Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Eiginfjárhlutfall Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur lækk- að um 56 prósent á þessu ári. Farið úr 46,5 prósentum í lok síðasta árs í 20,8 prósent sé mið tekið af stöðu fyrir- tækisins 30. september á þessu ári. Síðan hefur gengi ís- lensku krónunnar veikst gagnvart erlendum gjaldmiðlum um að meðaltali 20 prósent sem hefur áhrif á eiginfjár- stöðu til hins verra þar sem skuldir OR eru allar í erlendri mynt. Skuldir OR hækkuðu um 81 milljarð króna frá síðustu áramótum fram til 30. september vegna veikingar krón- unnar. Skuldirnar hafa hækkað um 36,6 milljarða frá 30. september til dagsins í dag miðað við gengisvísitöluna eins og hún var við lokun markaða í gær. Heildarskuldaaukn- ing OR á árinu nemur því rúmlega 117 milljörðum króna, sem er meira en hundrað prósenta hækkun miðað við skuldastöðuna eins og hún var um síðustu áramót. Rekstur OR var með tæplega 40 milljarða króna tapi fram til 30. september frá áramótum samkvæmt árshluta- uppgjöri sem stjórn OR samþykkti á fundi í gær. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu eru áætl- anir um framkvæmdir OR á næsta ári í uppnámi þar sem aðgengi að lánsfé er ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir erfitt ár- ferði í rekstri, það er rúmlega tvöföldun skulda og erfitt aðgengi að lánsfé, telur stjórn félagsins rekstur OR traust- an og lausafjárstöðu fyrirtækisins sterka. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir rekstrarumhverfi á Íslandi vera „fjandsamlegt“. Eiginfjárstaða flestra fyr- irtækja landsins geti versnað mikið veikist krónan meira frá því sem nú er. „Rekstur OR er traustur og fyrirtækið nýtur góðs af rekstrareiningum sem skila stöðugum tekjum. En skuldir fyrirtækisins hafa hækkað gríðarlega samhliða mikilli veikingu krónunnar á árinu. Ég er hrædd- ur um að eigið fé fyrirtækisins verði fljótt að étast upp veikist krónan meira. Staða OR, sem býr við þann munað að vera með stöðugan og traustan rekstur, gefur vísbend- ingu um þá gríðarlega erfiðu stöðu sem íslenskt efnhagslíf er í nú um stundir.“ Skuldirnar tvöfaldast  Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur hækkuðu um 81 milljarð fram til 30. september  Síðan hefur krónan veikst um 20 prósent  Fjandsamleg staða segir forstjórinn Í HNOTSKURN » Áætlanir um fram-kvæmdir OR eru í upp- námi þar sem aðgengi að láns- fjármagni er ekki fyrir hendi. » Hagnaður OR fyrir af-skriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, var rúmlega átta milljarðar samanborið við rúmlega sjö á sama tíma í fyrra. » Eigið fé OR í lok árs ífyrra var 88,9 milljarðar en er nú um 48 milljarðar króna. ÞAÐ getur verið notalegt að fá að fljóta með strætó í skammdeginu þegar umferðin einkenn- ist af stressi og slabbi. Inni í strætó gefst nægur tími til að láta hugann reika, hlusta á tónlist og gleyma jafnvel umhverfinu um stund eða glugga í bók á meðan bílstjórinn ber mann á áfangastað. Strætófarþegum hefur enda fjölgað umtalsvert í Reykjavík frá síðasta ári og ekki ólíklegt að með breyttum tímum muni fleiri læra að njóta strætó. Strætóstund í skammdeginu Morgunblaðið/Golli SAMÞYKKT hefur verið í dómsmálaráðu- neytinu beiðni um að verð á get- raunaröð í 1 x 2 verði hækkuð úr 12 krónum í 17. Stefán Konráðs- son, fram- kvæmdastjóri Ís- lenskra getrauna, segir því miður ekki aðra kosti í stöð- unni eins og er. Verðlagning fylgir verðskrá Svenska Spel og hefur gengið orðið æ óhagstæðara. „Við höfum selt röðina á 10 krónur í 20 ár því sænska krónan var alltaf rétt undir 10 krónum. Við fengum svo leyfi 17. ágúst síðastliðinn til að hækka í 12 krónur en nánast í sömu viku féll gengið það mikið að sænska krónan varð 15, svo 16 og er núna orðin 17 krónur.“ Vegna þessa hafi nánast ekkert verið eftir til skiptanna til íþrótta- félaga í landinu, sem fá arðinn af sölu Íslenskra getrauna. Það er þó aðeins 1 x 2 sem hækkar, ekki Lengjan. 1 x 2-röðin hækkar í 17 krónur Boltinn Eflaust tippa þessir alltaf. Ekki annað í stöðunni eftir fall krónunnar ÖLLU starfsfólki skurðstofunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur verið sagt upp og stof- unni lokað til að ná fram sparnaði. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Heilbrigðisráðuneytið hefur sent heilbrigðisstofnunum um land allt beiðni um tillögur að 10% sparn- aði í rekstri. Þannig þarf HSS að ná fram 200 milljóna króna sparnaði. Yfirmenn HSS telja fjárframlög ráðuneytisins ekki hafa haldið í við fólksfjölgun svæðisins. Því hafi þeg- ar hallað á rekstur stofnunarinnar. Í frétt frá HSS kemur fram að í september sl. hafi heilbrigðisráðu- neytið hafið úttekt á rekstri HSS. Helstu atriði úr niðurstöðum úttekt- arinnar hafi fyrir nokkru verið kynnt forstjóra HSS og lagt til að hefja úrbætur. Tillögurnar feli m.a. í sér breytingar á rekstrargrunni fyr- ir stofnunina vegna fólksfjölgunar á svæðinu en einnig það að færa rekst- ur skurðdeildar út úr HSS til ann- arra aðila sem sinntu þjónustunni. Skurðstofu lokað á HSS ... eru betri en aðrar 10. - 17. desember 26. nóv. - 10. des. frá49.900 kr. frá57.900 kr. Sólarveisla á Kanarí FORMENN stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem vantrausti er lýst á ríkis- stjórnina. Jafnframt er lýst þeim vilja stjórnarandstöð- unnar að þing verði rofið fyrir 31. desember og í kjölfarið efnt til almennra þingkosninga. Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokks- ins, segir að í ljósi sögunnar sé ekki líklegt að svona til- lögur séu samþykktar. „Nú er bara spurning hvort hug- ur fylgir máli hjá þeim sem talað hafa fyrir því að það þurfi að kjósa og þá er ég nú ekki síst að tala um ráð- herra Samfylkingarinnar. Það virðist ekki vera mikil meining á bak við það sem sagt er, að minnsta kosti sjáum við ekki að það eigi að standa upp úr ráðherrastól- unum og reyna að bæta ástandið, en við viljum gefa þeim tækifæri til þess,“ segir Valgerður. „Á sama tíma og þjóðin býr við erfiðar aðstæður og það eru miklir erfiðleikar sem þarf að leysa úr þá nota meðlimir ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna helst orku sína í að deila innbyrðis og meðal annars þess vegna treystum við þeim ekki til þess að fara með þetta vald áfram.“ Samþykki meira en helmingur þingmanna tillög- una þarf að boða til kosninga innan fárra mánaða, en litl- ar líkur eru á því að tillagan verði samþykkt enda eru stjórnarþingmenn 43 en í stjórnarandstöðu aðeins 20. Andstaðan lýsir yfir vantrausti á stjórnina Stjórnarandstaðan krefst þingrofs fyrir áramót og kosninga Steingrímur J. Sigfússon Valgerður Sverrisdóttir Guðjón Arnar Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.