Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1931, Side 11

Skinfaxi - 01.01.1931, Side 11
SKlNFAXl 11 ing Islendingum. í Noregi liöfðu ungmennafélög starf- að lengi í byggðum og bæjum. Þar höfðu ungmenna- félögin átt mikinn þátt i, að ala þjóðina upp til að gera liana færa um að endurheimta frelsi sitt, og gæta þess. íslenzk æska liugsaði á hinn sama veg. Island átti að verða aftur frjálst, eins og bræðralandið Noregur. Og þeirri kynslóð, sem var að verða fullþroska árin 1906—’08, var það ljóst, að það, sem landið þurfti með, var ekki einungis þjóðréttarleg viðurkenning á frelsi laiulsins. Það þurfti líka að búa þjóðina und- ir að lifa sem frjáls og sterk menningarþjóð, þótt fátæk væri og fámenn. Ungmennafélögin lifðu eftir þessu. Þau voru einn hinn áhrifamesti skóli í þjóð- rækni, atliafnalöngun og manndvggð, sem starfað hef- ir hér á landi frá fyrstu tíð og fram að yfirstand- andi tíma. Ungmennafélögin voru brautryðjendur íþróttalífs- ins liér á landi. Hinir merkustu og þekktustu glímu- garpar landsins voru æfðir í skóla þeirra. Eg nefni aðeins fácin nöfn: Jóhannes Jósefsson, Sigurjón Pét- ursson og Hallgrímur Benediktsson. Forgöngumenn sundíþróttarinnar, Erlingur Pálsson og Benedikt Waage, voru góðir og gegnir ungmennafélagar. Og sá íþróttakennari, Björn Jakobsson, sem mestum frægðarljóma hefir orpið á íslenzka leikfimi, og skap- að nýjungar í þeirri grein, nýjungar, sem eru líldeg- ar til að hafa varanlega þýðingu, hefir unnið sina mestu sigra með leikfimisflokki, sem vaxið hefir upp úr ungmennafélagi kvenna hér í Reykjavík. En þó að þessi nöfn séu nefnd, þá er hitt þó enn meira virði, að í skjóli ungmennafélaganna hafa þús- undir unglinga aukizt að afli og stvrk við iþrótta- iðkanir. Á hinum siðari árum hafa víða hér á landi verið byggðar sundlaugar við heitar uppsprettur, og nálega

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.