Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is GJÖLD ríkissjóðs námu 318,8 millj- örðum króna fyrstu níu mánuði þessa árs og eru 3,7 milljörðum króna lægri en heimildir gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í yfirliti fjármálaráðuneytisins. Í yfirlitinu kemur fram að flestar ríkisstofnanir hafa staðið sig vel og sumar náð afbragðs árangri. Vondu fréttirnar eru þær að samkvæmt uppgjöri bókhalds eru 106 fjárlaga- liðir af 432 meira en 4% umfram heimildir, þar af 73 sem fara meira en 10% fram yfir heimildir. Í samtali við Gunnar Svavarsson, formann fjárlaganefndar Alþingis, lýsir hann yfir áhyggjum af umframeyðslunni. Hann áréttar að fjárlögin séu skýr og þetta séu allt of margar stofnanir. Viðkomandi ráðuneytum hafa ver- iðs send bréf, þar sem mælst er til þess að þau leiti skýringa hjá for- stöðumönnum einstakra stofnana eftir því sem við á og upplýsi fjár- málaráðuneytið um fyrirhugaðar að- gerðir til úrbóta eigi síðar en 25. nóvember. Jafnframt eru ráðu- neytin minnt á frumkvæðisskyldu sína til eftirlits með framkvæmd fjárlaga. Þegar litið er á einstaka liði má sjá að rekstrargöld æðstu stjórnar rík- isins eru 2.342 milljónir, sem er 293 milljónum innan fjárheimilda. Skýr- ist inneign að stærstum hluta af rekstri Alþingis, sem er 193 millj- ónir innan heimilda. Ríkisendur- skoðun er 41 milljón innan heimilda og ríkisstjórnin 38 milljónir. Aðeins embætti forseta Íslands fer fram yf- ir heimildir eða sem nemur 11 millj- ónum. Kostaði rekstur embættisins 154,7 milljónir fyrstu níu mánuði ársins. Þrjú ráðuneyti eru umfram fjár- heimildir. Heilbrigðisráðuneytið fer mest fram úr eða um 700 milljónir af 61.487 milljarða heimildum. Er þetta 1% umfram heimildir. Menntamálaráðuneytið fer 648 milljónir fram úr 25.916 milljónum eða 2,6%. Dómsmálaráðuneytið fer 537 milljónir fram úr 14.387 milljóna heimildum, eða 3,9%. Eru vel innan heimilda Önnur ráðuneyti eru innan fjár- heimilda og sum verulega. Rekstrar- gjöld forsætisráðuneytisins eru 1.195 milljónir, sem er 167 milljónir innan heimilda, eða 12,3%. Rekstrargjöld utanríkisráðuneyt- isins eru 3.959 milljónir, sem er 371 milljón innan heimilda eða 8,6%. Þar vegur þyngst að liðurinn varnarmál er 313 milljónir inann heimilda. Aft- ur á móti er 250 milljón króna halli á rekstri sendiráða. Rekstrargöld félags- og trygg- ingamálaráðuneytisins eru 9.175 milljónir, sem eru 499 milljónir inn- an heimilda, eða 5,2%. Málefni fatl- aðra í heild eru 372 milljónir innan heimilda en Fæðingaorlofssjóður er rekinn með 55 milljóna króna halla. Hjá fjármálaráðuneytinu eru rekstrargjöld að undanskildum greiðslum vegna uppbóta á lífeyri og gjaldfærslu fjármagnstekjuskatts 5.353 milljónir. Er þessi upphæð 805 milljónir innan heimilda, eða 13,15%. Skatta- og tollamál eru 333 milljónir innan heimilda og og rekstur fyrr- verandi varnarsvæða á Keflavík- urflugvelli 421 milljón. Undir þess- um lið kemur fram, að greiðslur ríkisins í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hafi verið 727 milljónum hærri en áætlað var í fjárlögum. Rekstrargöld samgöngu- ráðuneytisins eru 5.708 milljónir sem er 628 milljónir innan heimilda, eða 9,9%. Flugvellir og flugleiðsögu- þjónusta er 166 milljónir innan heim- ilda, Siglingastofnun 155 milljónir og Vegagerðin 139 millj. Rekstrargjöld iðnaðarráðuneyt- isins eru 1.313 milljónir, sem er 424 milljónir innan heimilda eða 24,4%. Orkumál og Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands eru 136 milljónum innan heim- ilda og og Ferðamálastofa 78 millj. Rekstrargöld viðskiptaráðuneyt- isins eru 1.328 milljónir, sem er 398 milljónum innan heimilda eða 23,1%. Mest munar um að rekstur Fjár- málaeftirlitsins er 223 milljónir inn- an heimilda, Neytendastofu 145 milljónir og Einkaleyfisstofu 63 milljónir. Loks eru rekstrargöld umhverf- isráðuneytis 3.183 milljónir, sem er 860 milljónir innan heimilda eða 21,3%. Inneign ráðuneytissins skýr- sit aðallega af Úrvinnslusjóði, sem var 736 milljónir innan heimilda. Rekstur Veðurstofu Íslands fór 72 milljónir umfram heimildir og 20 milljónir hjá Náttúrufræðistofnun. Framúrkeyrsla áhyggjuefni  Útgjöld ríkissjóðs voru 3,7 milljörðum króna lægri fyrstu níu mánuði ársins en fjárlögin heimiluðu  Ráðuneytið leitar skýringa á því að 106 ríkisstofnanir eyddu umfram heimildir á tímabilinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Veitingavaldið Alþingi ákveður fjárútlátin og vill fylgjast með því hvernig fjárlögunum er framfylgt. REKSTUR háskólastofnana fyrstu 9 mánuði ársins reyndist vera 885 milljónir umfram heimildir, eða 9,2%. Skýrist hann af halla fjögurra stofnana. Háskólinn á Akureyri var með 399 milljóna halla, Landbúnaðarháskólinn 367 milljónir, Raunvísinda- stofnun Háskóla Íslands 157 milljónir og Hólaskóli 179 milljónir. Háskóli Íslands var hins vegar með 295 millj- ónir í afgang. Rekstrargöld lista- og menningarmála voru 100 millj- ónir umfram heimildir, eða 3,9%. Munar þar mest um að Þjóðleikhúsið er rekið með 45 milljón króna halla og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands með 36 milljón króna halla. Fjárlagaliðir sem fara fram úr fjárheim- ildum í rekstri eru alls með 2.162 milljóna króna halla. Alls eru 33 fjár- lagaliðir með halla umfram 4%. Hallarekstur háskólastofnana HJÁ heilbrigðisráðuneytinu eru mest umframútgjöld hjá Landspítalanum 1.507 milljónir króna eða 6,0% af fjárheimildum. Rekstur Sjúkrahússins á Akureyri er 147 milljónir króna umfram heimildir. Gjöld heilsugæslustöðva eru í heild 49 milljónir króna yfir fjárheimildum. Flestar heilsugæslustöðvar eru inn- an heimilda eða nálægt þeim nema Heilsugæsla höfuð- borgarsvæðisins, en rekstur hennar er 526 milljónir um- fram heimildir. Heilbrigðisstofnanir eru 872 milljónir umfram heimildir. Hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands munar 274 milljónum, 135 milljónum hjá St. Jósefsspítala Sólvangi í Hafn- arfirði, 129 milljónum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 69 milljónum hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík og 54 milljónum hjá Heilbrigðis- stofnuninni í Vestmannaeyjum. Mikill halli hjá Landspítala HJÁ dómsmálaráðuneytinu er það Landhelgisgæslan sem fer mest fram úr fjárheimildum, eða 305 milljónir. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og sýslumaðurinn í Keflavík hefur eytt 266 milljónum umfram heimildir. Þá fer liðurinn Málskostnaður og opinber réttaraðstoð 205 milljónir fram yfir heimildir. Á móti kemur að sýslumannsembættin eru í heild 253 milljónum innan ramma fjárlaganna. Liðurinn Kosn- ingar er nánast óhreyfður, þar sem engar kosningar voru í sumar. Þar var heimildin 161 milljón. Fjár- lagaliðir, sem fóru fram úr fjárheimildum í rekstri hjá ráðuneytinu, námu samtals 1.1160 milljónum króna. Alls reyndust fimm fjárlagaliðir með halla umfram 4% á tímabilinu. Gæslan fór vel fram úr SAMKVÆMT yfirliti fjármálaráðuneytisins er rekstur framhalds- og sérskóla í heild jákvæður um 301 milljón króna eða 2,4%. Staða einstakra framhaldsskóla er þó mjög misjöfn. Mestu umframútgjöldin eru 305 milljónir króna hjá Tækniskólanum og forverum hans, Iðnskólanum í Reykjavík og Fjöltækniskólanum. Þá er 78 milljóna króna halli á rekstri Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Alls er halli á rekstri 22 framhaldsskóla en nokkrir skólar eru reknir með afgangi. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er rekinn með 83 milljóna króna afgangi, Iðnskólinn í Hafn- arfirði með 77 milljóna afgangi og Fjölbrautaskólinn við Ármúla með 66 milljón króna afgangi. Misjöfn staða framhaldsskóla Skeifan 550-4110, Smáralind 550-4140, Kringlan 550-4130, Hafnarfjörður 550-4120, Selfoss 550-4190, Vestmannaeyjar 550-4180, Egilsstaðir 550-4160, Akureyri 550-4150, Ísafjörður 550-4170 Í VERSLUNUM OFFICE1 SES Barnaföndur Spil Púsl Erlendar kiljur Gjafapokar 3 2FYRI R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.