Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Mig langar í fáum orðum að minnast góðrar tengdamóður sem féll svo óvænt frá sunnudaginn 9. nóvember sl. Í síðasta samtali okkar minntist hún á það hversu mikið hún hefði fundið til með nýjum kærasta dóttur sinnar þegar hún í fyrsta skipti kynnti hann fyrir foreldrum sínum, snemma hausts árið 1977, er hann hellti sjóðandi heitu kakói yfir sig og næsta umhverfi. Væntanlegur tengdasonur hefði hins vegar haft mestar áhyggjur af því að hafa eyði- lagt eitthvað af hinum fallega útsaum í stólum og borðdúk. Kristrún var einstaklega hög hannyrðakona og lék allt í höndunum á henni, hvort sem var útsaumurinn sem prýðir hið fallega heimili á Aust- urgötunni í Keflavík, máluðu mynd- irnar hennar á veggjunum eða fötin sem hún hannaði og saumaði á sig og sína nánustu. Stoltust var hún þó af altarisdúknum sem hún, ásamt fleiri konum, saumaði út og gaf Keflavík- urkirkju í fyrra. Snemma varð það ljóst að sælker- inn í tilvonandi tengdasyni gæti hrósað miklu happi yfir því að hafa eignast hana Kristrúnu að tengda- móður. Kræsingarnar sem lagðar voru á borð, jafnvel af minnsta til- efni, voru stórkostlegar. Öll elda- mennskan og heimalagaða meðlætið var alltaf svo ljúffengt og fallega fram borið. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni að fara í mat til tengdó, svo ekki sé minnst á kökurn- ar. Í kökugerð var Kristrún einstök. Skemmst frá að segja þá var eitt fyrsta orðið sem fyrsta barnabarnið sagði er hún, 18 mánaða, stóð og horfði hugfangin á hlaðið kökuborð hjá ömmu, nýkomin með foreldrum sínum frá Englandi, „köku“. Kristrún var góð kona sem bar hag sinna nánustu fyrir brjósti og ✝ Kristrún Jó-hanna Péturs- dóttir fæddist í Áreyjum á Reyð- arfirði hinn 22 mars 1927. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu hinn 9. nóv- ember síðastliðinn. Útför Kristrúnar fór fram frá Kefla- víkurkirkju 18. nóv- ember sl. var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd ef svo bar við. Hennar verður sárt saknað, sérstaklega nú er jólahátíðin nálgast, en öll fjölskyldan er vön að hittast á Austurgöt- unni á jóladag og njóta nærveru ömmu og afa og þeirra kræsinga sem þar voru fram bornar. Nú er það okk- ar sem eftir lifa að taka upp hanskann og tryggja að arfleifð Kristrúnar verði haldið á lofti með því að styrkja Inga afa í hans mikla missi og sorg og tryggja áfram þá samheldni innan fjölskyldunnar sem Kristrún, með allri sinni framkomu, skapaði. Nikulás Úlfar Másson. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem eru manni kærir, en það verður manni léttbærara þegar góðar og fal- legar minningar lifa um þann sem fór. Þannig verður viðkomandi alltaf nálægur þótt tíminn líði áfram. Um Kristrúnu tengdamömmu mína er bara hægt að eiga góðar minningar. Ef ég ætti að lýsa henni væru orðin blíða og umhyggja þau fyrstu sem kæmu upp í hugann. Ég á erfitt með að ímynda mér að hún hafi nokkru sinni gert eitthvað á hlut annarra. Það var einfaldlega ekki í hennar eðli að koma þannig fram við annað fólk, heldur þvert á móti að sýna öðrum áhuga og kurteisi. Á þeim rúma áratug sem liðinn er frá því að ég var boðinn velkominn í fjöl- skyldu hennar sá ég hana aldrei skipta skapi eða sýna óþolinmæði. Öðru nær. Framkoman var alltaf falleg, nær- gætin og hlý. Hluti af fegurðinni var samband hennar og Inga, innilegt, fallegt og svo fullt af gagnkvæmri virðingu og vináttu. Ég man varla til þess að hafa séð þau hvort í sínu lagi; þar sem annað var, þar var hitt. Missir Inga er svo óendanlega mikill. Guðný mín og systkini hennar hafa misst góða og hlýja móður og barna- börnin yndislega ömmu. Starra syni mínum var að vonum brugðið við fréttirnar af fráfalli ömmu sinnar og fyrstu viðbrögðin voru; af hverju? Það er einmitt það sem við spyrjum okkur öll. En við spurningunni er því miður ekkert svar. Starri saknar ömmu mikið, enda tíður gestur hjá henni og afa. Þangað var svo „þægilegt“ að koma. Hann vildi bara að hún hefði ekki dáið fyrr en eftir mörg, mörg ár. En það sé gott að vita til þess að hún fylgist nú með honum að ofan og það sé gott að eiga góðu minningarnar um hana. Honum finnst það huggun í harm- inum að muna hvað hún var glöð síð- ast þegar hann sá hana og að hafa kvatt hana fallega. Síðast þegar ég sá Kristrúnu á lífi var hún glöð. Nýbúin að koma til skila fatnaði sem hún hafði prjónað handa bágstöddum börnum í Úkra- ínu. Glöð yfir að hafa getað hjálpað þeim sem minna máttu sín. Ég þakka Kristrúnu tengda- mömmu minni dýrmæt kynni á sam- fylgdinni sem ég hefði viljað að yrði miklu lengri. Sofðu rótt. Haukur. Elsku amma. Við trúum ekki að þú sért farin frá okkur og það svona snögglega. Amma sem var alltaf til staðar fyrir alla sem þurftu á henni að halda og byrsti sig aldrei við nokk- urn mann. Alltaf tók hún fagnandi á móti okkur systkinunum. Við eydd- um miklum tíma hjá ömmu og afa í Keflavík öll okkar æskuár, alltaf var hægt að dunda sér eitthvað og okkur leiddist aldrei. Hvort sem það var með afa á smíðaverkstæðinu að smíða, mála eða ydda blýanta með flotta tækinu eða með ömmu í eld- húsinu að baka kleinur eða læra að hekla, prjóna og sauma. Þolinmæðin var endalaus, líka þótt maður endaði á að sauma skálmarnar saman að framan. Enda var það alltaf tilhlökk- unarefni að fara til ömmu og afa í Kefló. Minningarnar eru endalausar og húsið og garðurinn var okkur sem einn stór ævintýraheimur. Allt sem hún tók sér fyrir hendur var snilld- arlega gert, hvort sem það var handavinna af einhverju tagi, bakst- ur, matseld, garðyrkja og eiginlega allt. Síðustu verkin hennar hér voru meðal margs annars að prjóna ull- arflíkur á munaðarlaus börn í stríðs- hrjáðum löndum. Hún fyllti heilu kassana af lystilega prjónuðum flík- um, óyggjandi vottur þess hve hjálp- söm, óeigingjörn og góð kona amma okkar var. Elsku amma, við söknum þín svo mikið. Eva Björk, Þóra Rún, Ingi Már og Kristrún. Kristrún Jóhanna Pétursdóttir Margs er að minn- ast þegar við kveðjum Arnfríði Aðalgeirsdóttur frá Álfta- gerði í Mývatnssveit, hana Öddu okkar í sveitinni eins og hún var æv- inlega kölluð. Ég var ellefu ára gam- all þegar ég fór í fyrsta sinn til sum- ✝ Arnfríður Að-algeirsdóttir fæddist á Bjarna- stöðum í Mývatns- sveit 21. febrúar 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 14. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skútu- staðakirkju 24. október. ardvalar í Álftagerði, þriðji í röð bræðra sem allir tengdust Öddu, Jóhanni Aðal- geir syni hennar og foreldrum hennar þeim Aðalgeir Krist- jánssyni og Rebekku Jónsdóttur ævarandi tryggðaböndum. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór einn að heiman til lengri dvalar og þótt ég þekkti til heimafólks í Álfta- gerði gegnum bræður mína var þetta stórt skref út í lífið í augum og huga lítils drengs. Alúð og hlýja fólksins í Álftagerði sá hins vegar fljótt til þess að gera þau þrjú sumur sem ég dvaldi í Álftagerði að einhverjum eftirminnilegustu sumr- um ævi minnar. Þar fór saman stór- brotin náttúra Mývatnssveitar, vatn- ið og veiðin en ekki síst samvistir við heimilisfólk í Álftagerði. Og þar lék Adda tvímælalaust stærsta hlut- verkið, hún var mér sem besta fóst- urmóðir og fyrir það verð ég henni ævinlega þakklátur. Adda er í mínum huga hin sanna ímynd hinnar íslensku sveitakonu síðustu aldar, konu sem aldrei féll verk úr hendi, konu sem æðrulaus tókst á við hvert það verkefni sem líf- ið færði henni, konu sem aldrei kvartaði yfir hlutskipti sínu, heldur gekk glöð og yfirveguð til verka á hverjum degi. Og líkt og margar for- mæður Öddu var hún miklu meira en húsmóðir á sínu heimili, því auk þess að sinna hefðbundnum húsmóður- störfum innandyra með móður sinni veigraði hún sér ekki við að takast á við útiverk sem að öllu jöfnu köll- uðust karlmannsverk, og leysti þau jafnvel og hver karlmaður af hendi. Og gott ef ekki betur. Adda var glaðlynd kona að eðlis- fari, félagslynd og vinmörg í sinni sveit, ávallt tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd ef hún átti þess kost. Gestrisni var henni og hennar fólki í blóð borin og þau eru ófá skiptin sem ég og fjölskylda mín höfum notið hennar ríkulega gegnum árin. Adda unni sveitinni sinni mjög og kunni ávallt best við sig heima í Álftagerði; sá ekki beint tilganginn í því að vera á þessu eilífu flandri út og suður, sem gjarnan einkennir líf nútíma- fólks. En nú er komið að ferðalokum hjá Öddu og um leið og ég og fjölskylda mín þökkum henni fyrir samfylgdina og allt sem hún gerði fyrir okkur sendum við Jóhanni syni hennar, Soffíu Sverrisdóttur konu hans og Sverri augasteini þeirra og ömmu sinnar einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Arnfríðar Að- algeirsdóttur. Sigurður Þór Salvarsson, Guðrún Alda Harðardóttir og börn. Arnfríður Aðalgeirsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS B. JAKOBSSONAR fyrrv. forstjóra, Skólavörðustíg 23. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A7, Landspítalanum í Fossvogi. Guðrún Halldórsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Magnús Haraldsson, Jakob Halldórsson, Súsanna Kjartansdóttir, Steinn Halldórsson, Guðlaug Hafsteinsdóttir, Ólöf Halldórsdóttir, Jón Hjaltason og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR J. AÐALSTEINSSON, áður til heimilis að Hafnarstræti 18b, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 14. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Sigríður Alda Ásmundsdóttir, Guðmundur Bjarni Friðfinnsson, Nanna Ásmundsdóttir, Bjarni Sævar Róbertsson, Jón Ásmundsson, Sigrún Gunnarsdóttir Gylfi Ásmundsson, Guðný Sigurhansdóttir, Þröstur Ásmundsson, Aðalheiður Steingrímsdóttir, Ásdís Björk Ásmundsdóttir, Oddur Ævar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir, mágur og frændi, EMIL SIGURÐSSON fyrrverandi verslunarstjóri, Blönduhlíð 21, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Valdís Sigurðardóttir, Jón Vídalín Jónsson, Adda Björk Jónsdóttir og fjölskylda, Sigurður Rúnar Jónsson og fjölskylda, Erla Bára Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, PÁLÍNA RAGNHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR frá Efra Núpi, fyrrum húsfreyja á Hrafnagili, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt fimmtudagsins 20. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bergur Hjaltason, Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir, Benedikt Hjaltason, Ragnhildur Hjaltadóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGVI BIRKIS JÓNSSON matreiðslumaður, Hnotubergi 23, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Melkorka Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Ingvadóttir, Oddur Sigfússon, María Emilía Ingvadóttir, Kristján Pétur Sigmundsson, Kjartan Orri Ingvason, Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Elva Hrund Ingvadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.