Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EKKI hefur verið tekið saman hversu mikið fjárútlát Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins minnka vegna fyrirhugaðra breytinga á eftirlauna- lögunum. Þó kom fram í máli Geirs H. Haarde á blaðamannafundi í gær að það sé umtalsverð upphæð. Eins og fram er komið verður frumvarp lagt fyrir Alþingi í næstu viku, þar sem umdeildustu ákvæðin verða felld út úr lögum um eftirlaun ráð- herra, þingmanna og hæstaréttar- dómara. Aðspurð sagðist Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ekkert vita um það hvort breytingin sam- ræmdist réttlætiskennd fólks al- mennt, hvort hún myndi eyða óánægjunni með lögin eða ekki. „Kannski verða uppi kröfur um að ganga enn lengra. En þarna er verið að nema úr lögum nánast allt það sem mestum deilum olli. Við erum að breyta öllu því sem deilt var um 2003,“ sagði Ingibjörg. Samningur við IMF verður að vera á áætlun svo lánin berist Fleira var rætt á fundinum, svo sem vantrauststillaga á ríkisstjórn- ina og óskir þingmanna og tveggja ráðherra Samfylkingarinnar um kosningar á næsta ári. Ingibjörg Sólrún sagði ekki líkur á því að þeir þingmenn greiddu vantraustinu at- kvæði sitt, heldur væru þeir að end- uróma kröfur úr samfélaginu. Geir sagðist ekki hafa áhyggjur af því að meirihlutinn fengi ekki stuðn- ing í þeirri atkvæðagreiðslu. Hann sagði aðalatriðið í því máli tengjast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og sam- komulagi íslenska ríkisins við hann. „Það hefur verið gert samkomulag við alþjóðlega stofnun. Samkomu- lagið mun sæta endurskoðun á þriggja mánaða fresti, fyrst núna í febrúar. Það er háð þeirri endur- skoðun í febrúar hvort Norðurlandaþjóðirnar og aðrar þjóðir sem vilja lána okkur geri það. Það fer eftir því hvort allt er á áætl- un í þessu samkomulagi. Ég tel að það sé mikið hættuspil að gefa til kynna að ekki sé fyrir hendi örugg pólitísk forysta í því sem framundan er,“ sagði Geir. Pólitískri óreiðu ekki á bætandi „Við erum búin að ná þarna að landa þessu samkomulagi. Það er mjög vel fylgst með öllu hér,“ bætti hann við og sagði pólitíska óreiðu síst af öllu það sem þyrfti til að bæta ofan á ástandið. Mestu deiluefnin felld úr gildi  Vita ekki hvort breyting eftirlaunalaga fullnægir réttlætiskennd almennings  Geir segir þingkosningar setja samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í hættu Morgunblaðið/Ómar Undir vökulu auga Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu áform um breytingar á eftirlaunalög- unum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Formennirnir gefa ekkert fyrir að brestir séu komnir í stjórnarsamstarfið. Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Hætta er á því að sveitarfélög sem hafa verið háð aukaframlagi úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga verði órekstr- arhæf, og tæknilega gjaldþrota, komi til þess að aukaframlagið verði lagt niður. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra kynnti tillögur á fjármála- fundi sveitarfélaga þar sem meðal annars kom fram að aukaframlagið yrði að líkindum lagt niður í stór- felldum sparnaðaraðgerðum ríkisins vegna bankahrunsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að mörg minni sveitarfélög þoli ekki að vera án þeirra tekna sem auk- framlagið gefur. Ekki er langt síðan aukaframlagið á ári var tvöfaldað, úr 700 milljónum í 1.400 milljónir. Halldór segir að í þeirri ákvörðun hafi falist viðurkenn- ing á því að tekjur sveitarfélaganna sem þurftu á aukaframlaginu að halda hafi ekki getað staðið undir lög- bundinni þjónustu. „Ég get ekki bet- ur séð en að mörg sveitarfélög í land- inu verið órekstrarhæf komi til þess að tekjur minnki eins mikið og boðað hefur verið,“ segir Halldór. Unnið er að því á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga að skoða rekstrarvanda sveitarfélaga ofan í kjölinn. Með í þeirri vinnu eru fjár- mála- og samgönguráðuneyti en hið síðarnefnda er ráðuneyti sveitar- stjórnarmála. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa fulltrúar margra sveit- arfélaga landsins, sem hafa verið háð framlagi úr jöfnunarsjóði, lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála. Fulltrúar nokkurra þeirra hafa komið þeim skilaboðum áleiðis að sveitar- félögin verði „óstarfhæf“ minnki tekjur eins mikið og ráð er fyrir gert. Nefnt hefur verið að tekjur ríkisins minnki um 25 prósent á næsta ári. Talið er að tekjur sveitarfélaga geti minnkað um allt að þriðjung gangi áætlanir eftir um niðurfellingu auka- framlagsins. Spár, þar á meðal Seðla- banka Íslands, hafa gert ráð fyrir að hefðbundnar útsvarstekjur sveitarfé- laga geti dregist saman um 15 til 20 prósent á næsta ári. Samdráttur á tekjum úr jöfnunarsjóði kæmi því til viðbótar. Sveitarfélög geta orðið óstarfhæf                           !    ! "   #  !  $ %     &$! '( ) !  * $%% (( + !%  $!  !% ((  % (( ,  %  $!   "! -     '"   -" !% (( - % (( .% (( /!  0$! &$! 1$ !  ! % #2% ((  !% (( .! % (( 3  $  4 $!  $!  !( ( !% (( ' !% (( ' ! % (( & (% ((  - "!   $  52 % ((  +% ((    6     7 8 9: ;9: ; 9 79< : 7=: >== 7>9 >79 > < <8 9> ?99 < 9>; ?9 87? ?>= <? >9< > 7;9 > 88 7? 997 :8? :?; <9: >= =8 <;7 ; = ;9 <= > 8 <?9 > >9 < 9<9 <88 <== :8 7>:                                                                                                                    Eyþór Arnalds Það er gott að nú eigi að gera breytingar á lögum um eftirlaun þingmanna og ráð- herra. Þetta mál hefur farið illa í fólk en nú eftir efnahagshrunið hefur þó keyrt um þverbak. Ákvörðun um tímabundna lækkun launa stjórnmálamanna er líka af hinu góða enda erfitt að réttlæta annað á sama tíma og verið er að segja upp starfsfólki á sjúkrastofnunum. Réttast væri að afnema nýjan sið um aðstoð- armenn alþingismanna líka. Meira: ea.blog.is Gunnar Skúli Ármannsson Þetta er mjög sorglegt. Valdhafar haga sér eins og þeir séu í kosningabaráttu. Það er eins og valdhafar hafi engan skiln- ing á því að þeir eru í vinnu hjá okkur. Meira: skulablogg.blog.is Gísli Tryggvason Afskipti forsætisráðherra af ákvörð- unum Kjararáðs, sem hann kynnti á fréttamannafundi, eru ekki heimil. Ann- ars vegar virðist mér af fréttafrásögnum að forsætisráðherra mælist beinlínis til þess að Kjararáð brjóti sjálfa stjórn- arskrána með því að lækka laun forseta Íslands tímabundið á árinu 2009. Meira: neytendatalsmadur.blog.is Ómar Ragnarsson Með ólíkindum er hvílíku dauðahaldi ráðamenn halda í eftirlaunaósómann. Til þess að reyna að fela þetta spila þeir út launalækkun sinni, sem út af fyrir sig er allt gott að segja um. En á hinn bóginn er ekki annað að sjá en að breytingar [...] miði að því að halda eftir sem mestu af þeim siðlausu hlunnindum sem eftir sem áður verða límdar við topp valda- pýramídans ef þetta nær í gegn. Meira: omarragnarsson.blog.is Dögg Pálsdóttir Bréf forsætisráðherra til kjararáðs er til sérstakrar fyrirmyndar og sjálfsagt að opinberir starfsmenn þurfi tímabundið að taka á sig launalækkun eins og marg- ir aðrir í þjóðfélaginu. Þá er það sérstakt fagnaðarefni að loksins skuli vera búið að ákveða að afnema eftirlaunalögin. Meira: doggpals.blog.is BLOG.IS GRÍÐARLEGT vinnuálag hefur verið á starfsmönnum í sumum deildum Nýja Kaupþings banka undanfarnar vikur. Svali Björg- vinsson, yfirmaður starfsmanna- sviðs Nýja Kaupþings banka hf., sagði dæmi um starfsmenn sem hefðu skilað yfir 150 yfirvinnu- stundum á mánuði. Í einum mánuði eru 173,3 vinnustundir svo vinnuá- lagið nálgaðist að vera tvöfalt. Hann sagði að sem betur færi væru fá dæmi um slíkt. Svali sagði þetta mikla álag tengjast uppgjöri gamla Kaupþings banka og því að koma Nýja Kaup- þingi banka af stað. Einnig hefði heilmikið af þessari vinnu verið fyr- ir skilanefnd bankans. Sumt þurfti að gerast mjög hratt fyrst eftir um- skiptin sem krafðist mikillar vinnu. Álagið hefði verið langmest í októ- ber. Nýir ráðningarsamningar við alla starfsmenn bankans „Stór hluti af þessu gríðarlega álagi ætti að vera tímabundinn,“ sagði Svali. Hann sagði álagið hafa verið mest á nokkrum sviðum, m.a. á viðskiptasviði, lögfræðisviði og starfsmannasviði. T.d. hefðu verið gerðir nýir ráðningarsamningar við alla starfsmenn bankans. „Margir hér hafa farið lengra en ég hélt að mannlegt úthald og kraftur næðu yfir og hetjur fæðst á hverjum degi,“ sagði Svali. Gríðarlegt álag á bankamenn Báðir formenn stjórnarflokkanna neituðu því í gær að Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra FME, hefði ver- ið skipulega haldið frá umfjöllun fjölmiðla á undanförnum vikum. Geir Haarde kannaðist ekki við að Jónas hefði sérstaklega þagað þunnu hljóði. „Hann eins og aðrir starfsmenn Fjármálaeftirlitsins hafa verið að vinna baki brotnu, mér liggur við að segja nótt og dag, síðustu vikur við mjög erfið verkefni. Þau hafa öll staðið sig mjög vel. Það er ekkert upp á hann eða starfsfólk Fjármálaeftirlitsins að klaga,“ sagði Geir. Starfsfólk FME hafi lent í aðstæðum sem enginn gat séð fyrir. „Ég held að það hafi unnið mjög gott starf. Vangaveltur mínar um að sam- eina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann hafa ekkert með það að gera hvernig þetta fólk er að standa sig,“ bætti hann við. Frammistaða FME ekki undirrót sameiningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.