Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 64
LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 327. DAGUR ÁRSINS 2008 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SKOÐANIR» Staksteinar: Saga af klappstýru Forystugreinar: Sérréttindi afnum- in| Gott starf í Fjölsmiðjunni Pistill: Hringekjan sem aldrei hættir Ljósvakinn: Í eltingaleik UMRÆÐAN» Vaxtarsprotarnir leynast víða Breytum LÍN Grænir skattar Dýrmætt forskot fyrir ímynd Íslands Börn: Jólasögusamkeppnin Framúrskarandi tök á íslenskri tungu Lesbók: Af æði sem rennur á hópa Fánar í íslenskum mótmælum BÖRN | LESBÓK» #4 #4  4' #4 4 '4# '4 5 & -6!( $ !,$- 7 $  $ $!!"!$%) & ! 4 #  4 #4 4  4' / 82 (  4# 4#  4 #4# 4 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8!8=EA< A:=(8!8=EA< (FA(8!8=EA< (3>((A"!G=<A8> H<B<A(8?!H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 7 °C | Kaldast 0 °C Suðlæg átt, víða 8-15 m/s. Slydda og síðan rigning suðvestan- og vestanlands en snjó- koma annars staðar. »10 Rapparinn Ká Eff Bé stendur fyrir baráttutónleikum til að styðja við bakið á fólki sem berst við krabbamein. »54 TÓNLIST» Baráttu- tónleikar LEIKLIST» MR vann Leiktu betur í fyrsta skipti. »60 Í Dýrunum kemur fram að aðeins þrjú prósent af dýrum jarðar eru hrygg- dýr, 97 prósent eru hryggleysingjar. »56 AF LISTUM» Fróðleikur um dýrin FÓLK» John Cleese er kven- samur kappi. »61 KVIKMYNDIR» Brolin er í óskarsham í myndinni W. »57 Menning VEÐUR» 1. Íþróttaálfurinn lét Jackie Chan … 2. Vantrauststillaga komin fram 3. Kynþokkafyllsta konan naflalaus 4. Óska eftir launalækkun »MEST LESIÐ Á mbl.is VIÐ hlýðum hverri þinni bend- ingu gætu Dimma, Neró og Tyson verið að hugsa þar sem þau horfa sem dáleidd á vinkonu sína og húsbónda, Heiðrúnu Villu Ingu- dóttur. Hún ætti einmitt að kunna að kenna hundunum sínum, því hún hefur skrifað fyrstu bókina á ís- lensku um hundaþjálfun. Þegar Heiðrún Villa var þrett- án ára eignaðist hún sinn fyrsta hund en vegna vankunnáttu við þjálfunina neyddist hún til að láta svæfa hann. „Mér fannst það al- veg rosalega erfitt og var alveg ónýt eftir það,“ segir hún. Dimmu eignaðist Heiðrún Villa sextán ára gömul, en þá tók hún hana að sér þegar átti að svæfa hana. Í dag á Heiðrún Villa þessa þrjá hunda, rottweiler-blending- inn Neró, franska bolabítinn Ty- son og poodle terrier-tíkina Dimmu. Heiðrún Villa hefur opnað síðu þar sem fram fer fjarþjálfun, 123.is/gerdubestavininnbetri. Það ætlar hún að dunda sér við á meðan hún er í fæðingarorlofi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kyrr! Öll eru þau miklir vinir, Heiðrún Villa skipar Dimmu, Neró og Tyson að bíða réttrar bendingar frá sér. Þau hlýða hverju orði og bíða spennt. Heiðrún Villa Ingudóttir kennir hundakúnstir Besti vinurinn bættur Íslensku óperunni Janis Joplin Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Í NÝJU áliti umboðsmanns Alþingis segir að veru- legur vafi sé á því að þær lagaheimildir sem við geta átt um að fella kostnað ÁTVR á viðskiptavini vín- búðanna séu fullnægjandi miðað við þær kröfur sem leiða af stjórnarskrá og reglum um töku þjón- ustugjalda hjá ríkinu. Þegar áfengi er selt í smásölu út úr ÁTVR leggur stofnunin ákveðna prósentu á hverja flösku sam- kvæmt reglugerð sem fjármálaráðherra setur, t.d. 13% ef um er að ræða venjulega rauðvínsflösku. Þetta er ekki áfengisskatturinn, heldur á þessi álagning að standa undir rekstri ÁTVR og skila arði af rekstrinum. Er það álit umboðsmanns að ákvæði reglugerðar um að álagning á áfengi í smásölu skuli ákveðin þannig að ÁTVR skili arði sem telst hæfilegur m.a með tilliti til þeirra eigna sem bundnar eru í rekstri ÁTVR hafi ekki fullnægjandi lagastoð. Eins og seg- ir í áliti umboðsmanns: „Geri ég athugasemdir við að nægjanlegar lagaheimildir hafi staðið til þess fyrirkomulags sem fjármálaráðherra hefur viðhaft við ákvörðun álagningar við smásölu áfengis hjá ÁTVR á grundvelli 3. gr. laga nr. 63/1969, um versl- un með áfengi og tóbak, og nánar er mælt fyrir um í [reglugerð] um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.“ Böðvar Jónsson, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, segir að vegna álits umboðsmanns verði tek- ið til sérstakrar athugunar í ráðuneytinu hvort ekki sé þörf á að skjóta traustari stoðum undir álagn- inguna hjá ÁTVR. Athuga verði hvort breyta þurfi lögum í því samhengi. Álagning ÁTVR ólögmæt Morgunblaðið/Árni Sæberg Vínbúð Umboðsmaður Alþingis segir að álagn- ingu á vínflöskurnar skorti lagastoð.  ÁTVR leggur ákveðna prósentu á hverja flösku samkvæmt reglugerð  Umboðsmaður Alþingis segir reglugerð skorta lagastoð  Laganemi kvartaði MÖRG álit umboðsmanns eru tilkomin vegna kvartana almennra borgara sem efast um gildandi réttarreglur, t.d. lögmæti opinberrar gjaldtöku eins og hér um ræðir. Tilurð álits umboðsmanns um lögmæti álagningar hjá ÁTVR er kvörtun Andrésar Þorleifssonar, laganema við Háskóla Ís- lands. Andrés hafði keypt sér rauðvíns- flösku og kvartaði yfir álagningu á áfengi samkvæmt 20. gr. reglugerðar um ÁTVR, en þar er kveðið á um að álagningin skuli ákveðin með tilliti til kostnaðar við smá- söludreifingu. Efni kvörtunarinnar laut aðallega að því að sú gjaldtaka sem færi fram á grundvelli ákvæðis reglugerðarinnar fæli í sér skatt- lagningu og að sem slík ætti hún ekki full- nægjandi lagastoð. Andrés hafði áður sent ÁTVR tölvupóst með fyrirspurn um álagn- inguna, sem ekki var svarað. Úrræði borgarans Skoðanir fólksins ’Það verður að horfast í augu við aðverðmæti hafa tapast út úr hag-kerfinu. Til viðbótar við það munum viðtaka á okkur skell þegar krónunni verð-ur fleytt vegna vantrúar á gjaldmiðl- inum og peninga- og efnahags- málastjórn landsins. » 38 SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR ’En líklega fara jökulárnar fyrr aðrenna upp í mót en að þessi rík-isstjórn láti menn sæta ábyrgð fyrirsmávægilegar yfirsjónir svo sem aðkoma landi sínu á vonarvöl. Og þjóðin „kóar með“ eins og fyrri daginn. » 38 ÖRNÓLFUR ÁRNASON ’Eiga bara eigendur bankanna réttá að fá að vita að það stefnir íóefni, en ekki þeir sem missa vinnunaog aleiguna, og hefðu kannski getaðkomið í veg fyrir það ef þeir hefðu haft upplýsingar frá seðlabankanum og FME um yfirvofandi hættu? » 40 ANDRÉS MAGNÚSSON ’Davíð verður að fara! Hvernig máþað vera að þú verð gjörðir hansGeir? Hann er að tæta fylgið af flokkn-um þínum. Hann hefur heyrt 90 pró-sent þjóðarinnar segja: „Farðu.“ Sögurnar eru endalausar um bræði hans. » 40 ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu vann jafnmarga leiki undir stjórn Ólafs Jóhann- essonar á árinu 2008 og það hafði gert sam- anlagt und- anfarin fjögur ár. Í fyrsta sinn í fimm ár náði liðið 50% heildar- árangri en niðurstaða ársins er fimm sigrar, tvö jafntefli og fimm töp. | Íþróttir Landsliðið er á uppleið Ólafur Jóhannesson GRÍÐARLEGT álag er á fremstu handknattleiks- mönnum heims og hafa margir leikmenn áhyggj- ur af þróun mála. „Silfurdreng- urinn“ Guðjón Valur Sigurðsson mun væntanlega leika 84 leiki á þessu ári og fær hann varla frí frá íþróttinni fyrr en 22. júní á næsta ári. „Við erum engin vélmenni,“ seg- ir Guðjón Valur.| Íþróttir „Við erum eng- in vélmenni“ Guðjón Valur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.