Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1931, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.01.1931, Qupperneq 15
SKINFAXI 15 Fyrstu árin. Vafasamt er, að nokkuru sinni hafi verið yndislegra að vera ís- lenzkur æskumaður, en einmitt á árunum 1905 til 1914. Merkum áfanga var nýlega náð í frelsis- baráttu þjóðarinnar, með búsetu ráðgjafa í landinu sjálfu. Rétt- indi, þau sem fylgt höfðu stjórn- arskránni frá 1874, bentu til þess, hversu betur mundi farnast und- ir innlendri en erlendri stjórn, enda var á þessum árum, í fyrsta sinn, tekið að trúa á þjóðréttar- legt fullveldi landsins og krafa um íslenzkan þjóðfána kom fram. En samldiða þessu fór vaxandi skilningur á hinum sönnu verðmætum íslenzku þjóðarinnar. Mál hennar, saga og þjóðlegar menntir voru meira virtar af landsmönnum sjálfum en áður fyr, og trúin á nátt- úrugæði landsins og manndóm kynþáttarins fór vax- andi. Á þessum árum urðu Ungmennafélögin til. Og vart mun geta annan gleggri mælikvarða á voröld þá, sem nú gekk yfir, en einmitt þennan félagsskap. Hreyfing þessi reis hæst á árunum 1906—1914. Þá kom heimsstyrjöldin til sögunnar og liefir eflaust átt sinn þátt i því, að dofna tólc yfir félagsskapnum, eink- um i kaupstöðum, og auk þess tóku þá ýmsir þeirra manna, sem fremst gengu í ungmennafélögunum, að færast af æskuárum og hljóta önnur viðfangsefni. En trú mín er sú, að þessi hylgja, sem reis svo hátt og hafði varanleg áhrif á æsku sinnar tíðar, muni aldrei hníga að fullu, heldur hefjast að nýju. Og það, sem gerðist á Þingvöllum á alþingisliátíðinni, hinir sam-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.