Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 6

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 6
6 SKINFAXI Honum má þakka framar öllum öðrum félagsskap, að við fengum íslenzkan fána viðurkenndan eins fljótt og varð, sem og sjálfstæði þjóðarinnar, eins og það er. Þetta l)vorltveggja hefði vafalaust ekki komizt í það liorf, sem raun er á orðin, ef ekki liefði við notið áhrifa ungmennafélaganna. Ungmennafélögin umskö])- uðu liugi unglinganna og bjuggu um sjálfstæðistil- finninguna í brjóstum þeirra, vöktu þannig og glæddu sjálfstæðis meðvitundina i hugum islenzkrar alþýðu, þar til sjálfstæðis óskin og krafan kom svo kröflug- lega fram hjá alþjóð, að um munaði. Að við höfum fengið fána og stjórnarfarslegt sjálfsforræði, getum við ókeiknir þakkað frumhugsjónum ungmennafélags- skaparins. Þó að fsland hafi nú meira sjálfstæði en við liöf- um haft öldum saman, þá hafa ungmennafélögin enn jafn mikið og vandasamt starf með höndum, eftir sem áður, þar sem er viðhald og efling sjálfstæðisins á öll- um sviðum í íslenzkum anda. Það þarf að lialda akr- inum plægðum, ef ekki á að fyllast af illgresi. Ennþá erum við almennt ekki orðnir nægilega íslenzkir i anda né atferli. Ennþá vantar mikið á, að almenningur sé lireinir, sannir þjóðernissinnar. Við verðum það aldrei, fyr en við lærum að gleyma eigingirninni, og lærum af eigin hvötum að leggja allt í sölurnar fyrir þjóðar- lieildina. Við verðum að læra að elska og treysta í'ull- komlega ])VÍ, sem íslenzlct er. Verða okkur sjálfum nógir á öllum sviðum. Vernda það, sem íslenzkt <_r, mót útlendum áhrifum. Eins og það var upphafsstarf þessa félagsskapar. að herjast fyrir íslenzku sjálfstæði, þá er framhaldsstarfið enn það sama, að auknu þvi erfiði, sem það tckur, að slanda á móti erlendum áhrifum, því léttari og tiðari sem sambönd og samgöngur gerast við útlönd. Ungmennafélögin verða að vera blágrýtishellur þær, sem brimsjóar framandi siðleysis og svívirðinga brotna

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.