Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA byrjaði sem hugmynd, fyr- ir 13 árum. Þá lagði ég fram hug- mynd við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ulf Adåker um að hann semdi konsert fyrir mig og hljómsveitina,“ segir Sigurður Flosason, sem nú er búinn að gefa út plötu með tveimur einleikskonsertum fyrir saxófón og hljómsveit þar sem spuninn er. Taka tvö heppnaðist vel „Konsertinn eftir Adåker var fluttur á tónleikum 1996 en það var ekki mjög farsælt upphaf því stjórn- andinn hafði ekki eytt miklum tíma í æfingar. Ríkisútvarpið tók svo verk- ið upp árið 2003 með frábærum ár- angri sem ég var mjög ánægður með. Þá var farið að spá í hvað gæti verið með á diski, og það endaði með því að Veigar Margeirsson samdi konsert fyrir mig og hljómsveitina.“ Ekki tókst Sigurði að fá Útvarpið til að taka seinni konsertinn upp, en hann vildi ekki gefast upp, og lagði því sjálfur út fyrir kostnaði við að leigja hljómsveitina, hljómsveit- arstjóra og hljóðmeistara til að hljóðrita hann í stúdíói. „Ég tók þann slag. Það er gífur- lega dýrt en það bað mig enginn að gera þetta. Verkefnið er því orðið mjög stórt. Ég er móður eftir alla þessa vinnu, en fyrst og fremst glað- ur að hafa komið því í höfn. Það er stórkostlegt að standa fyrir framan hljómsveitina og spila og allir hafa verið jákvæðir og velviljaðir þótt að- dragandinn hafi verið langur.“ Stefnumót við hljómsveit Spuni Sigurðar er stór þáttur í báðum verkunum. „Þetta gengur út á það að setja minn spuna inn í hið sinfóníska samhengi. Ég vildi líka að þetta yrði beint og milliliðalaust mót mín og hljómsveitarinnar og vildi því ekki hafa rytmasveit.“ Konsert Ulfs Adåkers er fyrir strengi, en verk Veigars fyrir full- skipaða hljómsveit. Hann byggir sitt verk að hluta á þjóðlögum og stefj- um eftir sjálfan sig í þjóðleum anda. „Karakter verkanna er ólíkur, þótt erfitt sé að festa fingur á það ná- kvæmlega í hverju það felst.“ Sigurður kveðst ekki hafa und- irbúið spunann. Hann einsetti sér líka að nota alla sína þekkingu í tón- listinni, en ekki að einskorða spun- ann við djass. „Fyrir spunakaflana undirbý ég mig best með því að vera í sjálfur góðu forpmi spila- og spuna- lega.“ Það er Dimma sem gefur diskinn út. Einleikari, hljómsveitarstjóri og tónskáld Móður, en glaður Morgunblaðið/RAX Sigurður Flosason „Það bað mig enginn að gera þetta.“ „Geðveikin ríður ekki við ein- teyming,“ segir Sigurður spurður um enn eitt verkefni sitt. Í messu í Víðistaðakirkju í fyrramálið, verða frumfluttir eftir hann þrír sálmar fyrir blandan kór, við ljóð eftir Að- alstein Ásberg Sigurðsson. „Í síðustu ljóðabók hans, Hjarta- borg, eru nokkur ljóð með trúarlegum tón. Þau hittu mig vel fyrir og ég fann þau rata í fremur klassískan búning. Ég prófaði að útsetja eitt þeirra fyrir kór og fannst það mjög gaman. Í framhaldi réðist ég á fleiri og það er aldrei að vita hvar þetta endar,“ segir Sigurður Flosason, einleikari, hljómsveitarstjóri og tón- skáld. Kórverk frumflutt á morgun „Þessi músík er í kjarna stór- sveitatónbókmenntanna þetta er eins og Beethoven og Brahms fyrir klassíkina,“ segir Sigurður um tónleika Stór- sveitar Reykjavíkur á Rosen- berg kl. 20 á sunnudagskvöld þar sem leikin verður tónlist eftir Thad Jones, einn helsta meirstara big band-tónlistar síðustu áratuga. Þar stjórnar Sigurður Stórsveitinni í fyrsta sinn á heilum tónleikum. „Ég kann bara ágætlega við mig í stjórnandahlutverkinu. Annars er hlutverk stjórnandans í stór- sveitum fyrst og fremst að æfa bandið og vera eins konar um- ferðarstjóri á tónleikunum sjálf- um.“ Stórsveitin spilar Thad Jones J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Brauðristar- gæðaeftirlit Framleiðendur bresku Rowlett brauðristanna hafa aldrei verið sammála því að brauðristar eigi að vera ódýrar, ónákvæmar og ónýtar alltof snemma. Þær hafa verið handsmíðaðar í 60 ár og hvert einasta tæki er prófað áður en það fer úr húsi. Það hlýtur að vera öfundsvert starf að sjá um gæðaeftirlitið með öllu þessu ristaða brauði. 25 pr en tu n Jólin koma ... ... um leið og þessi bók er dregin fram! Sígildar vísur jóhannesar úr kötlum um jólasveinana, Grýlu, jólaköttinn og jólahátíðina. Ómissandi á aðventunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.