Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.05.2009, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 08.05.2009, Qupperneq 22
22 8. maí 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 B áðir ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að svipta smábátasjómenn og útvegsmenn á tilteknu árabili öllum þeim aflaheimildum sem þeir ráða yfir. Aðgerðin er kennd við bókhaldshugtakið afskrift þó að hún eigi ekkert skylt við það. Rökin fyrir veiðileyfasviptingunni eru þau að svokölluð úthlutun veiðiheimilda til smábátasjómanna og útvegsmanna á sínum tíma hafi byggst á ranglæti. Nú eru þeir ekki taldir hafa átt rétt til fisk- veiða öðrum fremur. Fiskveiðistjórnunarkerfið með frjálsu framsali var lögfest af vinstristjórn Steingríms Hermannssonar. Einu ráðherrarnir sem knúðu málið fram á Alþingi á þeirri tíð og sitja þar enn eru Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði gegn málinu vegna millifærslusjóðs sem fylgdi með. Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hétu því fyrir kosningar í vor að bæta fyrir það ranglæti sem þeir telja sig hafa komið á fyrir tveimur áratugum. Nú segja þeir að staða sjávarútvegsins sé svo slæm eð ekki komi til greina að fara með ábyrgðarleysi í breyting- ar. Á mæltu máli þýðir það að farið verður hægt í sakirnar við að innleiða réttlætið. Eðlilega spyrja margir hvers vegna efnahagsþrengingar kalla á frestun á réttlætinu. Er það ekki rökvilla? Ef hugsunin á bak við réttlætisaðgerðirnar stenst, eru þá ekki öll rök til þess að hraða þeim fremur en að draga á langinn? Ráðherrarnir telja það ábyrgð- arlaust. Hvers vegna? Þegar ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sig- fússon knúðu samflokksmenn sína til að samþykkja frumvarpið um fiskveiðistjórnunina og frjálsa framsalið nefndu þau hvorugt hugtakið ranglæti á nafn. Var það pólitískur refsháttur af þeirra hálfu? Svarið er: Nei. Lögin fólu einfaldlega ekki í sér úthlutun á veiðirétti. Hún hefur aldrei farið fram. Það sem gerðist var að veiðiréttur smábátasjó- manna og útvegsmanna var minnkaður frá því sem áður var og tak- markaður við ákveðið hlutfall úr hverjum stofni. Þeir sem hagsmuna höfðu að gæta litu á skerðinguna sem ranglæti. Allir voru sammála um að það sem eftir stóð af veiðiheimildum þeirra væri réttlæti. Fiskiskipastóllinn var of stór. Í mörgum öðrum löndum var brugðist við þeim vanda með því að skattleggja almenning og kaupa útgerðarmenn út úr rekstri með úreldingarstyrkjum. Jóhanna Sig- urðardóttir og Steingrímur Sigfússon völdu skynsamlegri leið og réttlátari gagnvart skattborgurunum. Þau lögðu til frjálst framsal. Sterkari útgerðir keyptu upp þær veikari. Þannig var útgerðin sjálf látin bera þann kostnað sem almenningur axlaði annars staðar með sköttum. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon voru því ekki að fela ranglæti þegar þau innleiddu fiskveiðistjórnunarkerfið. Skerðingin var óhjákvæmileg. En hitt hefði verið ranglátt að taka veiðiréttinn allan og færa í hendur þeim eða selja sem ekki höfðu stundað sjóinn. Þetta skýrir hvers vegna ráðherrarnir vilja fara hægt í að inn- leiða hið nýja réttlæti. Þeir vita að atvinnugreinin þolir það ekki og bankarnir munu ekki standast það. Því hægar sem þeir fara í nýja réttlætið, þeim mun ábyrgari verða þeir, eins og sjávarútvegsráð- herra hefur réttilega sagt. Ríkisstjórnin og fiskveiðistjórnunin: Hægt í réttlætið ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Guðmundur Steingrímsson skrifar um niðurfellingu skulda Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, og undirstrika, að hugmyndin um flata almenna afskrift höfuðstóls skulda Íslendinga gerir ekki ráð fyrir að kostnað- ur lendi á ríkinu. Forsenda hugmyndarinn- ar er þvert á móti þessi: Það liggur fyrir að lán Íslendinga verða afskrifuð af erlend- um kröfuhöfum. Hugmyndin gengur út á, að þessar afskriftir verði nú þegar látnar renna jafnt til allra íslenskra skuldara. Þetta er vissulega róttæk hugmynd. Það er aftur á móti slæmt að viðskiptaráðherra, forsætisráðherra – svo ekki sé talað um Sighvat Björgvinsson – skuli ekki skilja þessa hugmyndafræði. Skilningsleysi þessara aðila – einkum þó ráðherranna – kemur í veg fyrir nauðsynlega umræðu. Jöfn afskrift skulda er efnahagsaðgerð. Nákvæm- lega eins og skattpíning getur sligað þjóðfélag getur skuldabyrði gert það einnig. Óhemju íþyngj- andi skuldabyrði þjóðarinnar aftrar neyslu, fjár- festingum og framkvæmdum. Höfuðstóll allra lána Íslendinga, þökk sé efnahagshruninu, hefur hækkað meira en nokkrar skynsamlegar áætlanir gátu gert ráð fyrir. Lánalengingar, teygjulán, frystingar og aðrar kúnstir – sem vissulega þarf að grípa til líka – breyta þessu ekki. Fólk er jafnskuldsett eftir sem áður. Ef ekkert er gert í höfuðstólnum getur íslenskt þjóðfélag, með venjulegt millitekju- fólk í fararbroddi, orðið áratugalangri stöðn- un að bráð. Hver vill greiða skuldir án þess að eygja nokkra von um það í sinni lífstíð að geta stækkað við sig húsnæðið eða yfir höfuð eignast það sem það býr í? Það er mikið í húfi. Í þessum aðstæðum getur vinnusemi þjóðarinnar og bjartsýni orðið kaldlyndari viðhorfum að bráð, vonleysi og uppgjöf. Með því að láta afskriftirnar renna flatt til allra skuldara í tæka tíð er fernt gert: Komið er til móts við skuldara af sanngirni og byrð- um létt af þeim. Lántakendur axla þar með ekki einir afleiðingarnar af hruninu, heldur lánveitendur líka. Fólk losnar úr skuldafangelsi, sem kemur fasteigna- markaði af stað. Og síðast en ekki síst: Efnahagslífið er örvað. Fé losnar. Neysla eykst. Það vinnur síðan – ásamt öðrum nauðsynlegum aðgerðum eins og lækk- un vaxta – gegn atvinnuleysi og gjaldþrotum. Hin leiðin, sem ráðherrarnir virðast vilja fara, er að hundsa allt tal um klafa höfuðstólsins eins og slíkt skipti engu máli. Að teygja og lengja er eina úrræðið til skuldara, fram á elliárin, líkt og í einhvers konar endalausri efnahagslegri morgunleikfimi. Og hvað afskriftir varðar er planið þetta: Að bíða frekar eftir því og sjá hversu margir verða á endanum gjald- þrota, hversu margir fara fram af bjargbrúninni, og síðan afskrifa. Það er hins vegar ekki efnahagsað- gerð. Það heitir að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn. Ekki gera ekki neitt SPOTTIÐ GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON Skipholti 50b • 105 Reykjavík Uppfæra takk Það er verk að vinna á Nýja Íslandi, að minnsta kosti hjá vefumsjón- armönnum Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Seðlabanka Íslands. Á heimasíðu Samfylkingar- innar má til dæmis lesa að þing- flokksformaður flokksins sé Lúðvík Bergvinsson. Það er ekki rétt enda er Lúðvík hættur á þingi. Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins er Andri Óttarsson sagður fram- kvæmdastjóri flokksins en hann hætti í því starfi um páskana. Á heimasíðu Seðlabankans má lesa ágrip af sögu bankans en þar eru núverandi bankastjórar sagðir þeir Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingi- mundur Friðriksson. Þeir eru allir hættir störfum. Í skjóli skálda Húsasmiðjan hefur gefið út nýjan bækling þar sem finna má allt fyrir garðinn sem hugurinn girnist, til dæmis tvær tegundir skjólgarða, Gyrði og Gerði. Ósagt skal látið hvort hér sé verið að vísa til rithöfund- anna Gyrðis Elíassonar og Gerðar Kristnýjar Guðjóns- dóttur, en hitt er annað mál að það er eflaust hægt að gera margt vit- lausara en að verja sólríku síðdegi bak við Gerði með bók eftir Gyrði. Eða öfugt. Tilgangurinn og meðalið Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi, nær ekki upp í nef sér fyrir hneyksl- un yfir „blygðunarlausum“ áróðri ESB-sinna, undir forystu Benedikts Jóhannessonar, sem Bjarni segir að haldi því fram að málið snúist um ESB eða dauða. Á þeim nótum hafa fleiri talað en ESB-sinnar, til dæmis ESB-andstæðingar. Þar má nefna frambjóðendur á hinum skammlífa L-lista Bjarna Harðarsonar, svo sem Þórhall Heimisson sem skrifaði blaðagrein fyrir hönd listans þar sem sagði að innganga í ESB myndi draga lífskraftinn úr þjóðinni. Ekki kvartaði Bjarni yfir blygðunarleysinu þá, enda var boðskapurinn honum að skapi. bergsteinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.