Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 57
Forsetaraunir og
fjölskyldudrama
KVIKMYND
Leikstjóri: Oliver Stone . Aðalleikarar:
Josh Brolin, Elizabeth Banks, James
Cromwell, Richard Dreyfuss, Scott
Glenn. 125 mín. Bandaríkin. 2008.
UMRÆÐAN um George W. Bush
(Brolin), hefur almennt verið á þann
veg að honum sé alls varnað. Allt frá
því hann settist í forsetastólinn hafa
menn verið í vafa um hæfni hans til
að stjórna Bandaríkjunum, því gam-
algróna stórveldi, löngum voldugast
og áhrifaríkast. Hluti af vantrúnni á
forsetann liggur í augum uppi; hann
er þannig á svipinn að fólk á bágt
með að trúa honum. Það er nefnilega
engu líkara en að Bush stórefist
sjálfur um sannleiksgildi orða sinna
og ágæti, í nánast hvert skipti sem
hann birtist í fjölmiðlum. Sem er
vort daglegt brauð.
Myndin hans Stones ver miklum
tíma í að útskýra þetta öryggisleysi
og löskuðu sjálfsímynd. Hún fjallar
hins vegar lítið sem ekkert um um-
talsverða sigra forsetans, sem var
föðurbetrungur þegar kom að end-
urkjöri. Fókusinn er á samskipti
Bush-feðganna og gamli Bush
(Cromwell), fær verri falleinkunn í
uppeldisfræðum en sögur segja að
sonurinn náði í Harvard. Samkvæmt
W., hafði Bush eldri jafnan takmark-
að álit á W (eins og sá yngri er kall-
aður), öll hrifning, draumar og vonir
un vöxt og viðgang Bush-fjölskyld-
unnar, voru bundnar við yngri son-
inn, Jeb (Jason Ritter). Bush eldri
lætur ekkert tækifæri ónotað til að
lítillækka W, sem er lýst sem brokk-
gengum ungum manni og eitt eft-
irminnilegasta atriði myndarinnar
gerist þegar W kemur drukkinn
heim á táningsárunum.
„Heldurðu að þú sért einhver
Kennedy“, les karlinn byrstur yfir
júníornum, „þú ert Bush. Við
vinnum fyrir okkur.“ Það er greini-
lega enginn barnaleikur að vera
fæddur inn í slíkt slekti en W læðu-
pokast einhvern veginn til æðstu
embætta, að því er virðist við litla
hrifningu karls föður síns.
W segir manni fátt nýtt, sjálfsagt
verður forsetatíðar W, minnst fyrir
Íraksstríðið öðru fremur en Stone
lýsir á sposkan hátt valdabröltinu,
baktjaldamakkinu, lygunum og
blekkingunum sem hleypti þeim
mistökum af stokkunum. Stríðs-
bröltið í Írak minnir óneitanlega á
útrásarvíkingana og óreiðuna hér
heima eftir bankahrunið, á margt
skylt við óráðsíuna í stjórn og ráð-
gjafahópi forsetans. Einn af öðrum
firra þeir sig ábyrgð á stríðsharm-
leiknum, líkt og bankaforkólfarnir
og pólitíkusarnir hér heima.
Þó að hún risti ekki djúpt er W
vönduð og góð skemmtun, einkum
þeim sem áhuga hafa á stjórnmálum.
Handritið er skrifað af þekkingu á
viðfangsefninu og með ófáum, mein-
fyndnum línum að hætti Stone. W
kemur samt á óvart, maður átti von
á grimmari ádeilu frá leikstjóranum,
sem fer allt að því varfærnum hönd-
um um forsetann sem náði á ótrúleg-
an hátt, miðað við efni og aðstæður.
Vanmetinn í föðurhúsum, hafður oft-
ar en ekki að aðhlátursfífli í fjöl-
miðlum, treysti á lygna eiginhags-
munaseggi og stríðshauka sem hann
valdi sér til fulltingis. Gerði mistök á
mistök ofan, og hafði hvergi skjól
nema hjá Lauru sinni (Banks).
Stone sér líka góðan dreng með
vont uppeldi á bakinu sem lagði sig
allan fram við að geðjast föður sínum
án árangurs. Fyrir bragðið er W
hálf-tragísk og brjóstumkennanleg
persóna í myndinni, að sumu leyti
ráðgáta, að sumu leyti auli, að sumu
leyti besti piltur, þessi al-ameríska,
trúaða og hreinskilna manngerð sem
Evrópumenn hafa gjarnan í flimt-
ingum.
Brolin er í Óskarsham, oft og tíð-
um hefur maður á tilfinningunni að
W sé sjálfur mættur á tjaldið, Brolin
nær meira að segja röddinni á
undraverðan hátt. Hann er þarna
ljóslifandi í ólíkindalegri sögu af
ótrúlegum uppgangi og síðar falli
þess einstaka manns, George W.
Bush.
Útlits- og tæknilega er W nánast
óaðfinnanleg og aukaleikararnir eru
margir, frægir og góðir. Enginn
betri en Banks, sem skapar einkar
viðfelldna og eðlilega persónu í
bramboltinu miðju.
W.
bbbmn
Sambíóin
Sæbjörn Valdimarsson
Alveg eins „Brolin er í Óskarsham, oft og tíðum hefur maður á tilfinning-
unni að W sé sjálfur mættur á tjaldið,“ segir meðal annars í dómi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008
,magnar upp daginnMiðasala fer fram í Hallgrímskirkju. Sími: 510 1000. listvinafelag.is
JÓLATÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKIRKJU
STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON
30. NÓVEMBER 1. sunnudagur í aðventu kl. 20
3. DESEMBER miðvikudagur kl. 20
7. DESEMBER sunnudagur kl. 17
Gestir: Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson
Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson
Aðgangseyrir: 2500
HÁTÍÐAHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT
31. DESEMBER Gamlársdagur kl. 17
Flytjendur: Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar
Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari
Aðgangseyrir: 2000
Olivier Messiaen
FÆÐING FRELSARANS “LA NATIVITÉ DU SEIGNEUR”
10. DESEMBER miðvikudagur kl. 20
100 ára afmælis tónskáldsins minnst (f. 10.12.1908 )
NÍU HUGLEIÐINGAR FYRIR ORGEL EFTIR O. MESSIAEN
Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson
Lesari: Trausti Þór Sverrisson
Bein útsending í samvinnu við RÚV Rás 1
Ókeypis aðgangur
MESSÍAS EFTIR GEORG FRIEDRICH HÄNDEL
Hátíðartónleikar á 250 ára ártíð G.F. Händel
1. JANÚAR 2009 NÝÁRSDAGUR kl.17
3. JANÚAR 2009 laugardagur kl. 17
Fyrsti flutningur með barokkhljómsveit á Íslandi
Flytjendur:
Schola cantorum
Alþjóðlega Barokksveitin í Den Haag
Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran Andrew Radley kontratenór
Gissur Páll Gissurarson tenór Alex Ashworth bassi
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
Aðgangseyrir: 4900
UT
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ