Skinfaxi - 01.01.1931, Síða 3
SKINFAM
3
liafa hér hafizt handa og tekiS að sér, að nokkru,
sama hlutverk og' lýðháskólahreyfing Norðurlanda,
sem sé það, að plægja þjóðlífsjarðveginn á þann hátt,
að vekja hrifni og áliuga, fullviss um það, að þegar
áhugi er vakinn lijá einstaklingnum, þá fyrst fáist
hann til að leggja fram alla getu sína að þeim störf-
um, er hann liefir með höndum. Og reynslan hefir
sýnt, að viðleitni þeirra í þessa átt liefir borið tals-
verðan árangur. Það sannar bæði hve margir leið-
andi menn þjóðarinnar liafa verið ungmennafélag-
ar, og hve lýðskólahreyfingin, sem er beinn ávöxtur
eða þroski Ungmennafélaganna, er nú að leggja land-
ið undir sig. Og lýðskólarnir eru þau vígi þjóðernis-
legra hugsjóna, sem sumir stjórnendur ungmennafé-
laganna hafa frá öndverðu vonað að hyggð yrðu fyr
eða síðar og sem þeir vænta að verði aflgjafar og
leiðarvitar þeirra hugsjóna, er borið liafa ungmenna-
félagshreyfinguna uppi að þessu.
Framsóknarbarátta íslenzku þjóðarinnar hefir á
þessum síðustu 25 árum, lyft Islandi frá því að vera
25—50 árum á eftir flestum menningarþjóðum á öll-
um verklegum sviðum og i fleiru, til þess að standa
þeim nú jafnfætis á morgum svfðum. Það ræður
að líkum, að þær feikna framfarir liafi mjög umskap-
að lífsskilyrðin og fjölgað verðmætum, en sú geta
er þjóðin hefir sýnt á þessum árumr liefir líka vak-
ið henni fasta og örugga trú á sjálfa sig og landið,
og sú trú er henni máske enn meira virði en allar
framfarirnar.
Annars liggur aðalhætta þjóðlegs þroska okkar —
eins og allra þjóða með óðfluga framfarir — í því
að oss hættir til að taka bætt lífsskilyrði og nýsköp-
uð verðmæti fyrir lífsgildið sjálft. En það er sitt hvað.
Skilyrði og verðmæti lífsins breytast ört og alstað-
ar, en hið eiginlega lífsgildi helzt altaf óbreytt, frá
þvi fyrsta, er við höfum sögur af mannkyninu. —