Morgunblaðið - 23.10.2008, Page 12

Morgunblaðið - 23.10.2008, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „VIÐ íhugum að kalla þessa húsa- lengju Regnbogaslóð,“ segir Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferð- arráðs Reykjavíkurborgar, með bros á vör þegar hún tekur á móti blaða- konu úti á Granda til þess að sýna henni smáhýsin, sem þar hefur verið komið upp. Húsin, sem ætluð eru til varanlegrar búsetu fyrir einstaklinga sem lengi hafa verið heimilislausir, standa í einni lengju í skjóli frá nær- liggjandi umferðargötum og eru eins að því undanskildu að útidyrahurðir húsanna bera vott um litagleði og eru í gulum, rauðum, grænum og bláum lit. Að sögn Jórunnar tók lengri tíma en ætlað hafði verið að finna hús- unum stað í borginni, en náðst hafa samningar við einkaaðila um leigu lóðar úti á Granda undir húsin. Segir hún staðsetninguna góða þar sem stutt sé í Dagsetur Hjálpræðishers- ins þar sem íbúar geti fengið heitan mat í hádeginu og komist í aðstöðu til þess að þvo föt sín. Einnig sé stutt í allar nauðsynlegar verslanir og mið- bærinn sé í göngufæri. Fólk sem við þekkjum vel Samkvæmt upplýsingum frá Birnu Sigurðardóttur, verkefnisstjóra á velferðarsviði, er þessa dagana verið að velja þá skjólstæðinga borg- arinnar sem til greina koma sem íbúa smáhýsanna og búa þá undir búset- una með því m.a. að fara yfir þau um- gengnisskilyrði sem kveðið er á um í dvalar- og leigusamningi. Segir hún búið að tilnefna tvo einstaklinga og tvö pör til búsetu í smáhýsunum, þ.e. samtals sex manns, sem munu flytja inn á næstunni. „Þetta eru allt skjól- stæðingar sem við þekkjum mjög vel og verið hafa lengi í kerfinu þar sem búið er að reyna öll önnur úrræði,“ segir Jórunn og bendir á að íbúum smáhýsanna verði veittur mikill stuðningur með því að líta eftir þeim og inn til þeirra daglega. Aðspurð segir Jórunn að ekki standi til að reisa fleiri smáhýsi í bili, enda sé um ákveðið tilraunaverkefni að ræða sem meta þurfi reynsluna af á næstu tveimur árum áður en ákvörðun um uppbyggingu fleiri húsa verður tekin. „Það skiptir mestu máli að hafa fjölbreytni í búsetuúrræðum,“ segir Jórunn. Bendir hún á að hin ýmsu úr- ræði henti misvel ólíkum ein- staklingum. „Þannig hentar þetta bú- setuform vel fólki sem ekki hefur þrifist í öðrum sambýlisformum sem við höfum upp á að bjóða.“ Slitsterkari en fyrirmyndirnar Þótt hugmyndin að smáhýsunum fjórum sé að erlendri fyrirmynd er hönnun þeirra alíslensk sem og allt byggingarefni. Þetta segir Þórarinn Magnússon, verkfræðingur og for- stöðumaður framkvæmdadeildar Fé- lagsbústaða hf., sem haft hefur um- sjón og eftirlit með byggingu smáhýsanna. Bendir hann á að ís- lensku smáhýsin séu mun slitsterkari heldur en erlendu húsin sem helgist m.a. af íslenskri veðráttu. Um er að ræða stálgrindarhús sem vega hvert um sig 6,5 tonn en eru færanleg. Húsin eru klædd jafnt utan sem inn- an með utanhúsklæðningu, í glugg- um er öryggisgler, gólfdúkurinn er sérvalinn sjúkrahúsdúkur sem ekki getur kviknað í t.d. út frá logandi síg- arettum, eldavélin er tímastillt, hita- lagnir eru í gólfi og litríku útihurð- irnar eru úr stáli. Erum að ná utan um hópinn Aðspurð hversu margir séu skil- greindir heimilislausir í borginni nú um stundir segir Jórunn að ekki sé til nýrri samantektartölur en finna megi í skýrslu sem samráðshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins vann árið 2005. Hún sýndi þá að áætlað væri að á bilinu 16-36 einstaklingar væru á götunni. Tekur Jórunn fram að í nýkynntri stefnu Reykjavík- urborgar í málefnum utangarðsfólks sé ætlunin að gera úttekt á fjölda heimilislausra strax á næsta ári. „Við teljum okkur hins vegar vera að ná utan um þennan hóp með þeim úr- ræðum sem kynnt hafa verið til sög- unnar að undanförnu,“ segir Jórunn og vísar þar m.a. til smáhýsanna fjögurra, fjölgun plássa í Gistiskýlinu og búsetuúrræði fyrir tuttugu manns í beinu framhaldi af meðferð. Morgunblaðið/Valdís Thor Regnbogaslóð „Við teljum okkur vera að ná utan um þennan hóp [heimilislausra] með þeim úrræðum sem kynnt hafa verið til sögunnar að undanförnu,“ segir Jórunn Frímannsdóttir sem hér stillir sér upp við smáhýsin fjögur. Munu fá mikinn stuðning SJÖ fyrirtæki í byggingariðnaði hafa á síðustu dögum tilkynnt til stéttar- félagsins Eflingar að þau ætli að segja upp starfsfólki. Hóparnir eru á bilinu tíu til tuttugu manns. Starfs- mennirnir bætast við þá nær 300 starfsmenn Ístaks sem missa vinn- una um mánaðamótin. Fjöldinn nem- ur um þriðjungi starfsmanna fyrir- tækisins. Loftur Árnason, framkvæmda- stjóri Ístaks, segir að starfsmennirn- ir sem missa nú vinnuna hjá Ístaki séu ekki aðeins þeir 240 sem unnu við Hraunaveitu heldur fækki einnig í öðrum verkefnum fyrirtækisins auk þess sem undirverktakar missi vinnuna. Hann er uggandi yfir ástandinu í efnahagsmálunum og segir að sér finnist sem sveitarfélög á suðvestur- horninu, sem ætluðu að byggja, haldi nú að sér höndum. „Það er allsherjar hik. Sveitarfélögin draga saman seglin og setja verkefni á ís.“ Þá hef- ur fyrirtækið ekki fengið að milli- færa greiðslur í gegnum danska banka fyrir verk sín í Grænlandi og Færeyjum til Íslands. „Gjaldeyris- þurrðin hefur skapað geysileg vandamál,“ segir hann. „Bankarnir úti treysta því ekki að greiðslan komist til skila.“ Ástandið megi ekki vara lengi áður en illa fari. „Aðilar sem við höfum verið í við- skiptum við erlendis á undanförnum árum krefjast núna staðgreiðslu. Það hefur aldrei gerst áður.“ Loftur bendir auk þess á að verk- efni sem fyrirtækið vinni að gætu stöðvast þar sem byggingavörur skorti í landinu, en meðal verkefna þeirra er bygging nýja Háskólans í Reykjavík. „Mjög brýnt er að leysa vandann sem allra fyrst.“ gag@mbl.is Hópuppsagnir sjö fyrirtækja Í HNOTSKURN »62 prósent félagsmannaEflingar í byggingariðnaði eru útlendingar. »100 Íslendingar og 140 út-lendingar, flestir Pólverj- ar og Portúgalar, missa vinn- una hjá Ístaki þegar vinnu við Hraunaveitu lýkur. »Samiðn og TrésmiðafélagReykjavíkur fá margar fyrirspurnir um hóp- uppsagnir. 400 starfsmenn í byggingariðnaði missa vinnuna TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, hef- ur vakið athygli sendiráða Dan- merkur og Bret- lands á mann- réttindavernd neytenda gegn mismunun á grundvelli þjóð- ernis vegna frétta af brotum gegn réttindum Íslendinga í þessum tveimur löndum. Einnig hefur utan- ríkisráðuneytinu verið gert viðvart, svo og umboðsmanni neytenda í Danmörku um staðfest tilvik. Óskað var atbeina sendiráðanna við að árétta alþjóðlegt bann við mismunun neytenda á grundvelli þjóðernis eða annarra ástæðna sem fela í sér óheimila mismunun. Þetta var gert í kjölfar þess Gísli sann- reyndi frá fyrstu hendi fréttir um tvö slík tilvik í Danmörku en um þau var skrifað í Morgunblaðinu. Um var að ræða Íslendinga sem var synjað um þjónustu í símabúð og vísað úr töskubúð. ylfa@mbl.is Sendiráð minnt á mann- réttindavernd Gísli Tryggvason TÖLVUFYRIRTÆKIÐ EJS til- kynnti í gærmorgun að fyrirtækið hefði sagt upp 33 starfsmönnum. Magnús Steinarr Norðdahl, for- stjóri EJS, segir að uppsagnirnar séu nauðvörn fyrirtækisins vegna mikils sölusamdráttar undanfarnar vikur. Vörusala var ágæt fyrstu níu mánuði ársins en á síðustu vikum gjörbreyttist staðan. „Það eru mörg fyrirtæki sem hafa ákveðið að bíða með allar ákvarðanir. Það stoppar allt innkaupaferli. Það eru ekki teknar ákvarðanir um eitt né neitt lengur,“ sagði Magnús. Tæplega 170 manns starfa hjá fyrirtækinu og því fækkar starfs- mönnum um fimmtung. Starfsmenn úr öllum deildum missa vinnuna. Að sögn Magnúsar hefur um helm- ingur tveggja ára starfsaldur en aðrir hafa unnið lengur hjá fyr- irtækinu. runarp@mbl.is EJS sagði upp 33 starfsmönnum Hversu stór eru smáhýsin og hversu marga geta þau hýst? Öll smáhýsin eru 25 fermetrar að stærð og geta ýmist hýst einn ein- stakling eða par. Samtals geta hús- in fjögur því hýst fjóra til átta. Hvað kostar að reisa smáhýsi og hve langan tíma tekur það? Byggingarkostnaður hvers húss er 250-300 þúsund krónur á ferm. og því kostar hvert hús 6-7 milljónir. Mánuð tekur að reisa hvert hús. Hvers konar samningar eru gerðir við íbúa húsanna? Íbúar smáhýsanna munu gera dval- ar- og leigusamning til sex mánaða í senn og munu á samningstím- anum þiggja stuðning í formi innlita og eftirlits. S&S EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 www.exista.is HLUTHAFAFUNDUR EXISTA HF. 30. OKTÓBER 2008 Stjórn Exista hf. boðar til hluthafafundar fimmtudaginn 30. október 2008 í Salnum í Kópavogi og hefst fundurinn kl. 13:00. Dagskrá: 1. Umfjöllun um stöðu og horfur. 2. Tillaga um heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár. 3. Tillaga um heimild stjórnar fyrir hönd félagsins að undirgangast fjárskuldbindingar sem breyta má í hlutafé í félaginu og heimild til hækkunar hlutafjár í samræmi við það. 4. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 5. Tillaga um afskráningu hluta félagsins úr kauphöll NASDAQ OMX Nordic Exchange á Íslandi. 6. Tillaga um heimild stjórnar til ótakmarkaðrar sölu á eignum félagsins. 7. Önnur mál. Dagskrá og endanlegar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis. Ennfremur er hægt að nálgast fundargögn á vefsíðu félagsins www.exista.is. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundardaginn frá kl. 12:00 á fundarstað í Salnum, Hamraborg 6, Kópavogi. Stjórn Exista hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.