Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 45
Messur 45Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
á sínum stað. Guðsþjónustunni verður
útvarpað á ríkisútvarpinu.
FÆREYSKA sjómannaheimilið | Möte kl.
17 á Sjómansheiminum. Eftir mötið
verða kaffiveitingar.
GRAFARHOLTSSÓKN | Messa í Þórð-
arsveig 3 kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson, organisti Hrönn Helgadóttir,
kirkjukór Grafarholtssóknar syngur. Kaffi
á eftir. Kirkjuskóli í Ingunnarskóla í dag,
laugardaginn 22. nóv. kl. 11, umsjá
Laufey Brá.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, kór Grafarvogs-
kirkju syngur, organisti Arnhildur Val-
garðsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. Sr.
Guðrún Karlsdóttir, umsjón Hjörtur og
Rúna, undirleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli Messa kl. 11. Sr. Lena
Rós Matthísadóttir, kór Vox populi, org-
anisti er Guðlaugur Viktorsson. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma, umsjón: Díana
og Kristbjörg.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11
í umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarf-
inu. Messa kl. 11. Altarisganga og Sam-
skot til Hjálparstarf kirkjunnar. Messu-
hópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju
leiðir söng, organisti Árni Arinbjarnarson
og prestur er sr. Ólafur Jóhannsson.
Kaffi á eftir. Tónleikar kirkjukórs Grens-
áskirkju verða á sunnudag kl. 17. Stjórn-
andi, orgel- og píanóleikari er Árni Ar-
inbjarnarson. Kórinn flytur litla messu
(Misse Brevis) í C dúr eftir Charles Gou-
nod með undirleik á orgel og létta trúar-
lega söngva eftir ýmsa höfunda. Ein-
söngvarar eru úr röðum kórfélaga.
Aðgangur er ókeypis. Kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 12. Hversdagsmessa með
Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl.
18.10.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 14.
Kvenfélag Grindavíkur verður 85 ára og
af því tilefni munu kvenfélagskonur taka
þátt í messunni. Margrét Gunnarsdóttir
djákni predika. Eftir messu verða nokkr-
ar félagskonur heiðraðar. Kvenfélagið
býður upp á hátíðarkaffi í safnaðr-
arheimili Grindavíkurkirkju. Sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Elínborg Gísladóttir
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. María Ágústs-
dóttir messar, einsöngur Ari Gústafsson
og organisti er Kjartan Ólafsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur Þórhallur Heim-
isson, ræðuefni: „Ábyrgð og réttlæti“.
Guðmundur Sigurðsson kantor leikur á
orgel og Barbörukórinn syngur. Barn bor-
ið til skírnar. Sunnudagaskóli á sama
tíma í safnaðarheimilinu. Gregiorsk
morgunmessa miðvikudag kl. 8. Prestur
Þórhallur Heimisson. Safnað fyrir
Mæðrastyrksnefnd. Morgunverður eftir
stundina.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Birgi
Ásgeirssyni og messuþjónum, organisti
Björn Steinar Sólbergsson og forsöngv-
ari Margrét Sigurðardóttir. Barnastarfið í
umsjá Rósu Árnadóttur.
HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta
og messa kl. 11. Erla Guðrún og Páll
Ágúst sjá um barnaguðsþjónustuna, org-
anisti Douglas A. Brotchie, prestur Tóm-
as Sveinsson. Léttur hádegisverður eftir
messu.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjón-
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan í Reykjavík | Samkoma í
dag, laugardag kl. 11, í Ingólfsstræti 19,
hefst með biblíufræðslu fyrir börn, ung-
linga og fullorðna. Einnig er boðið upp á
biblíufræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl.
12 með sérstöku sniði vegna org-
elvígslu, Björgvin Snorrason prédikar.
Tónlistar- og vígsluhátíð kl. 16, þar sem
nýtt orgel verður vígt. Organistar spila
verk af ýmsum toga og kór kirkjunnar flyt-
ur Te Deum eftir Jón Þórarinsson undir
stjórn Garðars Cortes.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Sam-
koma í dag, laugardag kl. 10.30, á
Brekastíg 17. Boðið verður upp á biblíu-
fræðslu fyrir börn og fullorðna.
Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Samkoma
á Eyravegi 67, Selfossi, í dag laugardag
kl. 10, hefst með biblíufræðslu fyrir börn
og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 10.45.
Birgir Óskarsson prédikar.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Engin
samkoma í dag. Sameiginleg guðsþjón-
usta er með Aðventkirkjunni í Reykjavík.
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Fé-
lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, org-
anisti er Petra Björk Pálsdóttir. Sunnu-
dagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11.
Umsjón Jóna Lovísa, Guðmundur og Ingi-
björg.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar
fyrir altari og prédikar, kirkjukórinn leiðir
almennan safnaðarsöng undir stjórn
Krisztine K. Szklenár. Sunnudagaskóli á
sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar.
Tónleikar Gospelkórs Árbæjarkirkju kl.
20 sem jafnframt er upphaf afmælisvik-
unnar.
ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í
umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Messa
kl. 14. Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sókn-
arprestur í Langholtskirkju, prédikar, kór
Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragn-
arsson. Kökubasar og flóamarkaður
Safnaðarfélags Ásprestakalls hefst í
safnaðarheimilinu að messu lokinni. Ým-
islegt á boðstólum og rennur allur ágóði
til gluggasjóðs Áskirkju.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl.
11 í sal Álftanesskóla. Sr. Hans Guðberg
Alfreðsson og sunnudagaskólaleiðtogar
leiða stundina. Biblíufræðsla, söngur og
brúðuleikhús.
BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi |
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Börnin taka
þátt í að leika söguna um ósýnilega vin-
inn. Ása Björk héraðsprestur og Rann-
veig Iðunn leiða stundina, en Palli org-
anisti leikur.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla
Elídóttir, yngri barnakór syngur og TTT
10-12 ára börn sýna helgileik. Hressing í
safnaðarheimili á eftir. Tómasarmessa
kl. 20. Orð Guðs, fyrirbæn, máltíð Drott-
ins og Herbert Guðmundsson syngur.
Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Foreldrar eru hvattir til þátttöku með
börnunum. Hljómsveit ungmenna leikur
undir stjórn Renötu Ivan. Guðsþjónusta
kl. 14. Dagur íslenskrar tungu. Kór Bú-
staðakirkju syngur, organisti Renata Iv-
an, prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir.
Kaffi eftir messu. Guðspjallið fjallar um
endurkomu Mannsonarins.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl 11. Prest-
ur sr. Magnús Björn Björnsson, organisti
Bjarni Þór Jónatansson, kór Digra-
neskirkju A hópur. Sunnudagaskóli í kap-
ellu á sama tíma. Veitingar í safnaðasal
eftir messu. Sjá digraneskirkja.is.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Anna
Sigríður Pálsdóttir prédikar, Dómkórinn
syngur, organisti er Örn Magnússon.
Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á
messu stendur. Að lokinn messu er kaffi
í safnaðarheimilinu.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Þórhildur Ólafs, organisti
Ásta Haraldsdóttir, kór Fella- og Hóla-
kirkju leiðir almennan safnaðarsöng und-
ir stjórn Ásdísar Arnalds. Sunnudaga-
skóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R.
Tryggvadóttur. Meðhjálpari er Kristín Ing-
ólfsdóttir. Sjá fellaogholakirkja.is
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Æðruleysismessa kl. 20.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11. Almenn samkoma kl. 14. Helga R.
Ármannsdóttir prédikar, lofgjörð, barna-
starf og brauðsbrotning. Á eftir er sam-
vera og verslun kirkjunnar opin. Næsta
sunnudag verður árlegur basar kirkj-
unnar, á boðstólum verða kökur og ýmsir
munir. Einnig verður happdrætti með
vinningum á öllum miðum, veitingasala
og lifandi tónlist.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta
kl. 11. Ath. Breyttan tíma. Fjallað verður
um stöðu Fríkirkjunnar og hennar fram-
tíðarsýn í íslensku samfélag. Anna Sig-
ríður Helgadóttir og Carl Möller leiða tón-
list ásamt Fríkirkjukórnum. Barnastarfið
ar. Barnakór úr Digranesskóla kemur í
heimsókn, stjórnandi Þórdís Sævars-
dóttir. Félagar úr kór Hjallakirkju leiða
safnaðarsöng, organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Sunnudagaskóli kl. 13. Bæna-
og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Sjá
hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Hjálpræðisherinn Akureyri | Samkoma
kl. 11. Gestir frá Noregi tala og stjórna.
Ath. breyttan tíma.
Hjálpræðisherinn Reykjanesbær | Lof-
gjörðarsamkoma fyrir alla fjölskylduna
kl. 17. Anna og Daníel Óskarsson syngja
og tala.
Hjálpræðisherinn Reykjavík | Samkoma
kl. 20. Umsjón hefur Harold Reinholdt-
sen, gestur kvöldsins er brigader Ingi-
björg (Imma) Jónsdóttir. Heim-
ilasamband fyrir konur mánudag kl. 15.
Bæn þriðjudag kl. 20. Fræðsla um Hjálp-
ræðisherinn miðvikudag kl. 19. Hús-
tónleikar fimmtudag kl. 20 með 4
manna hljómsveit frá Noregi.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Al-
þjóðakirkjan kl. 13. Ræðumaður er Daní-
el Steingrímsson. Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður er Michael Fitzger-
ald, lofgjörð. Barnastarf fyrir krakka frá 1
árs aldri. Verslunin Jata er opin eftir
samkomuna.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnastarf kl.
11. Fræðsla fyrir fullorðna á sama tíma.
Ólafur H. Knútsson kennir. Samkoma kl.
20, lofgjörð, vitnisburður og fyrirbænir.
Friðrik Schram predikar. Sjá kristur.is
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf.
| Messa kl. 11.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30.
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl.
14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er
messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga er messa á latínu kl. 8.10.
Laugardaga er barnamessa kl. 14 að
trúfræðslu lokinni.
Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka
daga kl. 18.30.
Ísafjörður | Messa kl. 11.
Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í
mánuði kl. 16.
Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í
mánuði kl. 16.
Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa
kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug-
ardaga er messa á ensku kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku-
daga kl. 20.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Félagar úr kór Keflavíkurkirkju
syngja, organisti Arnór Vilbergsson og
prestur er sr. Sigfús B. Ingvason.
KÓPAVOGSKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í
safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sig-
ríður Stefánsdóttir. Guðsþjónusta kl. 11,
altarisganga. Prestur sr. Ægir Fr. Sig-
urgeirsson, félagar úr kór Kópavogskirju
syngja og leiða safnaðarsöng, organisti
og kórstjóri Lenka Mátévoá kantor kirkj-
unnar, Kaffi eftir messu.
Landspítali | Guðsþjónusta í Fossvogi kl.
10.30 á stigapalli á 4. hæð. Prestur
Gunnar Rúnar Matthíasson, organisti
Ingunn Hildur Hauksdóttir.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna-
starf kl. 11. Tekið við framlögum til
Hjálparstarfs kirkjunnar. Magnús Hallur
Jónsson syngur einsöng, prestur er sr.
Jón Helgi Þórarinsson, organisti Jón Stef-
ánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en
fer síðanmeð Rut, Steinunni og Aroni í
safnaðarheimilið. Kaffi eftir stundina.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjónar
ásamt meðhjálpara, organista og kór
kirkjunnar. Fulltrúar lesarahóps og ferm-
ingarbarna taka þátt. Sunnudagaskólinn
heldur sínu striki og messukaffið á eftir.
Guðsþjónusta kl. 13, í sal Sjálfsbjargar á
höfuðborgarsvæðinu. Guðrún K. Þórs-
dóttir djákni þjónar ásamt sóknarpresti,
organista og hópi sjálfboðaliða.
LINDASÓKN í Kópavogi | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11.
Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður
leiðir safnaðarsöng. Sr. Guðni Már Harð-
arson þjónar. Veitingar á eftir.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Kór Neskirkju syngur og leiðir safn-
aðarsöng, organisti Steingrímur Þórhalls-
son, sr. Dalla Þórðardóttir prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Toma.
Messuhópur aðstoðar. Börnin byrja í
kirkjunni en fara síðan í safnaðarheim-
ilið. Umsjón María, Sunna Dóra, Ari,
Andrea og Alexandra. Samfélag á Torginu
eftir messu.
ÓHÁÐI söfnuðurinn | Ritmisk Guðsþjón-
usta og barnastarf kl. 14. Safn-
aðarfélögum og gestum þeirra er boðið
til latin og djassveislu. Kór og kórstjóra
til aðstoðar eru bassaleikarinn Ingólfur
og trymbillinn Jón Óskar. Altarisganga.
Meðhjálpari er Ragnar Kristjánsson.
Barnastarfið er í höndum Hildar og Elías-
ar og í móttökunni er Valur Sigurbergs-
son. Um maulið sjá þeir Haraldur og
Guðni. www.ohadisofnudurinn.is
SALT kristið samfélag | Samkoma kl.
17. Ræðumaður er Ragnar Gunnarsson.
Lofgjörð, fyrirbæn og barnastarf.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur
Bollason prédikar, kirkjukórinn leiðir
sönginn, organisti Jón Bjarnason.
SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11,
altarisganga. Kór Menntaskólans í
Reykjavík syngur undir stjórn Guðlaugs
Viktorssonar. Pavol Chekan syngur ein-
söng, organisti er Friðrik Vignir Stef-
ánsson. Bjarki Harðarson og Hildigunnur
Hlíðar lesa ritningartexta og Bjarni Dagur
Jónsson les inn- og útgöngubæn. Sunnu-
dagaskólinn er á sama tíma og æsku-
lýðsfélagið kl. 20. Prestur er Hans Mark-
ús Hafsteinsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar
fyrir altari, félagar úr kór Vídalínskirkju
leiða söng undir stjórn Jóhanns Baldvins-
sonar organista. Sunnudagaskóli á
sama tíma undir stjórn Ármanns H.
Gunnarssonar djákna og leiðtoga sunnu-
dagaskólans. Sýningu á verkum Þuríðar
Sigurðardóttur myndlistamanns er í
kirkjuskipinu. Hressing í safnaðarheim-
ilinu eftir messu. Sjá gardasokn.is.
VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Guðs-
þjónusta kl. 11. Frumfluttir verða nýir
sálmar eftir Sigurð Flosason og Að-
alstein Ásberg Sigurðsson. Kór Víði-
staðasóknar syngur undir stjórn Arngerð-
ar Maríu Árnadóttur, Sigurður Flosason
leikur á saxófón. Sunnudagaskólinn kl.
11, í loftsal kirkjunnar.
VÍKURPRESTAKALL í Mýrdal | Samvera
Kirkjuskólans í Mýrdal er alla laugardaga
kl. 11.15 í grunnskóla Mýrdalshrepps.
Morgunblaðið/Ómar
Ólafsvíkurkirkja.
Orð dagsins:
Þegar mannssonurinn
kemur.
(Matt. 25)
starfs, urðum við vinir eftir þá sam-
vinnu og fylgdust hvor með öðrum
eftir það.
Konurnar okkar störfuðu saman
um lengri tíma og tengdust einnig
vináttuböndum. Sambandið þéttist,
fylgst var með börnum vaxa upp og
þegar Helga og Úlfur dvöldust síðan
langdvölum í útlöndum voru kær-
komin tækifæri notuð til að hittast og
alltaf nutum við samverunnar.
Sem góður félagshyggjumaður bar
Úlfur hag þýðenda fyrir brjósti og
hann átti ekki lítinn þátt í að koma á
samningum milli RSÍ og notenda
þýddra texta. Við vorum báðir í samn-
inganefndinni ásamt öðrum og vann
hún þarft verk sem þótti afrek, það
heyrðist að viðkomandi á Norður-
löndum öfunduðu okkur!
Úlfur horfði vökulum augum og
björtum svip en dálítið háðskur á
mannlífið í kringum sig og var mér
ljúfur félagi á leiðinni. Við, ég og kona
mín, þökkum honum samfylgdina.
Við munum sakna hans.
Við sendum Helgu, börnunum og
allri fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þorvarður og Hilde Helgason.
Úlfur Hjörvar var flókið sambland
af heimsmanni og rótgrónum Reyk-
víkingi, fæddur í Fjalakettinum við
Aðalstræti, alinn upp í foreldrahúsum
við Suðurgötu en menntaðist víða um
lönd. Hann var málamaður, stílisti
með afbrigðum fær, bókamaður fá-
gætur, bókfróðari en flestir og fór um
antikvaríöt evrópskra stórborga eins
og köttur um búr.
Úlfur var einstaklega vinfastur
maður; vinur vina sinna á þann veg að
þeir sem hann hafði bundist viku aldr-
ei úr huga hans, hvort sem þeir um-
gengust hann tíðum eða voru horfnir
úr heimi. Alfreð heitinn Flóki er
kannski besta dæmið um mann úr því
persónugalleríi sem jafnan var í
kringum Úlfinn.
Úlfur var í senn maður djúprar al-
vöru og leiftrandi kímni. Hann var
maður andstæðna, bundinn liðinni tíð
en kafaði jafnframt í nútímann. Hann
var sérfróður um fæðingarborg sína
en hugurinn leitaði stöðugt heim þótt
hann væri langdvölum í burtu.
Kaupmannahöfn var kannski ekki
síður hans staður. Höfuðborg Dana
varð með einhverjum hætti íslensk
þegar maður gekk um hana með hon-
um.
Þau Helga bjuggu um sex ára skeið
í Þórshöfn í Færeyjum þegar hún
veitti Norðurlandahúsinu forstöðu.
Þar naut hann sín vel, lærði færeysku
og eignaðist vini úr öllum samfélags-
hópum. Það var á við langt námskeið í
persónufróðleik að ganga með Úlfi
um Þórshöfn, Reykjavík og Kaup-
mannahöfn. Hann tengdi saman
menn, málefni og tíma af mikilli
kúnst. Hver stund var eftirminnileg
enda Úlfur fróðleikssjór, kunni þús-
und sögur og skrítlur. Hann var snill-
ingur samræðunnar og hafði lag á að
koma manni á einhvers konar flug.
Úlfur var í senn miðpunktur um-
hverfis síns og á leið burt frá því í leit
að einhverju sem hann varð að skoða.
Stundum fannst manni hann ævin-
lega vera á förum, einkum fyrr á ár-
um, en samt var hann rótfastur þar
sem hann bjó, rótfastur við hlið Helgu
sinnar. Hann var eins og einfari sem
þreifst ekki án félagsskapar.
Kunningsskapur okkar breyttist í
vináttu á síðustu árum. Hann hafði
samband við mig frá Færeyjum og
gerði mér tilboð sem ég gat ekki hafn-
að: að leyfa sér að sýna mér Fær-
eyjar. Það urðu ógleymanlegir dagar.
Úlfur lauk upp fyrir mér menningu
og sögu Færeyja, kynnti mig fyrir
merku fólki úr pólitík og listum.
Fyrir ekki svo löngu heimsóttum
við Hildur þau Helgu á Vester-
brogade í Kaupmannahöfn. Þótt
Úlfurinn væri þá orðinn veikur iðaði
allt í kringum hann af skondnum sög-
um. Við trúðum því ekki þá að hann
væri senn á förum og trúum því ekki
enn. Hann var hreinræktað afsprengi
gamallar menningar – og fer þess
vegna aldrei, heldur gengur í þann
flokk eða persónugallerí sem hefur
jafnan umlukið hann. Ætli þeir Flóki
sitji ekki á skrafi á þessari stundu?
Við Hildur sendum Helgu og börn-
unum samúðarkveðjur.
Gunnar Gunnarsson.