Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.05.2009, Blaðsíða 28
2 föstudagur 8. maí núna ✽ fréttir af fólki þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Ritstjórn: Anna Margrét Björnsson og Júlía Margrét Alexandersdóttir. Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigur- björnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ólafur Elíasson hefur undanfarin fjögur ár unnið að stóru almenn- ingslistaverki sem staðsett verð- ur utandyra en þetta er fyrsta verk hans af því tagi sem afhjúp- að verður í Bandaríkjunum. Verk- ið verður afhjúpað laugardag- inn 16. maí næstkomandi í Hess- el Mus eum of Art fyrir utan New York og er kallað The parliament of reality eða „þing raunveruleikans“. Mikill spenningur er fyrir verkinu þar vestra en verkið er manngerð eyja af Ólafi Elíassyni sem umluk- in er þrjátíu feta vatni, tuttugu og fjórum trjám og graslendit. - jma Stórt listaverk afhjúpað í USA Þing raunveruleikans Opnar í nágrenni New York-borgar. H ún hefur alltaf verið syngj-andi, alveg frá því hún var um þriggja ára,“ segir Jón Sverrir Sverrisson, faðir Jóhönnu Guðrún- ar Jónsdóttur. Margrét Steindórs- dóttur móðir hennar tekur í sama streng, en eins og flestum er orðið kunnugt syngur Jóhanna Guðrún lagið Is it true? fyrir Íslands hönd í forkeppni Eurovision á þriðju- daginn. Hún er nú stödd í Moskvu ásamt foreldrum sínum og þeim sem að atriðinu koma, en æfingar fyrir keppnina standa nú yfir þar í borg. Aðspurðir segjast foreldrar hennar hafa fylgst vel með Eurov- ision í gegnum tíðina, en bjuggust ekki við að Jóhanna ætti eftir að taka þátt. „Jóhanna var eiginlega búin að segja að hún vildi ekki taka þátt í forkeppni Eurov- ision og trúlega myndi hún ekki gera það, en svo fékk hún þetta lag upp í hend- urnar og þá breyttist stað- an,“ útskýrir Jón. „Við vissum að það væri bara tímaspursmál hve- nær hún yrði beðin um að taka þátt og þegar hún ákvað að slá til studdum við það,“ bætir Margrét við og segir úrslitin hafa komið skemmtilega á óvart. „Við rennd- um svolítið blint í sjóinn með þetta því Jóhanna var ekki búin að vera mjög áberandi og maður vissi ekki hvernig þjóðin myndi taka henni. Ég bjóst alveg eins við því að Elektra myndi vinna, en það var ánægjulegt hvað Jóhanna sigraði með miklum yfirburðum,“ segir hún. Spurð hvort þau finni að Jóhanna sé stressuð fyrir stóru stundinni segja þau svo ekki vera. „Hún er kannski ekki beint stressuð, en auðvitað er þetta álag. Maður finn- ur það ekki á henni, en ef maður þekkir hana vel sér maður að hún fer svolítið inn í sig og vill ekki hafa of margt í gangi í einu. Hún vill fókusera á keppnina og vildi til dæmis ekki fara með í eina skoð- unarferðina um borgina því henni fannst það trufla einbeitinguna,“ útskýrir Margrét og spáir Íslandi góðu gengi í keppninni. „Ég held að við verðum í þriðja eða fjórða sæti á eftir Noregi og kannski Tyrk- landi. Annars eru mörg lönd sem koma til greina, en ég yrði mjög vonsvikin ef við kæmumst ekki upp úr forkeppninni,“ segir hún „Það væri rosalega gaman ef við kæmumst og okkur þjóðinni veit- ir ekki af því,“ segir Margrét. „Nú er það bara „break a leg“,“ bætir Jón við og brosir. Þátttaka Jóhönnu í Eurovision hefur meðal annars opnað dyr inn á þýskan markað nú þegar og foreldrar hennar eru sammála um að hún eigi fram- tíðina fyrir sér í söngnum. „Það er langt síðan við vissum að Jó- hanna vildi leggja sönginn fyrir sig og þetta hefur gengið fyrir. Þetta er gjöf sem hún hefur fengið og hún á bara að nota hana,“ segir Margrét. „Við höfum ekki nokkr- ar áhyggjur af Jóhönnu hvort sem hún fer alla leið í keppninni eða ekki. Hún er svo sterkur karakter og sjálfstæð að það er sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, hún gerir það vel,“ segir Jón. Foreldrar Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur verða viðstaddir Eurovisionkeppnina: SPÁ ÍSLANDI GÓÐU GENGI Með fjölskyldunni í Moskvu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir nýtur stuðnings foreldra sinna, þeirra Margrétar Steindórsdóttur og Jóns Sverris Sverrissonar, á Eurovision- keppninni í Moskvu. Kærasti hennar verður líka viðstaddur keppnina. FÖSTUDAGUR/ALMA VALDÍS THOR LJÓSMYNDARI Eftir skrautlegar helgar upp á síðkastið ætla ég að taka því rólega til tilbreytingar. Á laugardaginn ætla ég að mála heima með kærastanum. Síðan elda góðan mat, hitta yndislegt fólk og leyfa kvöldinu að ráðast. Vakna fersk á sunnudaginn, bjóða mömmu í amerískar pönnukökur og smella á hana kossi í tilefni af mæðradeginum. Flytur úr miðbænum Eva María Jónsdóttir sjónvarps- kona hefur löngum alið manninn í póstnúmerinu 101. Hún hefur nú rifið upp miðbæjarræturnar og fest kaup á íbúð í póstnúmeri 107 en nýja heimilið mun vera nálægt Æg- isíðunni. Hún segist á Facebook vera í fyrsta sinn orðin íbúðareig- andi: „All by myself!“ Eiríkur gestadómari í Idol Dómnefnd Idolsins berst aldeil- is liðsauki í kvöld. Þá mætir Eiríkur Hauksson til leiks sem gesta- dómari. Eiríkur er eins og kunnugt vel í stakk búinn til þess, hann hefur fylgst vel með Eurovision-keppn- inni og að auki sungið í allmörgum söngvakeppnum. Þema kvöldsins er einmitt Eurovison-keppnin. Eignaðist stúlku á kosningadag Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, eign- aðist stúlkubarn á sjálfan kosn- ingadaginn, 25. apríl síðastliðinn. Stúlk- an var 14 merkur, með eindæmum hárprúð og gekk fæðingin víst eins og í sögu. Er þetta hennar fyrsta barn. GERI HALLIWELL VILL BETRI FÆÐINGARHJÁLP Kryddpían fyrr- verandi, Geri Halliwell, hyggst berjast fyrir því að breskar konur sem eru að fara að eignast börn fái meiri aðstoð en raun ber vitni. Fæðingarhjálp þykir mjög ábótavant í landinu. Halliwell slæst þarna í för með forsætisráð- herrafrú Bretlands, Söruh Brown. helgin MÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.