Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 52
52 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 MIKIÐ verður um dýrðir í Gerðu- bergi á morgun, í dagskrá sem stendur frá kl. 13 til 16. Tvær myndlistarsýningar verða opnaðar í húsinu, Ungblind, ljós- myndasýning Björns Sigurjóns- sonar af blindum ungmennum, og Utan-garðs, málverkasýning Hall- dóru Helgadóttur, en hún málar jurtir sem vaxa utangarðs. Um 30 konur kynna bækur sínar með ýmsum hætti undir yfirskrift- inni Kellíngabækur, á þremur stöð- um í húsinu – skáldsögur, ljóðabæk- ur, ævisögur, barnabækur og fræðibækur. Meðal kvennanna má nefna Álfrúnu Gunnlaugsdóttur, Auði Jónsdóttur, Þórunni Valdi- marsdóttur og Sigurbjörgu Þrast- ardóttur. Góðæri í Gerðubergi Sýningar og kellíngabækur BLÁSARAOKTETT- INN Hnúkaþeyr býður upp á franska tónlist á tónleikum á Kjarvals- stöðum á morgun kl. 17. Fljúgandi fimi, sprell- fjörugir smellir og lit- ríkar lokkur einkenna verk tónskáldanna þriggja sem flutt verða á tón- leikunum. Flutt verða tvö verk fyrir blásara eftir Jean Françaix, þar sem ólíkur karakter hljóðfær- anna fær að njóta sín. Þá verður flutt Octanfónía eftir Eugène Bozza og hinn sívinsæli blásara- kvintett eftir Jacques Ibert, Trois pièces brèves. Frítt fyrir yngri en 21, 500 kr. fyrir fullorðna. Veitingar í boði Alliance Francaise. Tónlist Frönsk stemning hjá Hnúkaþey Hnúkaþeyr. TÓNLEIKAR í Krist- alnum, kammertónleika- röð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fara fram í dag í Þjóðmenningarhúsinu kl. 17. Það er slagverks- deild hljómsveitarinnar sem mundar kjuða sína að þessu sinni og spilar spennandi tónlist sem sækir innblástur á framandi slóðir. Leikin verða verk eftir tvö amerísk tónskáld, Lou Harrison og Carlos Chavez, sem sækja innblástur sinn í tónlist indjána Mið- og Suður-ameríku. Þátttakendur eru þeir Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Frank Aarnink, Kjartan Guðnason, Pét- ur Grétarsson og Steef van Oosterhout. Tónlist Sinfóníuhljómsveit- in á Indjánaslóðum Sinfóníuhljómsveit Íslands. LISTVINAFÉLAG og Mótettukór Hallgríms- kirkju bjóða vinum, gest- um og gangandi til lista- stundar kl. 13.30 í dag á degi heilagrar Sesselju, verndardýrlings tónlist- arinnar. Dagskráin er þríþætt, kynning í tali og tónum á óratóríunni Ce- cilía eftir Áskel Másson, kynning á nýjum geisla- diski Mótettukórsins og dagskrá 27. starfsárs Listvinafélags Hallgrímskirkju. Sýningu Páls á Húsafelli og Thors Vilhjálmssonar í forkirkju Hallgrímskirkju, sem staðið hefur síðan í sept- ember, lýkur í næstu viku. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Tónlist Listafagnaður heilagrar Sesselju Thor og Páll á Húsafelli. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is KÓRINN Vox Academica hefur 13. starfsár sitt með flutningi á Carmina Burana eftir Carl Orff. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju klukkan 20 í kvöld, laugardaginn 22. nóvember. Hljómsveit Jóns Leifs Camarata flyt- ur verkið ásamt kórnum og unglinga- kór Grafarvogskirkju. Einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Alex Ashworth. Rokkað verk Stjórnandi og stofnandi Vox Aca- demica er Hákon Leifsson sem er hljómsveitarstjóri á tónleikunum ásamt stjórnanda unglingakórsins Oddnýju Þorsteinsdóttur. „Þetta er verk um ástir, vorið og lífsins gang, það sem öllum er kært og allir hafa unun af. Það er allt í lagi að muna eftir því þegar dimmir jafn- mikið og þessa dagana,“ segir Há- kon. „Áhersla okkar hefur að mestu verið á kirkjuleg verk og kórinn hef- ur flutt mikið af sálumessum, til dæmis eftir Verdi, Brahms og Moz- art. Ástæðan er sú að flest meistara- verk stóru tónskáldanna sem eru skrifuð fyrir kóra eru kirkjuverk. Nú fannst okkur kominn tími til að taka léttara verk og auk þess er fínt að vera með fjölbreytni. Carmina Burana er nokkuð rokkað verk og er þess vegna vinsælt og höfðar til sam- tíðar okkar þar sem mikið rokk er í gangi.“ Hákon stofnaði Vox Academica fyrir þrettán árum en hann stjórnaði Háskólakórnum í áraraðir. „Sá kór er þannig að menn vaxa meira og minna upp úr honum þegar þeir klára há- skólanám, fara utan eða til starfa og stofna fjölskyldu og hverfa frá skóla- lífinu. Ég var þarna með sterkan kjarna af fólki og ákvað að reyna að halda hópnum saman og nýta uppeld- ið í Háskólakórnum til frekara kór- starfs. Þetta módel virkaði ekki alveg og inn kom mikið af öðrum kröftum, meira að segja atvinnuhljóðfæraleik- arar og tónlistarmenn sem fást við kennslu og líka mikið af reyndu kór- fólki héðan og þaðan. Þetta er kröft- ugur hópur sem er gaman að vinna með.“ Vox Academica flytur Carmina Burana Verk um ástir og lífsins gang Morgunblaðið/RAX Hákon Leifsson „Carmina Burana er nokkuð rokkað verk og er þess vegna vinsælt og höfðar til samtíðar okkar þar sem mikið rokk er í gangi.“ Í HNOTSKURN »Vox Academica er bland-aður 60 manna kór. »Markmið kórsins er aðvinna stærri verk tónbók- menntanna með íslenskum tónlistarmönnum og reyndum kórsöngvurum. »Auk flutnings á CarminaBurana mun Vox Academ- ica vera með jólatónleika í desember og á vordögum verður flutt Elijah eftir Felix Mendelssohn. HAMSKIPTIN eftir Franz Kafka hafa hlotið tilnefningu í Englandi sem besta alþjóðlega sýning ársins. Sviðsetningin er samstarfsverkefni Vesturports og Lyric Hammer- smith-leikhússins í London. Gísli Örn Garðarsson leikstýrði sýning- unni ásamt David Farr. Nick Cave og Warren Ellis sömdu tónlistina við verkið og Börkur Jónsson hann- aði leikmyndina. Verðlaunin sem Hamskiptin eru tilnefnd til eru virt og kallast MEN Awards, en þau eru veitt fyrir framúrskarandi leiksýningar á Bretlandi. Að verðlaununum standa leikhúsið Royal Exchange í Man- chester og dagblaðið Manchester Evening News. Hamskiptin hlutu Grímuna 2008 sem sýning ársins og fyrir leikmynd. Sýningin hefur ver- ið sýnd hátt í 150 sinnum víða um heim með blönduðum hópi ís- lenskra og enskra leikara. Kafka Vesturport var tilnefnt fyrir sýningar Hamskiptanna í Lyric- Hammersmith-leikhúsinu í London. Hamskiptin tilnefnd Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞETTA er alstærsta sýning sem ég hef sett upp,“ segir myndlistarmaðurinn Tolli Morthens, sem í raun opnaði ekki eina sýningu í gær heldur tvær; í Reykjavík Art Gallery og galleríinu Listamenn, við hliðina. Á báðum sýningunum verður efnt til uppboðs á einu verki sem Tolli gefur til styrktar ABC barnahjálp. Tolli byrjar að segja frá búddamyndunum í Lista- mönnum, sem kunna að koma einhverjum á óvart. „Þar er ég að spinna kringum tíbetskar helgimyndir sem kall- ast thonka,“ segir hann. „Þetta er sama stefið; hringur í miðjunni og minni hringir út frá honum og svo Búdda í miðjunni. Ég tek á þessu með norðurevrópskum ab- strakt-expressjónískum töktum.“ Elsta landslagsmyndin í Reykjavík Art Gallery er frá 2000. „Þetta eru myndir sem ég hef getað haldið hjá mér í „blessaðri“ útrásinni,“ segir Tolli og hlær. Mikil orka að sækja í „Á þessari sýningu birtist tilbeiðsla til landsins, til náttúrunnar. Þetta viðfangsefni speglar það sem mér finnst eitthvað það dýrmætasta í mínu lífsviðhorfi: sam- band manns og náttúru. Rauði þráðurinn í þessum myndum er birtan. Í myndefninu þvælist ég vestur á Strandir, inn á há- lendið og í nafnlausar þúfur, en oftar en ekki koma fyrir þessi eyðibýli sem mér finnst alveg mögnuð. Þau eru ótrúleg minnismerki um 20. öldina og um þessa endur- reisnarkynslóð sem byggði upp Ísland. Náttúra þessa lands og orkan næra mann. Ég vil ekki fara á mis við það – þótt mér kynni að vera boðið betra veraldlegt öryggi annars staðar. Þetta er auðvitað rómantískt viðhorf, en rómantíkin er líka „essens“ sem maður þarf að nota. Hún er vanmetinn kraftur.“ Tolli opnaði tvær sýningar á um 100 verkum sínum Rómantíkin er vanmetin Morgunblaðið/RAX Tolli „Ég tek á þessu með norðurevrópskum abstrakt- expressjónískum töktum,“ segir listamaðurinn. SEINNI hátíðarsýning Kvikmynda- safns Íslands á kvikmyndinni Fjalla- Eyvindi, Berg-Ejvind och hans hustru, eftir leikriti Jóhanns Sig- urjónssonar, sem Victor Sjöström leikstýrði árið 1918, verður í Bæj- arbíói í Hafnarfirði í dag klukkan 16. Atli Heimir Sveinsson hefur að beiðni Kvikmyndasafnsins samið nýja tónlist við myndina sem félagar úr Kammersveit Hafnarfjarðar flytja undir stjórn Guðna Franzson- ar. Þá hafa jafnframt verið sett ný textaspjöld með íslenskum texta á myndina, þýdd af Jóni Viðari Jóns- syni. „Kvikmyndasafnið á 30 ára af- mæli á þessu ári og í tilefni af því vildum við efna til hátíðarsýningar,“ segir Erlendur Sveinsson, safnvörð- ur og kvikmyndagerðarmaður. „Í Fjalla-Eyvindi má segja að sé snerti- punktur Íslands við alheimskvik- myndasöguna. Þessi mynd hafði talsverð áhrif á þróun myndmálsins á þessum tíma; náttúran er komin inn í dramað og farin að endur- spegla hugarheim fólksins. Við vit- um eftir Jóhanni Sigurjónssyni að til stóð að taka myndina á Íslandi, en það var ekki hægt vegna heimsstyrj- aldarinnar fyrri. Hún var því tekin í mögnuðu umhverfi í Norður- Lapplandi, sem passar vel við.“ Erlendur segir að undirbúning- urinn að þessu hátíðarverkefni hafi staðið yfir í nokkuð langan tíma. Í framhaldinu verða síðan sýndar aðr- ar tvær kvikmyndir eftir Sjöström. „Þetta hefur verið metnaðarfull há- tíðardagskrá allt árið og við erum stolt af henni,“ segir Erlendur. efi@mbl.is Hátíðarsýning á Fjalla-Eyvindi Kammersveit Hafnarfjarðar leikur tónlist Atla Heimis undir kvikmyndinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.