Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 57
Forsetaraunir og fjölskyldudrama KVIKMYND Leikstjóri: Oliver Stone . Aðalleikarar: Josh Brolin, Elizabeth Banks, James Cromwell, Richard Dreyfuss, Scott Glenn. 125 mín. Bandaríkin. 2008. UMRÆÐAN um George W. Bush (Brolin), hefur almennt verið á þann veg að honum sé alls varnað. Allt frá því hann settist í forsetastólinn hafa menn verið í vafa um hæfni hans til að stjórna Bandaríkjunum, því gam- algróna stórveldi, löngum voldugast og áhrifaríkast. Hluti af vantrúnni á forsetann liggur í augum uppi; hann er þannig á svipinn að fólk á bágt með að trúa honum. Það er nefnilega engu líkara en að Bush stórefist sjálfur um sannleiksgildi orða sinna og ágæti, í nánast hvert skipti sem hann birtist í fjölmiðlum. Sem er vort daglegt brauð. Myndin hans Stones ver miklum tíma í að útskýra þetta öryggisleysi og löskuðu sjálfsímynd. Hún fjallar hins vegar lítið sem ekkert um um- talsverða sigra forsetans, sem var föðurbetrungur þegar kom að end- urkjöri. Fókusinn er á samskipti Bush-feðganna og gamli Bush (Cromwell), fær verri falleinkunn í uppeldisfræðum en sögur segja að sonurinn náði í Harvard. Samkvæmt W., hafði Bush eldri jafnan takmark- að álit á W (eins og sá yngri er kall- aður), öll hrifning, draumar og vonir un vöxt og viðgang Bush-fjölskyld- unnar, voru bundnar við yngri son- inn, Jeb (Jason Ritter). Bush eldri lætur ekkert tækifæri ónotað til að lítillækka W, sem er lýst sem brokk- gengum ungum manni og eitt eft- irminnilegasta atriði myndarinnar gerist þegar W kemur drukkinn heim á táningsárunum. „Heldurðu að þú sért einhver Kennedy“, les karlinn byrstur yfir júníornum, „þú ert Bush. Við vinnum fyrir okkur.“ Það er greini- lega enginn barnaleikur að vera fæddur inn í slíkt slekti en W læðu- pokast einhvern veginn til æðstu embætta, að því er virðist við litla hrifningu karls föður síns. W segir manni fátt nýtt, sjálfsagt verður forsetatíðar W, minnst fyrir Íraksstríðið öðru fremur en Stone lýsir á sposkan hátt valdabröltinu, baktjaldamakkinu, lygunum og blekkingunum sem hleypti þeim mistökum af stokkunum. Stríðs- bröltið í Írak minnir óneitanlega á útrásarvíkingana og óreiðuna hér heima eftir bankahrunið, á margt skylt við óráðsíuna í stjórn og ráð- gjafahópi forsetans. Einn af öðrum firra þeir sig ábyrgð á stríðsharm- leiknum, líkt og bankaforkólfarnir og pólitíkusarnir hér heima. Þó að hún risti ekki djúpt er W vönduð og góð skemmtun, einkum þeim sem áhuga hafa á stjórnmálum. Handritið er skrifað af þekkingu á viðfangsefninu og með ófáum, mein- fyndnum línum að hætti Stone. W kemur samt á óvart, maður átti von á grimmari ádeilu frá leikstjóranum, sem fer allt að því varfærnum hönd- um um forsetann sem náði á ótrúleg- an hátt, miðað við efni og aðstæður. Vanmetinn í föðurhúsum, hafður oft- ar en ekki að aðhlátursfífli í fjöl- miðlum, treysti á lygna eiginhags- munaseggi og stríðshauka sem hann valdi sér til fulltingis. Gerði mistök á mistök ofan, og hafði hvergi skjól nema hjá Lauru sinni (Banks). Stone sér líka góðan dreng með vont uppeldi á bakinu sem lagði sig allan fram við að geðjast föður sínum án árangurs. Fyrir bragðið er W hálf-tragísk og brjóstumkennanleg persóna í myndinni, að sumu leyti ráðgáta, að sumu leyti auli, að sumu leyti besti piltur, þessi al-ameríska, trúaða og hreinskilna manngerð sem Evrópumenn hafa gjarnan í flimt- ingum. Brolin er í Óskarsham, oft og tíð- um hefur maður á tilfinningunni að W sé sjálfur mættur á tjaldið, Brolin nær meira að segja röddinni á undraverðan hátt. Hann er þarna ljóslifandi í ólíkindalegri sögu af ótrúlegum uppgangi og síðar falli þess einstaka manns, George W. Bush. Útlits- og tæknilega er W nánast óaðfinnanleg og aukaleikararnir eru margir, frægir og góðir. Enginn betri en Banks, sem skapar einkar viðfelldna og eðlilega persónu í bramboltinu miðju. W. bbbmn Sambíóin Sæbjörn Valdimarsson Alveg eins „Brolin er í Óskarsham, oft og tíðum hefur maður á tilfinning- unni að W sé sjálfur mættur á tjaldið,“ segir meðal annars í dómi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 ,magnar upp daginnMiðasala fer fram í Hallgrímskirkju. Sími: 510 1000. listvinafelag.is JÓLATÓNLEIKAR MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKIRKJU STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON 30. NÓVEMBER 1. sunnudagur í aðventu kl. 20 3. DESEMBER miðvikudagur kl. 20 7. DESEMBER sunnudagur kl. 17 Gestir: Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson Aðgangseyrir: 2500 HÁTÍÐAHLJÓMAR VIÐ ÁRAMÓT 31. DESEMBER Gamlársdagur kl. 17 Flytjendur: Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikarar Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari Aðgangseyrir: 2000 Olivier Messiaen FÆÐING FRELSARANS “LA NATIVITÉ DU SEIGNEUR” 10. DESEMBER miðvikudagur kl. 20 100 ára afmælis tónskáldsins minnst (f. 10.12.1908 ) NÍU HUGLEIÐINGAR FYRIR ORGEL EFTIR O. MESSIAEN Orgelleikari: Björn Steinar Sólbergsson Lesari: Trausti Þór Sverrisson Bein útsending í samvinnu við RÚV Rás 1 Ókeypis aðgangur MESSÍAS EFTIR GEORG FRIEDRICH HÄNDEL Hátíðartónleikar á 250 ára ártíð G.F. Händel 1. JANÚAR 2009 NÝÁRSDAGUR kl.17 3. JANÚAR 2009 laugardagur kl. 17 Fyrsti flutningur með barokkhljómsveit á Íslandi Flytjendur: Schola cantorum Alþjóðlega Barokksveitin í Den Haag Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran Andrew Radley kontratenór Gissur Páll Gissurarson tenór Alex Ashworth bassi Stjórnandi: Hörður Áskelsson Aðgangseyrir: 4900 UT MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.