Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 Elsku afi. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður sest nið- ur og minnist liðinna tíma sem við áttum saman. Gistinæturnar voru margar í Safamýrinni og í sumarbústaðnum. Þar lærði maður ýmislegt nytsam- legt og átti góðar stundir með þér og ömmu. Af þér lærði ég að vera ákveðinn og standa á mínu en gæta þess að vera sanngjarn og vinnu- samur. Ég man líka vel eftir Lang- holtsveginum og Grensásveginum þar sem ég fékk tækifæri til að vinna hjá þér. Í búðinni hóf ég ung- ur að árum minn starfsferil og fyrir það er ég ævinlega þakklátur og stoltur. Fyrstu íbúðina keyptum við af þér og ömmu og bjuggum í kjallaranum í Safamýrinni í 4 ár, fyrst tvö en síðan bættist Lárus Óli við sem naut þess að geta trítlað upp til ykkar og feng- ið knús og gott í gogginn þegar hon- um hentaði. Tíminn okkar í Safa- mýrinni var ánægjulegur og mun ylja okkur í framtíðinni. Á þessum árum gistum við einnig að Skála og þaðan var gaman að fara og heim- sækja ykkur ömmu í bústaðinn þar sem ykkur leið svo vel. Eftir að við fluttum úr Safamýrinni hittumst við ekki eins oft en vorum alltaf í góðu sambandi og maður fann að þið amma fylgdust alltaf með okkur öll- Kristinn Auðunsson ✝ Kristinn Auð-unsson fæddist á Ysta-Skála, Vestur- Eyjafjöllum, 16. september 1923. Hann lést á Land- spítalanum 10. nóv- ember sl. Kristinn var jarð- settur frá Grens- áskirkju 18. nóv- ember sl. um af miklum áhuga. Kæri afi, við mun- um alltaf halda minn- ingunni um þig á lofti, takk fyrir allt Ömmu sendum við okkar dýpstu samúð- arkveðjur og biðjum Guð að styðja hana í sorginni. Kominn er kveðju- stundin, klökknar og bljúg er lundin. Friður þér falli í skaut, farvel á friðarbraut. Englar ljóssins þig leiði, lýsi og veginn þinn greiði þá héðan þú hverfur á braut. (G.H.) Ástarkveðja, Pétur Óli og fjölskylda. Elsku afi Kristinn. Þú komst mér alltaf fyrir sjónir sem sterkur, duglegur og ákaflega góður maður. Ég gleymi því aldrei hversu stutt var í grínið hjá þér, en í hverri einustu heimsókn til ykkar ömmu gat maður stólað á það að fá a.m.k. einn brandara og bros frá þér, afi minn. Brosinu þínu mun ég aldrei gleyma né heldur heimsóknum til ykkar í bústaðinn, en þangað var og verður ávallt gott að koma. Þér fannst einmitt fátt annað skemmti- legra en að fara heim í sveitina þar sem þið amma höfðuð komið ykkur vel fyrir. Bústaðinn mun fjölskyldan að sjálfsögðu halda áfram að heim- sækja og halda minningu þinni á lofti. Þín er sárt saknað, kæri afi. Elsku ömmu sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guð styrki þig á þessum erfiðu tímum. Jóhann Ingi Jónsson. Afi minn. Þá er komið að kveðju- stund, stund sem ég vonaði að kæmi aldrei, innst inni trúði ég pínulítið að hún kæmi aldrei. Hvernig mætti það annars vera að hraustasti maður í veröldinni myndi deyja. Það er nú þannig að á endanum ber raunveru- leikinn barnatrúna ofurliði. Það sem alltaf mun lifa eru minningarnar um þig. Ég man eitt sinn að við Halla komum í heimsókn í Fjallasel en þegar við vorum að klára kaffið og kökurnar lést þú þig hverfa, birtist svo úti á túni á fleygiferð á traktorn- um. Ég mun aldrei gleyma gleðinni sem skein úr andliti þínu, þarna varstu á heimavelli. Ömmu til mik- illar mæðu hafðir þú náttúrlega ekki haft fyrir því að setja á þig húfu eða trefil. Þarna var þér vel lýst, úti að vinna en náðir samt að stríða ömmu örlítið. Þú komst mér alltaf fyrir sjónir sem hið eina sanna hörkutól, en samtímis fyndinn og stríðinn. En einn af þínum bestu kostum var hversu ljúfur þú varst. Ætli þessi blanda hafi ekki gert þig svona ein- stakan sem þú varst. Mér þótti óskaplega vænt um það hvað hún Kristín Vala hændist að þér, hún sá þótt ung væri hvern mann langafi hennar hefði að geyma. Hún veit að þú ert með engl- unum núna, á góðum stað. Hún sagði að þú hefðir farið þangað af því að þú værir með svo stórt hjarta. Ég fellst alveg á þá skýringu og trúi því að nú sértu á góðum stað, eflaust meðal einhverra gamalla félaga og skyld- menna. Einhvern daginn munum við hittast á ný á þessum stað en þangað til, leggðu inn gott orð fyrir mig. Amma Jóna, guð styðji þig á þess- um miklu breytingartímum. Það er ekki einfalt fyrir mig að ímynda mér hvernig það er að kveðja lífsföru- naut sinn eftir allan þennan tíma. Það er svo mikið af afa í okkur öllum að þegar við komum saman mun minning hans lifna sem aldrei fyrr. Kveðja, Jón Þór og fjölskylda. Í ársbyrjun 1961 hófum við 22 ungar stúlkur nám í Hjúkr- unarskóla Íslands. Þetta var upphaf nýrra tíma hjá okkur öllum, upphaf þroska og vin- áttu sem endist allt lífið. Hjúkrun- arskólinn við Eiríksgötu var heimili okkar og skóli í 3 ár. Við lifðum þar við heimavistaraga, sem nú í dag er orðin gömul saga, sem fáir trúa að tvítugar stúlkur hafa lifað við. En þessar aðstæður mynduðu þau sterku tengsl sem við búum enn að. Við hittumst alltaf reglulega. Og þó að stundum verði „vík á milli vina“ fylgjumst við vel hver með annarri. Gunnhildur er sú fyrsta sem við missum úr þessu lífi og er það ekki óvænt, því hún hefur þurft að berj- ast við langvarandi sjúkdóm í mörg ár. Hún var rúmlega fimmtug þeg- ar alzheimers-sjúkdómurinn fór að grafa undan starfsþreki hennar. Lamaði smám saman líkama henn- ar og sál. Hún sagði sjálf, eftir að hún fékk sjúkdómsgreininguna. „Ég á eftir að lifa lengi við þetta, því ég hef svo sterkt hjarta.“ Hjarta! Já, hjarta sitt notaði hún alla tíð vel, hvort sem hún var að hjúkra veiku fólki eða gefa vinum sínum hlutdeild í lífi sínu. Hún lagði öllum aðeins gott til, það var henn- ar aðalsmerki. Hún hugsaði mikið ✝ Gunnhildur Jó-hannesdóttir Wæhle fæddist á Akureyri 10. júlí 1941. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 12. nóvember síðastliðinn. Útför Gunnhildar var gerð frá Ak- ureyrarkirkju 21. nóv. sl. um trú og leitaði svara við lífsgátunni. Hún velti fyrir sér til- gangi lífsins, hvert hennar eða okkar hlutverk væri. Hún hafði líka ákveðnar væntingar til lífsins. Minnisstæð er um- ræða hennar og þrá að eignast börn. Það var alvöruþrá, sem margar okkar voru ekki mikið farnar að hugsa um á þeim tíma. Henni varð að ósk sinni, því hún eignaðist fimm mannvænleg börn, sem hún elskaði og elskuðu hana. Við áttum margar ógleymanleg- ar stundir saman, t.d. þegar við vorum í starfsnámi á Akureyri. Við vorum svo heppnar „hollsysturnar“ (bekkjarsystur) að við vorum þar níu saman í nokkra mánuði, ásamt fleiri skólasystrum. Í hjúkrunarne- mabústaðnum þar áttum við skemmtilegar stundir sem oftar, mikið spilað og sungið. T.d. var stofnaður kór, sem söng við jóla- messu á Sjúkrahúsinu það árið. Gunnhildi fannst söngur og mús- ík gefa lífinu gildi. Hún hafði fal- lega rödd og naut þess að syngja. Þá sáum við glöggt þessa útgeislun sem hún hafði, þessi yndislega og hógværa kona. Við kveðjum þig með trega, elsku vina. Við sjáum þig heilbrigða á guðsvegum. Við vottum aldraði móður þinni, börnum og öðrum aðstandendum virðingu okkar og samúð. F.h. hollsystra 12. mars 1964, Brynja Einarsdóttir. Okkur langar til að minnast með nokkrum orðum Gunnhildar Wæhle, vinkonu okkar og vinnu- félaga til margra ára á lyflækninga- deild FSA. Gunnhildur var hjúkr- unarfræðingur af lífi og sál. Hún var nærgætin, samviskusöm og fær í sínu starfi, róleg og yfirveguð og alltaf hægt að reiða sig á hana. Faglegur metnaður var henni mik- ils virði og hún reyndi af fremsta megni að afla sér þeirrar viðbót- armenntunar sem í boði var, þó að erfitt væri að finna lausar stundir frá barnmörgu heimili. Einnig hafði hún áhuga á félagsmálum, en mikil vinna utan og innan heimils kom í veg fyrir að hún gæti sinnt þeim eins og hugur stóð til. Gunnhildur kunni að gleðjast í góðra vina hópi. Hún var einstök móðir og naut þar ríkulegrar uppskeru. Það hefur verið sárt að horfa upp á Gunnhildi verða erfiðum og ólæknandi sjúk- dómi að bráð. Það var hreint ótrú- legt hvað hún sýndi mikið æðru- leysi, kjark og yfirvegun í þessari baráttu. Meðan kraftar leyfðu tók hún virkan þátt í lífinu, fór í sund, gönguferðir og á mannamót. Okkur finnst við hæfi að kveðja hana með þessu ljóði Heiðreks Guðmundssonar: Klukkum er hringt í kirkjuturni. Horfinn er sjónum heiðursmaður. Leiðir okkar lágu saman. Þekkti ég hann – og þó ekki. Var ég hans gestur og gistivinur. Veitti hann mér vel sem öðrum. Lét allar dyr opnar standa, nema að hugar- heimi sínum. Við vottum fjölskyldu Gunnhild- ar okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd fyrrverandi sam- starfskvenna á lyflækningadeild FSA, Áslaug Kristinsdóttir, Steinþóra Vilhelmsdóttir. Gunnhildur Jóhannesdóttir Wæhle Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Við hönnum legsteininn að þínum óskum. Komdu við eða kíktu á heima- síðuna og skoðaðu úrvalið. 15% lækkun á innfluttum legsteinum. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar dóttur minnar og systur, BJARGAR FRÍÐU JÓHANNESDÓTTUR, Ljósheimum 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk og gestir í athvarf- inu Dvöl í Kópavogi. Þóra Aðalheiður Jónsdóttir, Birgir Jóhannesson. ✝ Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR GUÐNADÓTTUR, Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði. Einnig færum við starfsfólki Landspítalans á 11 G og 11 B þakkir fyrir veitta alúð í veikindum hennar. Elín Gísladóttir, Gunnar Linnet, Guðni Gíslason, Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Halldór Jónas Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, MARTA B. MARKÚSDÓTTIR frá Sæbóli í Aðalvík, er látin. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ föstudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar láti Rauða Kross Íslands njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín, Gréta og Trausti Aðalsteinsbörn. ✝ Elsku litli drengurinn okkar, ÓMAR INGI OLSEN ÓMARSSON, Sunnuvegi 10, Hafnarfirði, sem andaðist á heimili sínu laugardaginn 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnar- fjarðarkirkju mánudaginn 24. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á vökudeild Landspítalans við Hringbraut. Hanna Lovísa Olsen, Ómar Þór Júliusson, Jóhan Alexander, Sigurður Þór, Ingibjörg Olsen, Absalon Olsen, Sigurlaug Kristjansdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.