Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2009, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 08.05.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR 8. maí 2009 — 109. tölublað — 9. árgangur Forréttur Chorizopylsur (reykt ar) og grillaðar meðare (b Steikt niðurskorið grænmeti Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ALÞJÓÐLEGI FARFUGLADAGURINN verður haldinn hátíðlegur á Álftanesi laugardaginn 9. maí. Boðið verður upp á gönguferðir og fuglaskoðun, leiðbeiningar um fuglaljósmyndun og ýmsar upplýsingar um fugla, ferðir þeirra og farleiðir og um náttúru Álftaness. www.umhverfisraduneyti.is „Chorizo-pylsur eru vinsælar í Kólumbíu,“ segir Carlos Mendez, matreiðslumaður í Kjöthöllinni, og nefnir að þær séu borðaðar á sama hátt og pylsur með öllu hér á Íslandi. „Arepas er brauð sem búið er til úr hvítu eða gulu maísmjöli og er mikið notað með mat í Suður-Ameríku,“ segir hann og b tiað þ ð é Með kólumbísku ívafi Carlos Mendez, matreiðslumaður í Kjöthöllinni, bauð starfsfélögum sínum á dögunum til sumargrill- veislu þar sem hann bauð upp á grillaðar chorizo-pylsur og dýrindis nautasteik ásamt meðlæti. FORRÉTTUR OG AÐALRÉTTUR AÐ HÆTTI CARLOSAR Með þessu og hinu Carlos Mendez með aðalréttinn og auð-vitað er nautakjötið rétt steikt. Næg ókeypis bílastæði við Perluna Ódýrt og gott! Súpubar 620 kr. Salatbar 990 kr.Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr.~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýr A la Carte og 4ra rétta seðillNánari upplýsingar á FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI CARLOS MENDEZ Grillar chorizo-pylsur fyrir starfsfélagana • matur • helgin Í MIÐJU BLAÐSINS föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease,er á l ið VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM HÚ Uppákomur alla helgina Fífa fagnar 30 ára afmæli með fjögurra daga af- mælishátíð. TÍMAMÓT 26 Íþró a- og sýningarhöllinni í Laugardal 8.-10. maí 2009 Kynntu þér ölbrey a dagskrá www.ferdalogogfristundir.is Frábært tækifæri fyrir alla ölskylduna l að skipuleggja sumarið! JÓHANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Glæsileg í keppniskjólnum Erlendir blaðamenn fullir af áhuga FÓLK 42 Hittu Jarvis Cocker Óvæntur gestur í veislu hjá Erpi Eyvindarsyni suður með sjó. FÓLK 33 ÓLÖF JARA SKAGFJÖRÐ Æfir hlutverk Sandyar í Grease FÖSTUDAGUR FYLGIR Í DAG Átök um Evrópu „Fyrsta orrustan snerist um aðildina að EFTA. Þá heyrðust raddir sem fullyrtu að EFTA-aðild myndi grafa undan sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar“, skrifar Úlfar Hauksson. UMRÆÐAN 24 UTANRÍKISMÁL „Mér finnast þetta undarleg ummæli og ólíðandi,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra um ummæli Gordons Brown, forsætisráðherra Breta, á breska þing- inu á miðvikudag. Þar sagði Brown að bresk stjórnvöld ættu í viðræðum við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn um hversu hratt Íslendingar end- urgreiði breskum stjórnvöldum vegna innlána. Brown var að svara óundirbúinni fyrirspurn um Christies-sjúkrahúsið í Manchester sem tapaði innlánum sínum í Kaupþing Singer & Friedlander, sem var breskur banki, undir eft- irliti breska fjármálaeftirlitsins. Hann sagði þó að í þessu tilfelli hafi Bretar ekki verið eftir- litsaðilarnir. „Ábyrgðin liggur fyrst hjá íslenskum yfir- völdum að borga. Því eigum við í samningavið- ræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðrar stofnanir um það hversu hratt Íslendingar geta borgað þær skuldir sem þeir eru í ábyrgð fyrir,“ sagði Brown. Tap á innlánum hjá Kaup- þing Singer & Friedlander er ekki á ábyrgð íslenskra stjórnvalda og engin opinber krafa þar um hefur komið fram frá breskum stjórn- völdum. Ekki hafði borist svar frá breskum stjórn- völdum um það hvers konar viðræður þau eigi við AGS, hvaða annarra stofnana Gordon Brown var að vísa til, eða hvort hann hafi með þessu verið að lýsa yfir nýrri kröfu á hendur íslenskum stjórnvöldum, þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Við lítum á þetta sem tvíhliða mál þessara ríkja [Íslands og Bretlands] og ætlumst til að aðrir geri það líka,“ segir Steingrímur. „Það er alvarlegt fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ef það er stoð fyrir þessu.“ Steingrímur segir að auðvitað ráði Íslend- ingar því ekki við hverja Bretar tali og Brown verði að bera ábyrgð á þessum ummælum. „Hann hefur líklega verið í nauðvörn þarna í þinginu.“ Steingrímur segir þó hafa borið á því að Bretar líti ekki á Icesave-deilurnar sem tví- hliða viðræður. Franek Rozwadowski, fastafulltrúi AGS á Íslandi, þvertekur fyrir að sjóðurinn eigi í við- ræðum við Breta vegna Icesave. „Þetta er tví- hliða mál sem þarf að vera leyst tvíhliða,“ segir Franek. Hann segir sjóðinn ekki blanda sér í slíkar deilur milli aðildarríkja sjóðsins og það sé ekki gert í þessu tilfelli. -ss AGS sver af sér viðræður Fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi segir Icesave-deilur vera tvíhliða deilur Breta og Íslendinga sem þeir blandi sér ekki í. Gordon Brown sagði á breska þinginu að stjórnvöld ættu í viðræðum við AGS um endurgreiðslu Íslendinga vegna innlána. Ólíðandi og undarleg ummæli, segir Steingrímur J. Sigfússon. Á leið í Vesturbæinn? Sigurður Ingimund- arson gæti verið á förum frá Keflavík yfir til KR. ÍÞRÓTTIR 38 SVIPAÐ OG Í GÆR Í dag verða víðast norðan 8-15 m/s. Snjó- koma eða slydda norðanlands, slydda eða rigning norðaustan og austan til annars þurrt og bjart með köflum. Hiti 0-12 stig, mildast SA-lands. VEÐUR 4 7 1 1 5 12 STJÓRNMÁL Yfirstjórn Alþingis hefur ákveðið að Framsóknar- flokkurinn og VG skipti á þing- flokksherbergjum í þinghúsinu. Ástæðan er sú að nýr fjórtán manna þingflokkur VG rúmast ekki í því herbergi sem flokkurinn hefur haft til umráða undanfarin kjörtímabil. Herbergi Framsókn- arflokksins er talsvert stærra. Framsóknarflokkurinn hefur haft afnot af sama þingflokks- herberginu frá því að núverandi herbergjaskipan var komið á í þinghúsinu einhvern tíma á stríðs- árunum. Eru þingmenn flokks- ins ósáttir við að þurfa að yfir- gefa herbergið enda saga þess og flokksins samofin. Hefur for- ysta Framsóknar óskað eftir fundi með forseta þingsins til að ræða málið. Framsóknarflokkurinn fékk níu menn kjörna í kosningunum í apríl, sama fjölda og VG hafði á síðasta kjörtímabili. Herbergin eru hlið við hlið á fyrstu hæð þinghússins, andspæn- is herbergi Sjálfstæðisflokksins. - bþs Framsóknarmönnum gert að flytja úr þingflokksherbergi sínu til áratuga: Framsókn fúl yfir flutningum SÝND VEIÐI EN EKKI GEFIN Þessi einbeitti veiðimaður stóð í ströngu í miðju Elliðavatni í gær þegar ljósmyndari blaðsins átti leið þar hjá. Í vatninu má finna bæði urriða og bleikju en ekki fylgir sögunni hvort aflabrögð voru mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjármálaráðgjöf verður efld: Átta vikna bið eftir ráðgjöf FÉLAGSMÁL Ásókn í þjónustu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna þrefaldaðist í apríl. Átta vikna bið er eftir viðtali við ráðgjafa stofunnar. Þessu verður mætt með verulega efldri þjónustu og bættri upp- lýsingagjöf til fólks í greiðslu- vanda. Undir handleiðslu félags- og tryggingamálaráðherra hefur síðustu daga verið unnið að því að stórefla Ráðgjafarstofuna svo þjónustan geti talist eðlileg. Verður starfsfólki fjölgað og gripið til annarra nauðsynlegra ráðstafana. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins verða aðgerðir í þessum efnum kynnt- ar í dag. Hörð gagnrýni hefur komið fram að undanförnu á þjónustu og upplýsingamiðlun stjórn- valda vegna greiðsluvanda ein- staklinga. Hafa ráðherrar svar- að því til að ýmis úrræði séu til staðar en viðurkennt um leið að miðlun upplýsinga hafi ekki verið nógu góð. - bþs / sjá síðu 10 VEÐRIÐ Í DAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.