Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 19

Skinfaxi - 01.01.1931, Page 19
SKINFAXi 19 spvrnulögin, Heilsufræði lianda íþróttamönnum og fleiri rit, til mennlunar landsmönnum. En ungmenna- félögin eru einn öflugasti þátturinn i starfi í. S. í., eins og vera ber, og eru sínum gömlu hugsjónum trú. Fyrir þessa tvo þætti í viðreisnarmálum íslands, lík- ams-íþróttirnar og verndun móðurmálsins, eiga ung- mennafclögin ótvírætt mikið þakklæti skilið, og vert að minnast þess að maklegleikum á aldarfjórðungs- afmæli þeirra. Á ýms fleiri góð málefni mætti minna, sem ungmennafélögin hafa barizt fyrir, eins og t. d. bindindismál, skógrælct o. fl., þótt það verði ekki gert í þessum greinarstúf. En þótt gera megi ráð fyrix-, að ýms atriði breytist í lögum ungmennafélaganna með tíð og tíma, þá vona ég, að alltaf verði efst á stefnu- skrá þeirra: — Verndun ísl. tungu og efling líkams- íþrótta, — til liamingju og heilla fyrir þjóð vora. Megi ungmennafélögin sem lengst lialda áfram þjóð- þrifastörfum sínum, til blessunar fyrir land og lýð. Ben. G. Waage, forseti í. S. í. II. Mér er það sönn ánægja, að þakka Ungmennafélög- unnm starf þeirra hér á landi. Þan liafa eftir nxætti klætt landið í fagran laufskrúða, þau liafa glætt félags- lífið, aukið þrótt ungx-a manna, stælt kraftana og víkkað sjóndeildarhring fjölda manns. Fjöldi sveita landsins vitnar um það. Og þau hafa tekið bindindi á stefnuskrá sina og þá um leið stutt Stórstúkuna í starfi sínu. Eg vona og óska fvrir hönd Stórstúku Islands, að starfsemi þeirra megi bera góðan ávöxt i framtíðinni og að Stórstúkunni og Ungmennafélögunum takist sem fyrst að gera öllum landslýð það ljóst, að algjört bindindi á alla áfenga drykki er grundvöllur allra

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.