Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 14

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 14
14 SKINFAXI Afmæli ungmennafélaganna. Afmælisungmennafélagannamega ÆF^ margir minnast með jjakklæti og l’ezluóskum um gott framlíðai'starf. PETi ■ Ungmennafélagslirevfingin liófst W/gMUgrM sem þjóðleg vakning. Sú vakning hefir orkað á hugarfar margra ís- lendinga, sem nú eru miðaldra og yngri. Augu æskumannanna opnuð- ust fyrir kostum hinnar þjóðlegu menningar og það vakti lotning fyrir fortíðinni og lyfting í framtíðar- draumum. — Skilningurinn á sjálfstæði þjóðernisins varð að öflugu fylgi við fánamálið og ótrauðri bar- áttu fvrir sjálfstæði íslands í öllum greinum. íþrótta- iðkanir efldu ])rek, sem síðar lýsti sér í starfi full- orðinsáranna og fundarhöldin félagslyndi og félags- dyggðir, sem skapa góða þegna. Áhrif ungmenna- félaganna á hugarfar æskumannanna hafa verið stcrk og margvísleg. Gamlir ungmennafélagar finna til skvldleika, þegar þeir hittast. Árgalinn er ekki þagn- aður í þeim ennþá. Þeir óska þess lieitt og innilega nú á þessum tímaniótum, að ungmennafélögin megi halda áfram að vera það, sem þau hafa orðið mörg- um góðum dreng á þessum tuttugu og fimm árum. Æskan þarfnast félagsskapar, til undirbúnings full- orðinsárunum. Og enginn félagsskapur er nauðsvn- legri þjóðinni en sá, sem veitir æskulýðnum skemmtun og starf, skemmtun, sem skapar þrótt og drenglyndi, og starf, sem eykur skilning og áhuga. Fáninn ís- lenzki blaktir yfir starfi ungmennafélaganna. Ásf/. Ásgeirsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.