ákveðna pressu á mál-
in. Reyndar var staðan þannig fyrir
að það var mikill þverpólitískur vilji
og samstaða í Noregi um að landið
legði eitthvað af mörkum.“
Ákvörðun stjórnvalda um að
senda hóp hingað til að kynna sér
stöðuna sýni mikinn velvilja í garð
Íslendinga.
„Að vísu kemur þetta mjög seint
þegar við erum kannski á síðustu
metrunum að lenda á klafa Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Ég hefði auðvitað
viljað að það hefði farið formlega til
Norðmanna fyrir tíu dögum. Engu
að síður finnst mér þetta gott og tel
að við eigum að hafa eins mikið sam-
flot með Norðmönnum í þessu og
hægt er, hvernig sem allt fer, enda
eru þeir á margan hátt okkar eðlileg-
asti og næsti bandamaður.“
Setti pressu
á málin
Steingrímur J.
Sigfússon
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
Í GÆRKVÖLDI dró nokkuð úr
skjálftum við Upptyppinga um tíma,
en skjálftahrina hófst aftur seint í
gærkvöldi. Að sögn Páls Einarssonar,
prófessors í jarðeðlisfræði sem fylgst
hefur náið með hræringunum, eru þó
ýmsir möguleikar fyrir hendi um
hvernig málin muni þróast. Þótt dreg-
ið hafi úr hrinunni í gærkvöldi sé ekki
þar með sagt að framhaldið sé ráðið
og hræringunum ljúki næstu daga.
Hræringar í eitt og hálft ár
Páll segir um að ræða atburðarás
sem hafi verið í gangi síðastliðið eitt
og hálft ár. Það sem geri þessa virkni
nú sérstaka er hvað hún hefur haldið
áfram jafnt og þétt með litlum og
fáum skjálftum.
Fyrri partinn í gær gerði hins veg-
ar mikla skjálftahrinu sem var nánast
stöðug frá klukkan átta um morgun-
inn og fram að hádegi. Hræringarnar
færðust þá á annað stig en erfitt er að
segja til um hvort búast megi við gosi.
Vissulega er þó sá möguleiki fyrir
hendi að virknin komi upp á yfirborð-
ið í eldgosi.
Mikil skjálftahrina hófst við Upp-
typpinga í fyrra en skjálftavirknin
hætti í vor. Hún hófst hins vegar aftur
í ágúst með stöku skjálfta og síðustu
vikurnar hafa verið vaxandi smá-
skjálftar á afmörkuðu svæði norðan
Upptyppinga.
Hrinurnar
koma og fara
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Óvissa Eldgos ekki útilokað.