Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1927, Síða 6

Skinfaxi - 01.11.1927, Síða 6
134 SKIN5AXI saumi, en ei' útsaumur er hafður, skyldu menn velja til þess fornislenska eða norræna uppdrætti (t. d. dreka- stílinn svonefnda). Varast skyldi fíngerða hlómaupp- drætti og marglitan útsaum. Eins þarf búnaðurinn eða silfrið að vera í fornum stíl, helst steypt eða drifið. B e l t i ð er 4—5 cm. á breidd og spent saman með hringju; lika getur það verið læst með skildi, en þá þarf það helst að vera silfurbúið eða lagt með silfri alt í kring). pað er úr þykku leðri, svörtu eða brúnu. B u x u r n a r eru sniðnar eins og venjulegar „sport- buxur“, þröngar fyrir neðan lméð og nokkru víðari um lærin. Ná þær niður í sokkabandsstað og ganga utan- yfir sokkana. J?ær eru spentar saman með hringju utan á hnénu. Neðst á buxnaskálmunum eru hafðir smeygar, sem efsti vafningurinn af leggjaböndunum er dreginn í gegnum, til þess að buxurnar kippist ekki upp á háhnéð eins og þær annars mundu gera, vegna þess, hve stuttar þær eru. Á buxunum eru sex vasar (2 bak- vasar, 2 bliðarvasar og 2 framaná), til þess að bæta það upp að engum vösum er hægt að koma fyrir á kyrtlinum. Skikkjan (sjá 1. og 3. mynd) er sett saman úr 6 stykkjum og er í laginu eins og % úr kringlu. Ganga allir saumarnir út frá miðju. Skikkjan verður að vera lítið eitt breiðari á þverveginn, því hún kippist nieira upp á öxlunum en að aftan og framan, og virðist hún því vera langtum styttri til hliðanna ef hún er sniðin alveg kringlótt. Hún er hérumbil jafnsíð kyrtlinum, og þó heldur síðari. J?að mun vera hæfilegt, að þegar maður stendur með höndurnar niður með hliðunum, þá taki liún aðeins fram fyrir fingurgómana. Sjálf- ráður er hver um það, hvort hann hefir skikkjuna fóðraða eða ekki, en betur mun þó fara á því að hafa hana fóðraða, nema hún sé úr mjög þykku efni. Skikkj- an er lögð umhverfis hálsinn og niður barmana (i skaut niður) með 7—8 cm. breiðri leggingu (sjá 1. mynd A).

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.