Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 40
40 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
Þann sem þorir að bjóða
þeim birginn spyr ég hvort
ekki sé kominn tími til að
sjálfstæðismenn losi sig
við óttann gagnvart Davíð Odds-
syni, sem ráfar um í hvelfingum
bankans öskrandi eins og tann-
laust ljón sem treystir því að öskrið
eitt dugi. ’
Ríkisstjórn Ís-
lands – sem er
orðin einræð-
isstjórn eða ríki í
ríkinu með Seðla-
bankanum og
heyrir ekkert
hvað venjulegir
borgarar eða há-
menntaðir hag-
fræðingar innan lands og utan segja
telur þurfa landvarnir á Íslandi.
Þessar varnir hafa um áratugaskeið
komið frá Bandaríkjamönnum sem
vildu í fyrstu leggja hervegi eins og
hjá fólki og annað en því var hafnað –
við erum sjálfstæð. Svo einn daginn
hætti Bush að þykja vænt um okkur.
Og fór til Íraks í erindum. Þá var ráð
að fá þessa þjónustu frá frændum
vorum Norðmönnum – eða öðrum
hæfum mönnum þar sem við eigum
bara haglabyssur og munar ekki um
að snara nokkrum milljörðum í að
verja landið fyrir einhverjum. Það
væri hinsvegar fínt ef Færeyingar
vildu hertaka okkur og snöggtum
skárra en núverandi aðstæður.
En hver er óvinurinn?
Rússar hafa alltaf verið í því hlut-
verki en nú eru þeir allir af vilja
gerðir að veita okkur fjárhagsaðstoð.
Það var happ fyrir okkur að nýr for-
seti kom í Hvíta húsið í USA því
kannski hefði Bush af velvilja við
okkur skotið Rússana niður þegar
þeir væru að koma með sparibauk-
inn sinn til okkar sem nú þiggjum
ölmusu.
Óvinir íslensks sjálfstæðis hafa
hertekið landið. Seðlabanki og rík-
isstjórn sem eru enn að bíða eftir –
hverju?
Þeir vilja engin afskipti sem gætu
skipt sköpum fyrir þjóðfélagið því þá
kæmi svo margt misjafnt í ljós og
þyrfti að fara að fara eftir lögum sem
væri ekki stjórnað af hentistefnu
þeirra sem valdið hafa. Það tekur ár
og þau mörg að leiðrétta laun eldri-
borgara og sjúkra auk láglaunafólks.
Þar þarf að sitja á fundum út af 1000
kr. hækkun dögum saman. Nú finna
þeir sem missa vinnuna hvernig
sjúkum og öldruðum líður að eiga
ekki fyrir reikningum sínum. Það
þarf enga fundi og samþykktir til að
ráðherrar ríkisins fari með aðstoð-
armenn og föruneyti tvisvar til Kína
fyrir 5 til 10 milljónir og það þarf
enga fundi ef ráðherrar senda vini og
ættingja sem sendiherra á staði sem
enginn Íslendingur hefur nokkur not
af.
Peningum almennings, barnanna
okkar, og sparibaukum barna-
barnanna okkar hefur verið stolið.
Svo og lífeyrissjóðum okkar. Bank-
arnir voru rændir innanfrá – front-
urinn stóð og glerhallirnar sem
blöstu við voru marmaraklæddar.
Peningarnir hurfu út um bakdyrnar
um leið og þeir komu inn um að-
aldyrnar. Skrautbankarnir sem voru
gjöf ríkisráðsins á sínum tíma til vel-
valins hóps eru nú aftur komnir heim
til mömmu – en peningarnir búnir.
Nú verða hús og bílar tekin af
fólki. Það er sárt að missa eignir sem
unnið hefur verið fyrir hörðum hönd-
um og standa eftir með börnin sín á
götunni. Hvað ætla bankarnir að
gera við húseignirnar sem þeir plöt-
uðu fólk til að kaupa með 90% láns-
hlutfalli og snarhækkuðu svo vextina
– eftirá ? Fólk er búið að missa vinn-
una – eignirnar með verðbótunum og
vonina. Áður en baráttuvilji vinnandi
fólks hverfur í vonleysi ætti það því
miður að fara til annarra landa þar
sem vinnu er að fá. Því hér á engu að
breyta.
Ríki í ríkinu
Erla Magna Alexandersdóttir,
snyrtifræðingur/spámiðill.
SVÖR og fas Jóns Sigurðs-
sonar í Kastljósi hinn 19. nóv-
ember sl. útiloka ekki að hann
kunni að hafa eitthvert vit á fjár-
málarekstri, hins vegar afhjúpaði
það að hann hefur afar takmark-
aðan skilning á lýðræði. Horn-
steinn lýðræðis er gagnsæi, miðl-
un upplýsingar til almennings og
hvatning til umræðu. Það getur
vel verið að það sé klókt af Jóni sem bankamanni
að segja: „Ég ætla ekki að tjá mig um það“, „Ég
ætla ekki að hafa fleiri orð um það mál“, „Það er
ekki hægt fyrir seðlabankastjóra að láta almenn-
ing vita að illa horfir“. Hins vegar sýnir slíkt tal
að lýðræðistilfinningu Jóns er mjög ábótavant.
Eiga bara eigendur bankanna rétt á að fá að
vita að það stefnir í óefni, en ekki þeir sem missa
vinnuna og aleiguna, og hefðu kannski getað
komið í veg fyrir það ef þeir hefðu haft upplýs-
ingar frá seðlabankanum og FME um yfirvofandi
hættu? Hafa lýðræðislega kjörnir fulltrúar ekki
neinar upplýsingaskyldur gagnvart kjósendum
sínum, bara gagnvart eigendum bankanna? Þar
sem almenningur fékk ekki upplýsingar þá gátu
bankarnir selt almenningi myntkörfulán, fengið
lífeyrissjóðina til þess að taka skortstöður með ís-
lensku krónunni á meðan bankarnir sjálfir tóku
skortstöðu gegn henni o.s.frv. Bankarnir höfðu
allar upplýsingar um hina hættulegu stöðu en al-
menningur engar. Bankar gátu reynt að bregðast
við en almenningur ekki. Síðan bankarnir voru
einkavæddir hefur alltaf sama þulan kveðið við
þegar reynt hefur verið að hefja einhverja lýð-
ræðislega umræðu um slæma stöðu og áhættu-
sækni bankanna: „Ekki má birta neitt sem veikir
tiltrú almennings á bönkunum því það myndi
koma sér illa fyrir bankana“.
Sjálfu grundvallaratriði lýðræðisins, upplýs-
ingunni, er fórnað til hagsbóta fyrir bankana.
Þegar ég spurði ábyrgðarmenn í seðlabankanum
hvers vegna skýrsla þeirra Daníels Svavarssonar
og Péturs Sigurðssonar var aldrei kynnt almenn-
ingi eða kjörnum fulltrúum þjóðarinnar var ein-
mitt þetta svarið: „Ekki má veikja tiltrú almenn-
ings á bönkunum“. Þessi skýrsla (sjá myndir 1, 6,
7, 8 og myndirnar alveg í lok skjalsins) http://
www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?ite-
mid=5251 sýnir svo ekki verður um villst að strax
frá fyrsta degi útrásarinnar voru lánin meiri en
eignirnar sem keyptar voru fyrir lánin; að
áhættusæknin var með ólíkindum og að allt var í
óefni komið strax árið 2006.
Nú vil ég spyrja Björgvin G. Sigurðsson, vissir
þú um þessa skýrslu? Ef svo er ekki, þá hefur ver-
ið farið bak við þig; ef þú vissir um hana þá hefur
þú talað gegn betri vitund í þá undanfarna 14
mánuði síðan skýrslan kom út. Undirritaður hef-
ur verið að reyna að skrifa um íslensk bankamál
undanfarin 4 ár. Til stóð að hefja umræðu um
ábyrgðir Seðlabankans sem nú eru að sliga ís-
lensku þjóðina. En eftir tveggja mánaða þrot-
lausa eftirgrennslan hjá Seðlabanka og FME kom
eftirfarandi svar sem fékk undirritaðan til þess
að trúa því að engin hætta væri á ferðum og
óþarfi að ýta úr vör umræðu um þessi mál:
„February 12, 2008
Ef íslenskur banki fer á hausinn, þarf þá seðla-
bankinn að einhverju leyti að hlaupa í skarðið,
lendir gjaldþrotið á honum (og þá almenningi)?
Kær kveðja, Andrés.
From: xxga@fme.is
March 25, 2008
TO: anders.magnusson@medisin.uio.no
Sæll Andrés Hér á landi er til sjóður sem heitir
Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta.
Hann starfar skv. lögum nr. 98/1999. Lögin veita
innstæðueigendum í viðskiptabönkum og spari-
sjóðum og viðskiptavinum verðbréfafyrirtækja
lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum við-
komandi fyrirtækis.
Það er því ekki Seðlabankinn sjálfur sem
tryggir innstæður heldur þessi sjóður sem er
hýstur þar. Það eru viðkomandi bankar og spari-
sjóðir sem greiða í þennan sjóð og eru aðilar að
honum.“
Ég læt lesendum eftir að dæma um það hvort
upplýsingadeildin hafi í þessu svari haft að leið-
arljósi aflvaka lýðræðisins, nefnilega, gagnsæi,
miðlun upplýsinga til almennings og hvatningu til
umræðu.
Að lokum vil ég taka fram að ekki er við al-
menna starfsmenn FME að sakast, þar var stór-
kostleg undirmönnun. Hið gagnrýnisverða er við-
horf stjórnendanna, að almenningur geti ekki
skilið og best að hann viti sem minnst.
P.S. Hin ótrúlegu tölvubréfaskipti mín og
seðlabankans og FME frá ársbyrjun eru öll til og
ég er tilbúinn til þess að afhenda/birta þau hve-
nær sem einhver óskar þess.
Athugasemdir vegna viðtals við Jón Sigurðsson í Kastljósi
Andrés Magnússon læknir.
Í UMRÓTINU undangengna
daga hefur Evrópuumræðan brot-
ist fram með auknum krafti og
ákafa – knúin af þeim rökum að ef
við hefðum verið í Evrópusam-
bandinu og haft evru hefði skell-
urinn verið minni. Eflaust rétt en
gagnast okkur engu betur en aðrar
„ef við bara hefðum“ pælingar í stöðunni. Önnur
rök fyrir umsókn um aðild, sem er af svipuðum
toga og afsláttur á umhverfismati vegna álvera og
aukning á fiskveiðikvóta, er að þess þurfi til að
bregðast við þessum sérstöku aðstæðum sem við
Íslendingar erum nú í. Tvær síðarnefndu hug-
myndirnar eru angi af sama meiði þeirrar hugs-
unar sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í, þ.e.
að lifa um efni fram; að ganga á höfuðstól fisksins í
sjónum og taka ekki mið af sjálfbærri þróun í upp-
byggingu iðnaðar fyrir stundarhagsmuni og tíma-
bundna kreppu. Á sama hátt er innganga í Evr-
ópusambandið mál sem varðar stöðu Íslands og
hagsmuni til langrar framtíðar svo við eigum ekki
að blanda henni í umræðu um vandamál dagsins í
dag þótt lærdómurinn af þeirri áhugaverðu
reynslu hljóti að vega inn í umræðu framtíð-
arinnar. Þá eru þessir atburðir engin afsökun fyr-
ir því að halda ekki áfram með Evrópuumræðuna.
Debet og kredit
Flest rök sem á undanförnum árum hafa verið
sett fram með því að ganga í ESB eru efnahags-
legs eðlis, þ.e. hvað græðum við á því? Rök á móti
hafa líka verið efnahagsleg, sumir segja að við
töpum á því, en þar hafa þó vegið þyngra rök um
valda- og sjálfstæðisafsal sem fylgi inngöngu í
sambandið. Allt skiptir þetta máli og að und-
anskildum nokkrum „sanntrúuðum“ á sitt hvorum
jaðri umræðunnar held ég að þetta sé fyrir flest-
um gráköflótt umræða frekar en svarthvít. Ég tel
að við eigum að ganga í Evrópusambandið og rök
mín fyrir því hafa ekkert með efnahagslegar for-
sendur að gera.
Minnkandi heimur
Ekki deilir neinn um það að heimurinn fer sí-
fellt minnkandi. Fjölmiðlar, alþjóðasamskipti,
ferðalög og ekki síst netið, hafa lagt sitt af mörk-
um til þess sem við köllum einu nafni alþjóðavæð-
ing. Örlög okkar verða í sífellt auknum mæli sam-
tvinnuð örlögum annars fólks og annarra þjóða,
fólks og þjóða sem við áttum fátt sammerkt með
fyrir nokkrum áratugum. Þrátt fyrir tímabundið
bakslag í samskiptum okkar við einhverjar ná-
grannaþjóðir okkar er enginn vafi á því að þetta er
þróun sem mun halda áfram. Þessu fylgja við-
fangsefni sem takast þarf á við á stærri vettvangi
en þjóðríkja. Ég vil að Ísland gangi í Evrópusam-
bandið af því að ég tel að við Íslendingar eigum að
vera virkir þátttakendur í mótun þessa stærra
svæðis sem við tilheyrum, við séum ekki bara
óvirkir þiggjendur laga og reglugerða. Ýmis
praktísk rök má færa fyrir því en mín ástæða er
fyrst og fremst hugmyndafræðileg og húmanísk;
það er hluti af því að vera manneskja að hafa áhrif
á og móta umhverfi sitt. Þá er þetta einstæður
kafli í sögu Evrópu sem nú er verið að skrifa – ætl-
um við ekki að eiga þátt í þeirri sögu? Ef ein-
hverjir vilja bera því við að sömu markmiðum
megi ná með samningum á milli sjálfstæðra þjóða
má svara því að Evrópusambandið er staðreynd
og sú leið sem langstærstur hluti Evrópuþjóða
hefur valið til að fást við og fjalla um sameiginleg
mál sín með.
Lýðræðishalli og pólitísk áhrif
ESB er fjarri því að vera fullkomið, það er
þunglamalegt og miðstýrt og ýmislegt má að því
finna. Talað hefur verið um skort á beinni aðkomu
almennings og lýðræðishalla. Hvað varðar lýð-
ræðishallann má segja það að með inngöngu okk-
ar minnkum við hann – í dag erum við algjörlega
áhrifalausir þiggjendur lagasetningar frá Brüssel
og höfum engin lýðræðisleg réttindi. Þar að auki
má benda á að ekki er til neitt fullkomið stjórn-
skipulag og verður væntanlega aldrei. Í íslensku
stjórnskipulagi á almenningur ekki auðvelda að-
komu og þar er líka lýðræðishalli sem birtist m.a. í
mismunandi vægi atkvæða eftir búsetu. Eru það
rök fyrir því að taka ekki þátt í íslenskum stjórn-
málum? Andstæðingar aðildar að ESB vísa oft til
væntanlegs áhrifaleysis okkar í sambandinu.
Áhrif og atkvæði hvers einstaklings í stjórnmála-
starfi og almennum kosningum á Íslandi hefur
kannski lítið að segja – en um leið má staðhæfa, og
það er kannski þverstæða, að þátttaka hvers og
eins er samt ótrúlega mikilvæg.
Þeir sem byggja andstöðu sína við ESB aðild á
lýðræðisást ættu að vera samkvæmir sjálfum sér
og leyfa vilja Íslendinga um þessi mál að koma
fram í lýðræðislegum kosningum.
Evrópusambandið – ekki bara debet og kredit
Kjartan Jónsson er þýðandi og félagi í VG.
DAVÍÐ verður að fara! Hvern-
ig má það vera að þú verð gjörðir
hans Geir? Hann er að tæta fylgið
af flokknum þínum. Hann hefur
heyrt 90 prósent þjóðarinnar
segja: „Farðu.“ Sögurnar eru
endalausar um bræði hans.
Hreinn Loftsson var afgreiddur
sem tunga Jóns Ásgeirs. Hall-
grímur Helgason rithöfundur
lenti inni á teppi hjá honum. Sigurður Einarsson
stígur fram og segir frá því að hann hafi hótað að
fella Kaupþing. Svarið er þögn. Sjálfur er Davíð
að blanda sér í pólitískar umræður, aftur og aftur.
Hann sendir ráðherrum pillur, stendur í orða-
skaki við menn úti í bæ en enginn segir neitt í
flokknum nema … hún.
Davíð Oddsson fékk Kastljós undir sig. Hann
gat ekki axlað ábyrgð í því viðtali. En hann gat
rústað ímynd þjóðarinnar á einni kvöldstund með
útblásnu egói og gífuryrðum. Hann hefur bullað
um Rússalán sem enginn fótur var fyrir. Enginn
segir neitt. Þú segir að við megum ekki persónu-
gera vandann en maðurinn virðist halda Sjálf-
stæðisflokknum í gíslingu. Hvað hefur hann á
menn fyrst þeir nötra þegar þeir heyra hann
öskra? Skuggaráðuneyti hans berst hörðum hönd-
um við að halda evruumræðunni úti í kuldanum.
Nefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsis óttaðist það helst
að verða læst inn í einni af hvelfingunum eftir að
hafa hitt ljónið sem öskraði á þá í bræði sinni. Sag-
an segir að „Styrmirar“ og „Hannesar“ og aðrir
óttaslegnir valdasjúklingar, sem þekkja ekki ann-
að en leynimakk og plott, muni gera hvað sem er
til að komast til valda á ný. Það tók ekki langan
tíma fyrir Davíð að þjóðnýta Glitni og rústa því
sem hægt var. Ráðherrar, lamaðir og rökvana,
stynja upp: „Við vorum með frá byrjun, hann
gerði þetta ekki einn.“ Efnahagsráðgjafi forsætis-
ráðherra varaði við þetta gæti valdið dóm-
ínóáhrifum og væri óráðlegt. Ætli það hafi ekki
verið öskrað á hann líka og kannski var sagt: „Ég
skal sjá til þess að þú fáir aldrei vinnu hér á
landi.“
Tryggvi! Gerðist það … var öskrað á þig? Ef
það kostar að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, eyði-
leggja mannorð ráðherra í flokknum, þá gera þeir
það. Krónan skal halda … VEI.
Þann sem þorir að bjóða þeim birginn spyr ég
hvort ekki sé kominn tími til að sjálfstæðismenn
losi sig við óttann gagnvart Davíð Oddssyni, sem
ráfar um í hvelfingum bankans öskrandi eins og
tannlaust ljón sem treystir því að öskrið eitt dugi.
Þó svo klærnar bíti ekki eða tennur. Flokkurinn
verður að losa sig við hann þannig að hann verði
ekki framar í ábyrgðarstöðu. Burt með hann.
Hann er ekki hollur landinu. Einu sinni var. En
ástandið í dag er í raun arfleifð hans, því miður.
Það er töff að sjá verkin manns hrynja. Gleymum
samt ekki því að ljón sem er búið að króa af er
aldrei hættulegra en þegar að því er sótt.
Þorsteinn Pálsson ritaði grein í Fréttablaðið
þar sem hann sagði berum orðum að Davíð Odds-
son og hans menn í Seðlabankanum hefðu barist
með kjafti og klóm til þess að halda evru-
umræðunni úti og morðóðri krónunni innandyra
og munu gera það til síðasta manns.
Rifjum upp að endingu þegar formaður Seðla-
bankans kom fram í viðtali í Kastljósi sem for-
sætisráðherra, eða var hann kóngur það kvöld, og
kvað upp úr með að það stæði ekki til að greiða
skuldir óreiðumanna. „Við ætlum okkur að fara
bandarísku leiðina líkt og þegar gjaldþrot Wash-
ington Mutual-bankans varð. Við skiptum bönk-
unum upp í innlenda og erlenda starfsemi. Við
tökum eigið féð að meginefni til og látum það
fylgja erlendu starfseminni, þannig að erlendu
kröfuhafarnir fá meira í sinn hlut en sem nemur
innlendu starfseminni,“ sagði Davíð þá og taldi að
erlendir kröfuhafar hefðu þetta 5 til 15 prósent
upp í kröfur sínar. „Tiltölulega mjög fljótlega er-
um við með ríki sem er skuldlaust eða skuldlítið í
erlendum skuldum, og við erum skyndilega með
þjóðarskuldir sem eru orðnar sáralitlar,“ sagði
Davíð. Svo horfði hann þungum, rökum augum á
Sigmar og bætti við: „Menn verða að átta sig á því
að við erum að draga úr skuldafargi þjóðarinnar,
en ekki auka það. Það tekur tíma að síast inn.“
Þegar Kastljósviðtalinu lauk fóru menn að þýða
það í breska sendiráðinu og skömmu seinna hlaða
fallbyssur.
Davíð og krónan verða að fara
Bubbi Morthens tónlistarmaður.