Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1927, Qupperneq 3

Skinfaxi - 01.11.1927, Qupperneq 3
SKINFAXI 131 undirbúningstíminn hefði ekki verið svo naumur. Sið- an liafa nokkrir bæst við og fjölgar þeim stöðugt. Nú liefir sambandsþing ungmennafélaganna samþykt á ný, að gangast fyrir þvi, að sem flestir klæðist þjóð- búningi á alþingishátíðinni 1930. Væri það vel, því að ef það yrði alment, þá mundi það selja meiri svip á hátíðahöldin en nokkuð annað gæti gert. 1. mynd. íslenskur þjóðbúningur (A hátíðabúningur, B sport- og sumarkyrtill, C Vetrarbúningur, I) liekla — punktalínurn- ar sýna vasa innan á). Sigurður Guðmundsson málari gerði, eins og kunn- ugt er, töluverðar breytingar á skautltúningnum, og kom því lagi á hann, sem nú er haft. Hefir hann og skrifað nokkuð um karlmannabúninga á söguöldinni og mun hafa haft í hyggju að gangast fyrir því að lit- klæðin yrðu tekin upp aftur, sem íslenskur þjóðþúning- ur, en honum entist ekki aldnr til þess. Búningur sá, sem hjer ræðir um, er að sjálfsögðu bygður á því, sem menn vita um karlmannabúning til forna. Iiefi eg þar notið aðstoðar hins fróðasta manns hér á landi í þessum efnum, Mattliíasar pórðarsonar

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.