Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 49
Krossgáta 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 LÁRÉTT 3. Höfuðborg Tsjad. (8) 7. Lítil sneið af hálfleiðara sem í eru samtengdir rafrás- arbútar. (10) 10. Umhverfisverndarsinni. (8) 11. ________ verða þegar mikið vatn kemst að goskviku í gosrásinni. Gosefnin eru að miklu eða öllu leyti gjóska (8) 12. Regína ___Óskarsdóttir, söngkona (3) 13. Líffæri í kviðar- og brjóstholi. (7) 14. Botn í vatnsfalli. (6) 16. Hart kalkkennt efni sem kóraldýr mynda og hlaða utan um sig. (6) 19. ________ er mæling á því hvað blóð sekkur um marga mm á einni klukkustund, gefur vísbendingu um bólgur. (8) 20. Þrír dagar, miðvikudagur, föstudagur og laug- ardagur, sem koma fjórum sinnum á ári, á eftir ösku- degi, á eftir hvítasunnudegi, á eftir krossmessu og á eftir Lúcíumessu. (10) 23. Ábyrgðarmaður víxils. (9) 26. Daglegt heiti natríumkarbónats. (9) 27. Efsta söngrödd konu. (6) 28. Hljóðfæri hannað árið 1835 af prússneska hljóm- sveitarstjóranum Wieprecht og hljóðfærasmiðnum Moritz í Berlín. (4) 30. Krydd unnið úr beiskri plöntu af engifersætt sem vex á Indlandi og víðar og gefur gulan lit. (8) 33. Hættulegur smitsjúkdómur sem berst með sýklum í vatn og matvæli. (10) 35. Tíarma lindýr af ættbálkinum Decapoda sem lifir í sjó og sprautar bleki. (11) 37. Úfið hraun sem verður til í flæðigosum með basískri hraunkviku. (9) 39. Ítalskt tónskáld, sem var uppi á endurreisnartím- anum, afkastamikið messu- og mótettutónskáld. (10) 40. Kosning þar sem atkvæðahlutfall hvers lista ræður fulltrúatölu hans. (16) LÓÐRÉTT 1. Lýsing á holdsveikum manni. (7) 2. Japönsk eldunaraðferð þar sem matur er steiktur eða grillaður í sætri sojasósu. (8) 4. Líffæri í dýrafrumum sem sjá um að aðgreina litn- inga við kjarnaskiptingu. (9) 5. Frumuskipting þar sem tvílitna fruma skiptir sér tvisvar og útkoman verður fjórar einlitna frumur sem hafa hver um sig eitt litningapar (6) 6. Silfurhvítur málmur sem að tekur á sig mikinn gljáa, mikið notaður í mynt og til málmhúðunar. (6) 8. Form. (5) 9. Brúða Geppetto í þekktri sögu Carlo Collodi. (4) 15. Lágfættur en sterkbyggður hundur, með stutt trýni, og húðfellingar á andliti, og á ættir að rekja til Eng- lands. (9) 17. Bein með glerungshúð í munni. (4) 18. Fótabúnaður til að renna sér á ís (et.). (6) 21. Höfuðstaður Líberíu, nefndur eftir James Monroe, Bandaríkjaforseta. (8) 22. Háskólakennari sem er ekki jafn háttsettur prófess- or en hærra settur en lektor. (6) 24. „En nú varir trú, von og ________, þetta þrennt …“ (Fyrra Korintubréf 13:13) (9) 25. Mjótt og flatt bein sem sjö efstu rifbeinin eru tengd við. (10) 29. Búnaður settur á höfuð hesti til að stjórna honum. (6) 31. Hlutfallið á milli aðlægrar skammhliðar og langhliðar í rétthyrndum þríhyrningi. (7) 32. Afrískur mannapi með lágt enni og gisinn feld. (8) 33. Ferhyrningur þar sem tvær mótlægar hliðar eru samsíða. (7) 34. Efri-______ var nafn Búrkína Fasó til 4. ágúst 1984. (5) 36. Brauð notað í altarisgöngu. (6) 38. Knapaknattleikur. (4) ÍSLENSKA karlasveitin á Ólymp- íumótinu í Dresden siglir engan beiti- vind þessa dagana og er þegar þetta er ritað í 49. sæti að loknum sjö um- ferðum af ellefu með 8 stig. Mögu- leikar á að ná einu af tíu efstu sæt- unum, sem þótti hógvært markmið hér í eina tíð, virðast ekki vera fyrir hendi. Á Ólympíumótinu fylgjast Norðurlandaþjóðirnar grannt hver með annarri. Í þeirri óopinberu keppni eru okkar menn nú í 4. sæti á undan Dönum og Færeyingum. Miklar breytingar hafa verið gerð- ar á keppnisfyrirkomulagi frá Ólymp- íumótum síðustu 30 ára. Stig eru látin gilda. Armenar sem sigruðu í Torínó fyrir tveim árum eru nú með flest stig og einnig flesta vinninga: 1. Armenía 13 stig. 2. Þýskaland 12 stig 3. Ísrael 12 stig 4. Frakkland 12 stig 5. Rússland 11 stig 6. Úkraína 1 stig 7. Kína 11 stig 8. Víetnam 11 stig 9. Bandaríkin 11 stig 10. Aserbaid- sjan 11 stig. Íslenska karlaliðið náði sér ágæt- lega á strik eftir naumt tap í fyrstu umferð og vann í næstu umferðum Jemen, Angóla og Brasilíu og gerði jafntefli við Moldavíu. Að loknum frí- degi kom svo tækifæri til að skjótast upp á eitt af efstu borðunum, viður- eign við Víetnam sem við unnum örugglega í Torínó 2006. Tafl- mennska Hannesar, Henriks Daniel- sen og Þrastar var hinsvegar skelfi- lega léleg miðað við mikilvægi þessarar viðureignar sem tapaðist 1:3. Samantekt um frammistöðu manna gefur til kynna að einungis Hannes og Héðinn tefli á eðlilegum styrkleika en Stefán hefur verið að sækja í sig veðrið. Á fimmtudaginn varð jafntefli gegn Kólumbíu 2:2 en þar varð hálfgert slys er Þröstur Þór- hallsson gleymdi klukkunni og féll á tíma í jafnteflisstöðu. Í gær átti liðið að tefla við sveit frá Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum. Þrátt fyrir allt er of snemmt að afskrifa íslenska lið- ið, á Ólympíumótinu í Bled 2002 vann íslenska liðið fimm síðustu viðureign- ir sínar þ.á m. sterkar skákþjóðir á borð við Indverja og Rúmena og varð efst Norðurlandaþjóða. En þá var Gunnar Eyjólfsson með í för. Ekki verða gerðar sömu kröfur til kvennaliðsins sem er nú í 67. sæti af 114 þátttökuþjóðum með 7 stig. Sú frammistaða gæti batnað á loka- sprettinum en sveitin hefur verið fremur ófarsæl í ýmsum viðureignum sem sumpart skrifast á reikning reynsluleysis. Þannig hafa nýliðarnir Hallgerður Helga og Elsa María báð- ar misst gjörunnar stöður í tap. Lenka Ptacnikova hefur unnið fjórar skákir í röð sem veit á gott. Kínverjar eru efstir í kvenna- flokknum og kemur ekki á óvart. Rússar eru í 2. sæti, Úkraína í 3. sæti, þá Bandaríkjamenn og Ungverjar eru í 5. sæti. Hannes Hlífar Stefánsson hefur margoft staðið sig frábærlega á Ól- ympíumótum og í viðureigninni gegn Moldóvíu kom hann sterkur inn þeg- ar hann lagði hinn öfluga stórmeist- ara Bologan með svörtu. Hannes byggði upp trausta stöðu en þá skyndilega lagði Bologan allt undir með óvæntri peðsfórn 23. f5. Vandi Bologans í framhaldinu var sá að hann var með ómögulega kóngsstöðu sem að lokum varð honum að falli. Alls kyns pyttir voru við hvert fótmál, t.d. 42. Df2 Hh3+! Hannes fann öfl- ugan leik, 41. .. g5 og Bologan stefndi í drottningaruppskipti með 44. Dg3 en fékk þá á sig 44. … Ha2, 45. Dxh2 er þá svarað með 45. … Hxc2+! 46. Kg3 Hxc3+ og vinnur. Kóngurinn hraktist síðan út á mitt borð og átti þaðan ekki afturkvæmt. Ólympíumótið; 4. umferð: Victor Bologan – Hannes Hlífar Stefánsson Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 a6 6. O-O Ba7 7. Bb3 d6 8. He1 O-O 9. h3 h6 10. Rbd2 He8 11. Rf1 Be6 12. Bc2 d5 13. exd5 Bxd5 14. Rg3 Bc5 15. b4 Bf8 16. a4 b5 17. Bd2 Hb8 18. De2 Dd7 19. Rh2 Be6 20. Df3 Bd5 21. Dd1 Be6 22. f4 Bd6 23. f5 Bxf5 24. Rxf5 Dxf5 25. Rg4 Rxg4 26. hxg4 Dd7 27. He4 Rd8 28. g5 hxg5 29. Bxg5 Be7 30. Be7 Dxe7 31. axb5 axb5 32. d4 Dg5 33. Df3 Hb6 34. Hg4 Dh6 35. He1 Dd2 36. He2 Dc1+ 37. Kh2 Hh6+ 38. Kg3 Dg1 39. Df5 Re6 40. Hxe5 Kf8 41. Df3 g5 42. De3 Dh2+ 43. Kf2 Ha8 44. Dg3 44. … Ha2 45. He2 Hf6 46. Ke3 Dg1+ 47. Ke4 Df1 48. Ke3 Rf4 - og hvítur gafst upp. Á brattann að sækja í Dresden Morgunblaðið/Gunnar Finnlaugsson Fjórir sigrar Stefán Kristjánsson hefur staðið fyrir sínu í Dresden. Helgi Ólafsson | helol@internet.is SKÁK Dresden, Þýskalandi Ólympíuskákmótið 12. – 25. nóvember 2008 , ,magnar upp daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.