Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 2. N Ó V E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 . tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is RAGNHEIÐUR GRÖNDAL NÝ PLATA UPPGJÖR VIÐ ÁRIÐ Í NEW YORK ÍSLENSK ÆTTLEIÐING 550 börn til lands- ins á 30 árum Sigurður Þorsteinsson er vöru- og ímyndarhönnuður í Mílanó. Fáir þekkja hann sennilega en flestir hafa keypt vöru sem hann hefur átt þátt í að hanna. LESBÓK Andinn, landið og brandið Magnús Sigurðsson er 24 ára en hefur þýtt Ezra Pound, hlotið Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar og gefið út sitt fyrsta smásagnasafn. Skáldskapur skapar okkur Oliver Stone ræðst að George Bush í mynd sinni W og skilar einhliða en áhugaverðri lýsingu á lífshlaupi hins umdeilda Bandaríkjaforseta, segir Karl Blöndal. Forseti í skugga föður síns Leikhúsin í landinu >> 55 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FRUMVARP um breytingu á eftir- launalögunum svonefndu, um eftir- launakjör þingmanna, ráðherra og hæstaréttardómara, verður lagt fram á Alþingi í næstu viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Þar er lagt til að öll helstu atriði, sem vöktu reiði almennings árið 2003 þegar lögin voru sett, verði numin úr gildi. Í fyrsta lagi verður lágmarksaldur til eftirlaunatöku hækkaður úr 55 ár- um í 60 fyrir fyrrnefnda hópa. Í öðru lagi er lagt til að réttindaávinnsla hjá alþingismönnum lækki úr 3% fyrir hvert ár í embætti í 2,375%. Hjá ráð- herrum og hæstaréttardómurum lækki hún úr 6% í 4%. Þá á að girða fyrir að þessir hópar geti á sama tíma tekið eftirlaun og þegið laun frá ríkinu. Það atriði er í raun það eina sem er afturvirkt með einhverjum hætti, enda tekur það frá 1. júlí 2009 einnig til þeirra sem þegar eru byrjaðir að taka eftirlaun meðfram launuðum störfum. Í fjórða lagi verða sérákvæði um eftirlaun forsætisráðherra felld nið- ur svo hann verði jafnsettur öðrum ráðherrum. Aðspurður sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að fyrrver- andi forsætisráðherrar, Davíð Odds- son og Halldór Ásgrímsson, héldu sínum áunnu réttindum hvað þetta varðaði. Árið 2003 flutti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, frumvarp um eftir- launalögin. Meðflutningsmenn voru fulltrúar allra flokka í forsætisnefnd. Fljótlega kom upp óánægja með frumvarpið innan þings sem utan. Ekki sömu sérkjör  Eftirlaunalögunum breytt og umdeildustu ákvæðin frá árinu 2003 falla út  Alþingismenn og ráðherrar fá eftirleiðis ekki laun og eftirlaun á sama tíma  Mestu deiluefnin | 4 60 ár Væntanlegt aldurslágmark ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara sem vilja þiggja eftirlaun frá rík- inu. Núna er það 55 ár. 4% Ávinnsla lífeyrisréttinda á ári hjá ráðherrum og hæstaréttardómurum skv. frumvarpinu. Er 6% núna. 2,4% Árleg ávinnsla lífeyrisrétt- inda hjá þingmönnum verð- ur 2,375% skv. frumvarp- inu. Hún er 3% skv. núgildandi lögum. -15% Launalækkun forseta ef kjararáð fer að tilmælum ríkisstjórnarinnar um lægri laun æðstu embættis- manna á næsta ári. Meiri jöfnuður  SÍLDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupstað hefur látið setja í skip sín, Börk og Birting, sams konar dýpt- armæla og notaðir eru í rannsókn- arskipum Hafrannsóknastofnunar- innar og boðið Hafró aðgang að gögnunum. „Með þessu móti getum við brúað bilið á milli skipstjóranna og Hafró,“ segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri. »23 Ljósmynd/Helgi Bjarnason Atvinna Nóg hefur verið að gera í síldinni í haust, en loðnan lætur ekki á sér kræla. Vilja brúa bilið milli skipstjóranna og Hafró LÁN sem greidd voru upp hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) í októbermánuði námu svipaðri fjárhæð og upp- greiðslur allra lána hjá sjóðnum fyrstu níu mánuði ársins. Í nóvember hefur aftur dregið úr upp- greiðslum en mun fleiri klára þó lán sín fyrir gjald- daga en venjulega hefur verið. ÍLS gefur ekki út tölur um uppgreiðslu lána. Ein- ar Örn Stefánsson, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir þó miklar uppgreiðslur í október, miðað við það sem venjulega hefur verið. Algeng- ast sé að fólk sem eigi frekar lítið eftir af lánum sínum borgi þau upp. Hann segir að hver hafi sína ástæðu en telur líklegast að fólk hafi búist við mikilli verðbólgu vegna fjármálaerfiðleikanna og talið skynsamlegt að nota sparifé til að greiða upp verðtryggð lán. Á þeim skuldabréfum ÍLS sem eru með ákvæði um uppgreiðsluþóknun getur slík þóknun bæst við þegar aukaafborgun er greidd eða lán greitt upp fyrir gjalddaga. helgi@mbl.is Uppgreiðslur náðu hámarki í október GEIR H. Haarde hefur sent for- manni kjararáðs bréf þar sem hann óskar eftir 5-15% launalækkun þeirra sem heyra undir ráðið. Lækkunin gildi út næsta ár og verði í hlutfalli við laun. Forseti Íslands er launahæstur þeirra sem heyra undir ráðið. Einnig á að ræða við hálaunahópa hjá ríkinu um tíma- bundnar launalækkanir. Formaðurinn, Guðrún Zoëga, staðfesti í gær að sér hefðu borist tilmæli ríkisstjórnarinnar um þetta. Hún kveðst engar fyrirframskoð- anir hafa á því máli. Það verði tekið fyrir strax eftir helgina, en af- greiðsla þess geti tekið nokkra daga eða vikur. Vilja 5-15% launalækkun Um 500 keppendur taka þátt í haustmóti FSÍ í hópfim- leikum sem fram fer um helgina í Ásgarði í Garðabæ. Selfoss kom, sá og sigraði í úrvalsdeildinni í gær en í dag verður keppt í 1. deild. | Íþróttir Morgunblaðiði/G.Rúnar Þaulæft áhættuatriði í ört vaxandi íþrótt  HÆTTA er á því að sveitar- félög sem hafa verið háð auka- framlagi úr jöfn- unarsjóði verði órekstrarhæf og tæknilega gjald- þrota, komi til þess að auka- framlagið verði lagt niður. Hall- dór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir að mörg minni sveitarfélög þoli ekki að vera án þeirra tekna sem aukaframlagið gefur. Unnið er að því á vegum sambandsins að skoða rekstrarvanda sveitarfélaga ofan í kjölinn. »4 Erfiðleikar hjá mörgum minni sveitarfélögum Halldór Hall- dórsson  SJÓVÁ átti fjárfestingareignir að andvirði 49 milljarðar króna sam- kvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2007. Þessar eignir eru sam- kvæmt upplýsingum frá Sjóvá er- lendar fasteignir sem Milestone, eigandi Sjóvár, lagði að hluta inn í Sjóvá til þess að jafna út viðskipta- skuld. Aðrar eignir sem heyra undir þennan lið keypti Sjóvá af Askar Capital, sem er umsjónaraðili fast- eigna Sjóvár. »26 Milestone lagði til eignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.