Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 13

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 13
SklNFAXI 13 annað en vonina um að geta gert landið sitt betra og fegurra. Ungmennafélögin liafa nú lifað i aldarfjórðung. Þau liafa stefnt hátt, stundum sigrað, en líka biðið ósigur. Þau liafa um eitt skeið verið ein hin djúptækasta vakningaralda, sem gengið liefir vfir landið. Þau eru enn og verða vonandi enn um langt skeið, lampi æsk- unnar í liinum dreifðu hyggðum landsins. Þau hafa verið skóli fyrir þúsundir af lcörlum og lconum, sem nú bcra byrðar starfs og iðju hér á landi. Þau hafa verið hin sístarfandi undiralda í frelsisbaráttu lands- ins. Þau liafa liér, eins og i Noregi, fremur en nokk- ur önnur alþjóðleg vakningarstarfsemi, búið islenzku þjóðina undir að geta á sínum tíma orðið fullkomlega frjáls, ekki að eins í orði, lieldur líka i raun og veru. Akureyri er merkilegur bær, og liefir borið giftu til að fóstra margar þjóðnvtar hreyfingar. Á Akur- eyri hóf góðtemplarareglan starfsémi sina. Þar fædd- ist og hið fyrsta samvinnufélag með ensku sniði. Þar liófst nútimaræklun með stofnun Ræktunarfélags Norðurlands, og þar hefir vagga islenzks ungmenna- félagsskapar staðið fyrir 25 árum. Þess er að vænta, að höfuðstaður Norðurlands verði á sama liátt á ó- komnum öldum skapandi máttur i þjóðlífi landsins, og að sú hin óhrifamilda hreyfing, sem heldur aldar- fjórðungs afmæli sitt og þar er uppsprottin, megi sem lengst verða frjór aflgjafi i lífi frjálsrar menningar- þjóðar á Islandi. Jónas Jónsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.